Fleiri fréttir

Segir fram­kvæmda­stjóra ÍSÍ ekki segja rétt frá

Emilía Rós Ómarsdóttir íþróttakona segir ÍSÍ reyna að afsala sér allri ábyrgð í hennar máli ef marka megi umfjöllun á vef Ríkisútvarpsins. Hún gagnrýnir orð stjórnenda ÍSÍ og segir að rétt skuli vera rétt.

Hvaða stórlið lenda saman í dag í Meistaradeild Evrópu?

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst innan tveggja vikna og klukkan 16 í dag verður dregið um það hvaða lið lenda saman í riðli. Ljóst er að Íslendinganna í FC Kaupmannahöfn bíður erfitt verkefni.

Ekkja Bryant fær 16 milljónir dala í miskabætur

Vanessa Bryant, ekkja körfuboltastjörnunnar Kobe Bryant fær 16 milljónir dollara í miskabætur vegna mynda sem viðbragðsaðilar tóku af slysstaðnum í kjölfar þyrluslyss sem Kobe og dóttir hjóna lentu í árið 2020.

Tindastóll semur við nýjan Kana

Tindastóll hefur tryggt sér þjónustu hins bandaríska Keyshawn Woods fyrir komandi átök í Subway-deild karla í körfubolta.

Craig Pedersen: Réðum illa við hæðina hjá þeim

Aggresívur varnarleikur spænska liðsins og tapaðir boltar urðu íslenska liðinu að falli að mati Craig Pedersen, þjálfara íslenska liðsins, þegar Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppni HM 2023 á útivelli í kvöld. 

Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni.

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík-Sel­foss 0-2| Annar sigur Selfyssinga í röð

Selfoss fór á HS Orku-völlinn í Keflavík og vann 0-2 sigur á Keflvíkingum. Brenna Lovera kom Selfossi yfir á þriðju mínútu. Íris Una Þórðardóttir bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik sem innsiglaði sigur gestanna.Þetta var annar sigur Selfyssinga í röð og Keflavík sogast nær fallsvæðinu eftir tap kvöldsins. 

Lyngby úr leik í danska bikarnum

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby eru úr leik í danska bikarnum eftir 2-0 tap á útivelli gegn Helsingør í dag.

Datt aldrei í hug að hún myndi spila fyrir West Ham eða verða fyrir­liði liðsins

„Það er fyrst og fremst heiður að vera valin fyrirliði félagsins og að finna traustið sem því fylgir. Ég er mjög spennt fyrir mínu nýja hlutverki, ég tel mig vera leiðtoga og mun enn vera ég sjálf og já, að er gríðarlegur heiður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, nýr fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United.

Fá króatískan ÍR-ing og Búlgara

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur tilkynnti í dag um liðsstyrk fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins sem leika í Subway-deildunum í vetur.

Eina til­boðið í Ron­aldo kom frá Sádi-Arabíu

Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu.

Sýkt vatn á hóteli eyðileggur fyrir íslenska landsliðinu

„Við náum alveg í lið, en þjálfarinn okkar bað okkur um að láta vita ef við sæjum ekki fram á að geta klárað leikinn,“ segir Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki. Matareitrun hefur herjað á liðið fyrir leikinn gegn heimakonum í Svartfjallalandi í dag.

Ten Hag tók refsinguna með leikmönnum United

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, refsaði sjálfum sér ásamt leikmönnum liðsins eftir slæmt tap fyrir Brentford þarsíðustu helgi. Eitthvað virðist leikmannahópur United hafa hrist sig saman þar sem sigur á Liverpool fylgdi á mánudagskvöld.

50 laxa dagar í Eystri Rangá

Eystri Rangá er að eiga gott sumar og veiðin í ánni er nokkuð jöfn þessa dagana en til að gera þetta ennþá skemmtilegra er nýr lax að ganga á hverjum degi.

Man. Utd gefst upp á að ná í De Jong

Tilraunum Manchester United til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá Barcelona er lokið, samkvæmt hinum virta miðli The Athletic.

Kærir Kyrgios fyrir meiðyrði: „Lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki“

Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið ákærður fyrir meiðyrði eftir að hann bað dómara í leik hans gegn Novak Djokovic í úrslitum Wimbeldon mótsins að láta fjarlægja konu úr áhorfendastúkunni. Kyrgios var orðinn þreyttur á sífellum hrópum í konunni og bað dómarann að láta fjarlægja „þessa sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki.“

Sjá næstu 50 fréttir