Fleiri fréttir

Harður á­rekstur í Voga­hverfi í nótt

Þónokkur erill hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Dælubílar slökkviliðsins fóru í fjögur útköll í nótt. Harður árekstur varð í Vogahverfi um fimmleitið í nótt. 

Ógnaði lög­reglu­mönnum með kylfu

Maður var í nótt handtekinn eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði gagnvart lögreglumönnum við störf. Maðurinn var með kylfa í fórum sínum. Hann var vistaður í fangageymslu og bíður skýrslutöku. 

Fimm­tíu klukku­stunda þol­raun þegar borið mikinn árangur

Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin.

Málið undir­striki að sam­fé­laginu stafi ógn af skipu­lagðri brota­starf­semi

Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. 

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun.

Fimm til við­bótar yfir­gefa landið á morgun

Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur.

Heppni að rjúpna­skytta slasaðist ekki degi fyrr

Ekkert símasamband var á Skagaströnd í þrjá klukkutíma í byrjun mánaðar. Íbúar á svæðinu hefðu ekki getað haft samband við Neyðarlínuna á meðan. Þingmaður Vinstri grænna segir að tryggja þurfi tvítengingu fjarskipta svo slíkt atvik komi ekki aftur fyrir. Rjúpnaskytta slasaðist alvarlega á svæðinu daginn eftir sambandsleysið

Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag

Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um lögregluaðgerð sem fram fór á Keflavíkurflugvelli í gær þegar tuttugu og tveimur meðlimum vélhjóla- og glæpasamtakanna Hells Angels var vísað frá landi. Lögregla hefur nú til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi og eru taldir tengjast samtökunum.

Vatn streymdi upp um gólfið

Enn er allt á floti í Síldarminjasafninu á Siglufirði, þar sem lak inn mikill vatnsflaumur í rigningarveðri í fyrrinótt. Slökkvilið Fjallabyggðar vinnur hörðum höndum að því að dæla út vatni, bæði út úr safnhúsi og út af safnlóðinni.

Öllum tuttugu og tveimur með­limum Hells Angels vísað frá landi

Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi.

Blaða­­menn Kjarnans vilja milljónir frá Páli

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. 

Akureyrarkirkja öðlast nýtt heiti

Sóknarnefnd Akureyrarkirkju samþykkti á fundi sínum í gær að formlegt heiti kirkjunnar yrði Akureyrarkirkja - kirkja Matthíasar Jochumssonar. Nafnabreytingin tók gildi samstundis. 

Féll niður tröppur við heimili sitt

Í gær barst lögreglu tilkynning um einstakling sem hafði fallið niður tröppur við heimili sitt í Laugardalnum. Sá var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. 

Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg

Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 

Draga þurfi lær­dóm af brott­flutningi fatlaðs manns

Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans.

Fylgt út eftir mótmæli í Laugardalshöll

Áhorfandi sem sagður er hafa stundað mótmæli í Laugardalshöll á landsleik Íslands og Georgíu í kvöld var vísað af vettvangi af öryggisgæslu hallarinnar.

„Hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja“

Þingmaður Pírata segir lögreglu forgangsraða tíma sínum rangt með því að eltast við fólk vegna neysluskammta. Húsleit sé íþyngjandi aðgerð sem lögregla beiti langt fram úr meðalhófi í slíkum málum. Aðgerðir lögreglu, sem gagnrýndar voru í vikunni, sýni brýna þörf á afglæpavæðingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem voru sendir til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Vegna úrræðaleysis í Grikklandi hefur hópur Íslendinga tekið á leigu íbúð fyrir fatlaðan mann og fjölskyldu hans sem var vísað úr landi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýja­bæ

Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 

Kennarar leigja í­búð fyrir fjöl­skylduna og halda námi systranna gangandi

Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi.

Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur

Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þjóðhagsspá, nagladekk og kaupæði Íslendinga á netinu verður til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan föstudaginn. 

Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega

Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi.

Gul viðvörun enn í gildi á Vestfjörðum

Veðurstofan segir að það verði áfram hvöss norðaustanátt norðvestantil á landinu og fer ekki að lægja fyrr en seinnipartinn, en annars staðar er mun hægari vindur í dag.

Fékk sársaukafyllsta sjúkdóm í heimi eftir efnabruna

Lífið tók U-beygju hjá ungri konu fyrr á þessu ári þegar hún greindist með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallaður hefur verið sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi. Þrátt fyrir gríðarlega mikil veikindi og miklar breytingar í lífinu lætur hún ekki deigan síga. Framtíðarplönin eru fleiri en áður eða líf með sjúkdómi og líf án hans. Allt geti gerst.

Ó­þolandi að stór hrunmál eyði­leggist vegna klúðurs

Vararíkissaksóknari segir það óþolandi að stór hrunmál sem sakfellt var í skuli nú eyðileggjast vegna klúðurs í kringum ólíka túlkun Hæstaréttar og endurupptökudóms á lögum. Embættið hafi þó ekki um að annað að velja en að fylgja fordæmi Hæstaréttar sem hefur nú vísað frá tveimur slíkum málum.

Bíllinn valt þrjár veltur á Reykja­nes­braut

Bíllinn sem valt á Reykjanesbraut við Sprengisand á níunda tímanum í kvöld valt minnst þrjár veltur. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er talið að þeir hafi slasast alvarlega.

Sjá næstu 50 fréttir