Kane sá um baráttuglaða Finna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 20:45 Þessi endaði þó ekki í netinu. Sebastian Frej/Getty Images England lagði Finnland 2-0 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Framherjinn Harry Kane var að leika sinn 100. A-landsleik fyrir England og gerði bæði mörkin, hann er því komin með 68 landsliðsmörk. Fyrir leik sagði Kane að Cristiano Ronaldo væri honum hvatning en Portúgalinn hefur skorað 901 mark á ótrúlegum ferli sínum. Kane sýndi að hann er ágætur í því sem hann gerir en það tók sinn tíma að brjóta ísinn á Wembley í kvöld. Kane skoraði fyrst á 22. mínútu en flaggið fór á loft. Skömmu áður hafði Finnland verið nálægt því að skora. Það gekk illa hjá heimamönnum að skapa sér færi og öll þau skot sem rötuðu á markið varði Lukas Hradecky, staðan því markalaus í hálfleik. Harry Kane is wearing gold boots to mark his 100th England game 🏴 pic.twitter.com/AY0U22slK8— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Í síðari hálfleik jókst sóknarþunginn og loks braut Kane ísinn á 57. mín þegar Finnland tapaði boltanum á eigin vallarhelming. Honum tókst að koma sér í skotstöðu umkringdur leikmönnum Finnlands en þrumaði boltanum í slá og inn frá vítateigslínunni. Frábært mark og staðan orðin 1-0 Englandi í vil. Það var svo þegar stundarfjórðungur var til leiksloka sem Kane gulltryggði sigurinn, aftur með þrumuskoti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Harry Kane for the England men's senior side:◉ Most goals scored ◉ Most goals at Wembley ◉ Most goals as captain ◉ Most penalties scored◉ Most goals in a single year◉ Most goals at major tournaments ◉ 1x World Cup Golden Boot◉ 1x EUROs Golden BootThe 10th… pic.twitter.com/Qsm6vX0Wu1— Squawka (@Squawka) September 10, 2024 England byrjar veru sína í B-deild því nokkuð vel en liðið lagði Írland, lærisveina Heimis Hallgrímssonar, 2-0 í fyrsta leik. England því með fullt hús stiga, fjögur mörk skoruð og núll fengin á sig þegar tveimur umferðum er lokið. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Fyrir leik sagði Kane að Cristiano Ronaldo væri honum hvatning en Portúgalinn hefur skorað 901 mark á ótrúlegum ferli sínum. Kane sýndi að hann er ágætur í því sem hann gerir en það tók sinn tíma að brjóta ísinn á Wembley í kvöld. Kane skoraði fyrst á 22. mínútu en flaggið fór á loft. Skömmu áður hafði Finnland verið nálægt því að skora. Það gekk illa hjá heimamönnum að skapa sér færi og öll þau skot sem rötuðu á markið varði Lukas Hradecky, staðan því markalaus í hálfleik. Harry Kane is wearing gold boots to mark his 100th England game 🏴 pic.twitter.com/AY0U22slK8— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Í síðari hálfleik jókst sóknarþunginn og loks braut Kane ísinn á 57. mín þegar Finnland tapaði boltanum á eigin vallarhelming. Honum tókst að koma sér í skotstöðu umkringdur leikmönnum Finnlands en þrumaði boltanum í slá og inn frá vítateigslínunni. Frábært mark og staðan orðin 1-0 Englandi í vil. Það var svo þegar stundarfjórðungur var til leiksloka sem Kane gulltryggði sigurinn, aftur með þrumuskoti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Harry Kane for the England men's senior side:◉ Most goals scored ◉ Most goals at Wembley ◉ Most goals as captain ◉ Most penalties scored◉ Most goals in a single year◉ Most goals at major tournaments ◉ 1x World Cup Golden Boot◉ 1x EUROs Golden BootThe 10th… pic.twitter.com/Qsm6vX0Wu1— Squawka (@Squawka) September 10, 2024 England byrjar veru sína í B-deild því nokkuð vel en liðið lagði Írland, lærisveina Heimis Hallgrímssonar, 2-0 í fyrsta leik. England því með fullt hús stiga, fjögur mörk skoruð og núll fengin á sig þegar tveimur umferðum er lokið.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira