Eina tilboðið í Ronaldo kom frá Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 14:01 Stórlið Evrópu virðast hafa lítinn sem engan áhuga á að fá Cristiano Ronaldo í sinar raðir. Mike Hewitt/Getty Images Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu. Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Fyrr í sumar tilkynnti hinn 37 ára gamli Ronaldo að hann vildi yfirgefa Man United. Ástæðan var sú að félagið var ekki að sýna nægilegan metnað á leikmannamarkaðnum og svo er félagið ekki í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils liðsins og hóf tímabilið á bekknum gegn Brighton & Hove Albion. Hann kom inn af bekknum er sá leikur tapaðist og var svo í byrjunarliðinu er Man Utd beið afhroð gegn Brentford. Í sigrinum á Liverpool á mánudagskvöld var Ronaldo svo kominn aftur á bekkinn og miðað við frammistöðu fremstu manna í þeim leik má ætla að hann verði þar áfram. Ronaldo er einn albesti knattspyrnumaður fyrr og síðar en það er að nálgast endalok ferilsins. Krafturinn er ekki sá sami og áður og það virðist sem flest stórlið Evrópu séu þeirrar skoðunar. Ofan á það eru svo örfá lið sem hafa efni á launapakkanum sem Ronaldo krefst. Laurie Whitwell, sérstakur blaðamaður The Athletic um Man United, hefur nú staðfest að aðeins lið frá Sádi-Arabíu hafi boðið í Ronaldo í sumar. Var tilboðið upp á fleiri milljónir punda en hvort það var Man Utd sem hafnaði því eða Ronaldo sjálfur kemur ekki fram. Clubs across Europe would have jumped at the chance to sign Cristiano Ronaldo a few seasons ago But Manchester United have only received one firm offer for the Portuguese this summer - from a club in Saudi Arabia. #MUFC pic.twitter.com/wD7Hi2gl8M— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Whitwell hefur einnig staðfest að enska félagið sé enn á höttunum á eftir öðrum framherja og mögulega tveimur ef Ronaldo yfirgefur félagið fyrir gluggalok. Antony hjá Ajax hefur verið orðaður við Man United í allt sumar og má áætla að Ronaldo falli enn neðar í goggunarröðinni gangi Brasilíumaðurinn í raðir félagsins. Ronaldo hefði verið einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan en nú virðist öldin önnur. Sem stendur virðist bekkjarseta á Old Trafford bíða hans en mögulega kemur eitthvað gylliboð sem losar hann úr prísundinni. Leikmaðurinn hefur lofað að tjá sig um mánaðarmótin næstu er félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Það verður vægast sagt forvitnilegt að heyra hans hlið á málinu og hver plön hans séu ef hann verður enn leikmaður Man United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira