Fleiri fréttir

Í beinni: Hver verður formaður Eflingar?

Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar.

Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar

Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja með al­var­lega blæðingu eftir háls­kirtla­töku, er hætt að sækja heil­brigðis­þjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með að­gerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.

Öllum lög­fræðingum Rauða krossins sagt upp störfum

Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir drengs sem var sendur heim frá Heilbirgðisstofnun Suðurnesja með alvarlega innvortis blæðingu eftir hálskirtlatöku er hætt að sækja heilbrigðisþjónstu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Rætt verður við móður drengsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Teitur Björn verður að­stoðar­maður Jóns Gunnars­sonar

Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann tekur við af Hreini Loftssyni sem hætti sem aðstoðarmaður Jóns um miðjan desember eftir einungis tvær vikur í starfi.

Skæru­liða­deildin sem nú vill ná vopnum sínum

Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu?

Tékkarnir kaldir en í lagi með þá

Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði.

Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra

Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir.

Blaða­mönnum al­mennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum

Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi.

Öllu aflétt eftir tíu daga og jafnvel fyrr

Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum eftir tíu daga og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa. Einangrun verði þá einnig aflétt en ráðherra hvetur þá sem veikjast til þess að halda sig heima - líkt og í öðrum veikindum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við heilbrigðisráðherra um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en hann segir segir stefnt að því að aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum í næstu viku og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa.

Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli

Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Helga Jóhanna stefnir á þriðja sætið

Helga Jóhanna Oddsdóttir býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helgu Jóhönnu sem hefur undanfarin tvö ár starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna.

Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum.

Þórdís fer fram gegn nöfnu sinni

Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hefur ákveðið að sækjast eftir oddvitasætinu í prófkjöri Viðreisnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Nafna hennar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti, sækist einnig eftir fyrsta sætinu.

Skot­á­rásir tengist oftast deilum milli aðila en al­menningur geti hlotið skaða af

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir skipta miklu máli að vopnalöggjöf hér á landi sé sterk og lögregla geti með skilvirkum hætti fylgt henni eftir. Þó skotárásir hér á landi hafi almennt beinst að ákveðnum aðilum sé alltaf hætta á að almenningur hljóti skaða af. Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa, en legið hefur fyrir um nokkurt skeið að nú sé hægt að nýta tæknina til slíks. 

Ríkis­sjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hrað­próf

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti.

Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd

Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku.

Mokuðu bílinn út með „kúst og fæjó“

Íbúar á Suðvesturlandi voru margir hverjir í stökustu vandræðum með að komast til vinnu vegna snjóþunga og mátti sjá fólk beita ýmsum aðferðum til þess að losa bíla. Búast má viðað fólk muni lenda í vandræðum í húsagötum sínum næstu daga.

Anna Hildur kjörin formaður SÁÁ

Anna Hildur Guðmundsdóttir var kjörin formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður á fundi aðalstjórnar samtakanna í dag. Bryndís Rós Morrison og Sigurður Ragnar Guðmundsson voru jafnframt kosin ný inn í framkvæmdastjórn.

Jarð­skjálfti að stærð 3,0 fannst í Grinda­vík

Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð 2,5 kílómetra norður af Grindavík klukkan 17:27 í dag. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar bárust Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hefði fundist í Grindavík. 

Mögnuð tækni misnotuð: Byssur þrívíddarprentaðar á Íslandi

Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Slík lífshættuleg vopn er, eins og tæknin er orðin, hægt að prenta í ódýrum prenturum heima við — prenturum sem hægt er að kaupa í íslenskum raftækjaverslunum.

Sjá næstu 50 fréttir