Fleiri fréttir

Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr

Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sérfræðingar vara við mannfalli í sögulegri hitabylgju sem gengur yfir Bretland á morgun og gróðureldar í Evrópu valda áfram gríðarlegri eyðileggingu. Íslendingur í Lundúnum segir borgarbúa uggandi, þeir búi sig undir það versta. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum

Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Viðvaranir hafa þegar tekið gildi í Bretlandi vegna ofsahita. Veðurfræðingur segir mikla hættu á ferð og að hitabylgjur verði tíðari á næstu árum. Norðurlandabúar gætu þurft að undirbúa sig sérstaklega. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Út að borða vopnaður sveðju og klæddur stunguvesti

Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglunnar. Meðal annars þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum, nokkrir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása.

Ánægðir íbúar á Djúpavogi - Algjör perla

„Staðurinn er algjör perla, hér er æðislegt að ala upp börn, það er allt gott við staðinn og samfélagið er einstakt.“ Hér er verið að vitna í ummæli nokkurra íbúa á Djúpavogi, sem Magnús Hlynur heimsótti.

Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni

Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir um að afnema refsingu aðeins fyrir ákveðinn hóp stórgallaðar og spyr hvort halda eigi fíklaskrá ríkisins. Sérfræðingur í skaðaminnkun segir tillöguna bakslag í baráttunni og telur hana á skjön við lög. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Leggja loksins ljós­leiðara í Vest­manna­eyjum

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband.

Ekki rétt að engar konur spili á um­deildum tón­leikum

Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast um að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst er að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá.

Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu

Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni.

Fiskur fyrir 16 milljónir á dag hjá G.RUN í Grundarfirði

Eitt glæsilegasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, G.RUN í Grundarfirði framleiðir fiskafurðir fyrir 16 milljónir króna á dag. Um 85 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1947.

Ó­kunnugt fólk skrái sig í­trekað til heimilis hjá honum

Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segir Úkraínuforseti frá því að öll úkraínska þjóðin syrgi hina fjögurra ára gömlu Lísu sem féll ásamt tuttugu og tveimur öðrum í eldflaugaárás Rússa á borgina Vinnytsia í gær. Hún var með downs og var nýkominn af talnámskeiði með móður sinni þegar eldflaug Rússa sprakk. Móðir hennar er mikið særð ásamt um hundrað öðrum.

Vill af­nema refsingu fyrir veikasta hópinn

Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna.

Á­kváðu að hafa sjúk­linga frekar á barna­deild en á gangi

Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur.

Stjörnu-Sæ­var leysir ráð­gátuna

Röntgensjónaukinn XI Calibur frá NASA sást á himni víðs vegar um land á miðvikudagskvöld og vakti mikla athygli hjá þeim sem hann sáu.

Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli

Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru.

„Við lokum á nýnasista og rasista“

Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi.

Hjúkrunar­fræðingar barna­deildar segja öryggi sjúk­linga ógnað

Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða.

Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mos­fells­bæ

Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets.

Vilja breyta aðalskipulagi til að fjölga lóðum í Hvammsvík um 25

Til stendur að fjölga lóðum í Hvammsvík í Kjósarhreppi um 25 en framkvæmdirnar kalla á breytingar á aðalskipulagi á svæðinu. Landeigendur eru Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air og móðir hans Anna Skúladóttir, í gegnum félagið Flúðir ehf.

Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt.

Sjö ára drengur bitinn af hundi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. 

Land­spítalinn standi nú á kross­götum

Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum.

Sjá næstu 50 fréttir