Fleiri fréttir

Arnór tekur slaginn með uppeldisfélaginu

Arnór Smárason verður með ÍA í baráttunni næsta sumar um að endurheimta sætið í Bestu deildinni í fótbolta. Hann mun því 34 ára gamall spila í fyrsta sinn fyrir meistaraflokk uppeldisfélags síns.

Velska landsliðið vill skipta um nafn

Wales verður meðal þeirra 32 þjóða sem keppa um heimsmeistaratitilinn í fótbolta í Katar seinna í þessum mánuði. Það gæti aftur á móti verið nafnabreyting á leiðinni á velska landsliðinu.

Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum

Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir.

Segir Árna hafa áreitt fleiri stúlkur og þverbrotið siðareglur

Þjálfarinn Árni Eggert Harðarson þverbraut siðareglur íþróttahreyfingarinnar með samskiptum sínum við körfuboltastúlkur undir lögaldri. Samskiptin voru við fleiri stúlkur en hann hefur sjálfur látið uppi og átti hann ætíð sjálfur frumkvæðið að þeim.

„Fram­tíð Lakers eftir LeBron er ekki fögur sjón“

Nei eða já í Lögmál leiksins er fastur liður á Stöð 2 Sport 2 þegar NBA tímabilið er í gangi. Þessi stórskemmtilegi liður var á sínum stað í þættinum sem sýndur var í gærkvöld. Þar var yfir stöðu mála hjá Los Angeles Lakers, Steve Nash vs. Doc Rivers, stöðuna hjá Miami Heat og skipti Donovan Mitchell frá Utah Jazz til Cleveland Cavaliers.

Segir bar­áttu­andann enn til staðar og fór svo að tala um launa­seðilinn sinn

„Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram

Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals.  Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Jón Axel á förum frá Grinda­vík

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið til Ítalíu á tímabundnum samningi. Hann samdi nýverið við uppeldisfélag sitt Grindavík en mun ekki klára tímabilið með liðinu í Subway deild karla í körfubolta.

Ekkert vesen á meisturum Rosengård

Guðrún Arnardóttir stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård unnu öruggan 3-0 sigur á Djurgården í kvöld í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta.

Bakslag hjá Pogba sem missir af HM

Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba var í kapphlaupi við tímann um að ná HM í fótbolta sem hefst þann 20. nóvember næstkomandi. Nú er ljóst að hann hefur tapað kapphlaupinu og getur ekki hjálpað þjóð sinni að verja titilinn sem vannst sumarið 2018 í Rússlandi.

María aftur með eftir versta símtal ævinnar

María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið í fótbolta eftir að hafa ekki verið valin í fyrstu landsleikina undir stjórn nýja þjálfarans Hege Riise, sem tók við liðinu eftir vonbrigðin á EM í sumar.

Guðmundur yfir í Garðabæinn

Guðmundur Kristjánsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá FH en Garðabæjarfélagið tilkynnti um komu Guðmundar með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Nýr samningur um Laxá í Mý hjá SVFR

Laxá í Mývatnssveit og Laxárdalurinn eru líklega án vafa ein bestu urriðasvæði í heiminum en hróður þeirra hefur farið víða og erlendum veiðimönnum þar á bara eftir fjölga.

Sjá næstu 50 fréttir