Tilboð PSG í Berglindi of gott til að hafna Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 09:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Belgíu á EM í sumar. Getty/Jan Kruger Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið seld frá Noregsmeisturum Brann til franska stórveldisins PSG. Brann staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag: „PSG kom með tilboð sem við gátum ekki hafnað. Því miður hefur hún ekki getað spilað eins mikið fyrir okkur og við vildum vegna meiðsla, en við óskum henni velfarnaðar,“ sagði Olli Harder, yfirþjálfari hjá Brann. PSG hefur verið í hópi bestu liða Evrópu undanfarin ár og verið eina liðið sem veitt hefur Lyon keppni í frönsku deildinni. PSG varð Frakklandsmeistari vorið 2021 en endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir samanlegt 5-3 tap gegn Lyon. Lykke til videre, Berglind!https://t.co/OM2HXbLo1v— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) August 24, 2022 Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Eins og Harder benti á spilaði hún ekki mikið fyrir Brann í sumar. Hún var aðeins í byrjunarliðinu í þremur deildarleikjum á tímabilinu. Berglind var aftur á móti aðalframherji Íslands á Evrópumótinu í Englandi í júlí og skoraði eitt mark, í 1-1 jafnteflinu gegn Belgum. Berglind snýr þar með aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk. Hún er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi 2. og 6. september, í síðustu leikjunum í undankeppni HM þar sem Ísland á möguleika á að vinna sér inn HM-sæti í fyrsta sinn. Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Brann staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag: „PSG kom með tilboð sem við gátum ekki hafnað. Því miður hefur hún ekki getað spilað eins mikið fyrir okkur og við vildum vegna meiðsla, en við óskum henni velfarnaðar,“ sagði Olli Harder, yfirþjálfari hjá Brann. PSG hefur verið í hópi bestu liða Evrópu undanfarin ár og verið eina liðið sem veitt hefur Lyon keppni í frönsku deildinni. PSG varð Frakklandsmeistari vorið 2021 en endaði í 2. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir samanlegt 5-3 tap gegn Lyon. Lykke til videre, Berglind!https://t.co/OM2HXbLo1v— SK Brann Kvinner (@skbrannkvinner) August 24, 2022 Berglind kom til Brann frá Hammarby í janúar og skrifaði undir samning sem gilda átti út árið 2023. Eins og Harder benti á spilaði hún ekki mikið fyrir Brann í sumar. Hún var aðeins í byrjunarliðinu í þremur deildarleikjum á tímabilinu. Berglind var aftur á móti aðalframherji Íslands á Evrópumótinu í Englandi í júlí og skoraði eitt mark, í 1-1 jafnteflinu gegn Belgum. Berglind snýr þar með aftur til Frakklands eftir að hafa spilað þar með Le Havre tímabilið 2020-21. Hun hefur einnig leikið á Ítalíu og í Hollandi sem atvinnumaður, en með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi auk þess að spila með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum. Berglind er þrítug og á að baki 66 A-landsleiki, og hefur skorað í þeim tólf mörk. Hún er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi 2. og 6. september, í síðustu leikjunum í undankeppni HM þar sem Ísland á möguleika á að vinna sér inn HM-sæti í fyrsta sinn.
Franski boltinn Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira