Fleiri fréttir

Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen

Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu.

„Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“

„Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum.

Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum

Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti.

Jason Daði þarf að fara í að­gerð að loknu Ís­lands­mótinu

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, mætti til Guðmundar Benediktssonar í Stúkuna í kvöld eftir að titillinn var kominn í hús. Þar staðfesti hann að Jason Daði, vængmaður liðsins, hefði spilað meiddur stóran hluta Íslandsmótsins og þyrfti að fara í aðgerð eftir tímabilið.

Fagnaðar­læti Ís­lands­meistara Breiða­bliks: Myndir og myndbönd

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Liðið átti ekki leik en Víkingar, sem eru í öðru sæti, heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ. Víkingar urðu að vinna þar sem þeir voru eina liðið sem átti tölfræðilegan möguleika á að ná toppliðinu. Það tókst ekki og því er Breiðablik Íslandsmeistari þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni.

Breiða­blik Ís­lands­­meistari karla í fót­bolta árið 2022

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Stjarnan og Víkingur, Íslandsmeistarar síðasta árs, áttust við í Garðabæ en gestirnir voru fyrir leik kvöldsins eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliðinu. Það fór svo að Stjarnan vann 2-1 sigur sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022.

Lazio ekki í vand­ræðum með Fiorentina

Einn leikur fór fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta, í kvöld. Lazio vann öruggan 4-0 sigur á Fiorentina og heldur þar með góðu gengi sínu áfram.

„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“

Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik.

Hermann: Karakterinn í klefanum náði í þessi stig

„Þetta var mikilvægt, það er gott að byrja þetta svona vel með tveimur heimaleikjum og tveimur sigrum. Við erum kampakátir,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir góðan sigur á Keflavík í Bestu deild karla í dag en sigurinn færir Eyjamönnum skrefi nær sæti í deildinni að ári.

Donni inn fyrir Ómar Inga

Kristján Örn Kristjánsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM síðar í þessum mánuði.

„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“

„Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar.

Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal

Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

„Ekki skynjað mikið havarí“

Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag.

Steve Bruce rekinn frá WBA

Steve Bruce hefur stýrt sínum síðasta leik hjá West Bromwich Albion en enska b-deildarliðið ákvað að segja knattspyrnustjóranum upp störfum í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir