Þá tökum við stöðuna á hinni nýfrelsuðu Kherson-borg í Úkraínu, þar sem íbúar hafa fagnað ákaft eftir að Rússar hörfuðu frá borginni í gær. En þeir síðarnefndu skildu eftir sig sviðna jörð; rafmagns- og vatnslaust var í borginni þegar úkraínski herinn kom þangað í gær.
Þá sýnum við myndir frá flóðinu í Síldarminjasafninu á Siglufirði, ræðum við sendiherra Íslands í Bretlandi um nýjan veruleika eftir Brexit og hittum afreksmanninn Einar Hansberg í beinni útsendingu, sem verður þá nýlokinn við magnaða fimmtíu klukkustunda þrekraun í góðgerðarskyni. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á slaginu hálf sjö.