Fleiri fréttir

Kannanir benda til mesta ó­sigurs Sjálf­stæðis­manna í borginni

Kannanir benda til sögu­legs ó­sigurs Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í þjóðar­púlsi Gallups þar sem stuðningur við ríkis­stjórnina minnkar einnig veru­lega.

Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur.

„Nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar“

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segist hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni um borgina. Hún segir dræma mætingu sína á borgarstjórnarfundi undanfarna tvo mánuði ekki endurspegla kjörtímabilið.

Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. Stjórnmálafræðingur rýnir í stöðuna og við skoðum hve margir hafa kosið utan kjörfundar nú þegar ellefu dagar eru til kosninga.

Losun dróst saman en áfram vantar upp í mark­mið Ís­lands

Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19.

Leita að vitni að líkamsárás

Lögreglan á Vestfjörðum leitar að vitni að líkamsárás sem framin var aðfaranótt sunnudags 17. apríl. Málið er til rannsóknar hjá embættinu. 

Hildur ekki mætt á borgar­stjórnar­fund síðan í febrúar

Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni.

Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni

Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu.

Alhvít jörð á Akureyri

Hvít jörð beið Akureyringa og nærsveitunga þegar þeir risu úr rekkju í morgun. Frekari kuldi er í kortunum næstu daga en Akureyringar geta þó huggað sig við að það á að hlýna um og eftir helgi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum rýnum við í stöðuna í baráttunni um borgina í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Um­boðs­maður Al­þingis ætlar ekki að skoða söluna á Ís­lands­banka

Umboðsmaður Alþingis hyggst ekki skoða sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka að svo stöddu en embættinu hafa borist þrjár kvartanir vegna bankasölunnar. Umboðsmaður telur ekki skilyrði til þess að fjalla efnislega um þær kvartanir eða taka málefni tengd sölunni upp að eigin frumkvæði að svo stöddu.

Vísa forsíðufrétt Fréttablaðsins á bug

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að forsíðufrétt Fréttablaðsins um að ráðuneytið hafi ekki fylgt reglum við ráðgjafakaup í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka eigi ekki við rök að styðjast.

„Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu.

Bein út­sending: Lofts­lags­dagurinn 2022

Loftslagsdagurinn 2022 fer fram í Hörpu milli klukkan 10:30 og 16 í dag þar sem meðal annars verður fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, neysludrifna losun, innra kolefnisverð, náttúrumiðaðar lausnir og aðlögun og orkuskipti. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan.

Hand­tók tvo menn vopnaða öxi í Árbæ

Lögreglan þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af tveimur mönnum í Árbæ sem voru á ferli í hverfinu í annarlegu ástandi vopnaðir öxi. Þeir voru settir í fangageymslu uns hægt verður að ræða við þá.

Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu

Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar.

Sektaður um 125 milljónir fyrir skatt­svik

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir.

Sjö mánaða fangelsi fyrir í­trekaðan akstur undir á­hrifum vímu­efna

Karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna, fyrir vopnalagabrot, fyrir rán og fyrir að hafa stolið tveimur farsímum úr Smáralind í Kópavogi. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjátíu mánuði. 

Vilja virkja borgarana og tryggja gjaldfrjálsa þjónustu

Sósíalistaflokkur Íslands kynnti í dag stefnumál sín í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Lögð er áhersla á að tryggja aðkomu íbúanna að ákvarðanatökku, tryggja gjaldfrjálsa grunnþjónustu og að útrýma biðliestum eftir húsnæði.

Sjá næstu 50 fréttir