Fleiri fréttir

Button: Finnst að okkar tími sé að koma

Jenson Button varð í öðru sæti í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili á eftir Sebastian Vettel. Hann telur að ef McLaren liðið bætir sig aðeins fyrir næsta ár þá geti liðið barist um fleiri sigra en í ár. Fyrstu æfingar Formúlu 1 liða fyrir næsta keppnistímabil verða í febrúar á Spáni.

Ancelotti að taka við Paris Saint-Germain

Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Chelsea, er búinn að finna sér nýtt starf samkvæmt fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að Ancelotti sé að taka við liði Paris Saint-Germain. PSG ætlar sér stóra hluti í framtíðinni enda enginn skortur á peningum hjá nýjum eigendum félagsins.

Stelpurnar okkar enda árið í fimmtánda sætinu á heimslistanum

Íslenska kvennalandsliðið situr í 15. sæti styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og er liðið í sama sæti og á síðasta lista. Bandaríkin tróna á toppi listans og Þjóðverjar koma í humátt á eftir en Japan er í fyrsta sinn komið inn á topp þrjú.

Andres Iniesta meiddist - frá í fimmtán daga

Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta meiddist í 9-0 stórsigri Barcelona á Hospitalet í Konungsbikarnum í gærkvöldi en það fór betur á en horfist og leikmaðurinn verður líklega ekki lengur frá en í fimmtán daga.

Van der Vaart enn á ný tognaður aftan í læri

Hollendingurinn Rafael van der Vaart getur ekki spilað með Tottenham í jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann tognaði aftan í læri í jafnteflinu á móti Chelsea í gær.

Yaya Touré valinn besti knattspyrnumaður Afríku 2011

Yaya Touré, leikmaður Manchester City, hefur verið útnefndur besti knattspyrnumaður Afríku fyrir árið 2011 en hann hefur verið mikilvægur í uppkomu City-liðsins síðan að hann kom frá Barcelona.

Paul McGrath: Liverpool leikmennirnir ættu að skammast sín

Paul McGrath, fyrrum varnarmaður Manchester United, er allt annað en hrifinn af þeirri ákvörðun leikmanna (og stjóra) Liverpool að hita upp í bolum merktum Luis Suárez til þess að sýna stuðning sinn við Úrúgvæmanninn í verki.

Meiðsli Phil Jones ekki alvarleg

Phil Jones er ekki kjálkabrotinn og verður því líklega ekki jafn lengi frá og í fyrstu var óttast eftir meiðsli hans í leik Manchester United og Fulham í gær.

LeBron James er ekki lengur óvinsælasti leikmaðurinn í NBA

LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu.

Barcelona skoraði níu gegn L'Hospitalet

Stórlið Barcelona sýndi klærnar gegn neðrideildarliðinu L'Hospitalet með 9-0 sigri í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

Villas-Boas: Chelsea átti skilið að vinna

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sínir menn hefðu átt skilið að fá öll þrjú stigin úr viðureign sinni gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld.

Af hverju vill Juventus halda Herði? - hér er ein ástæðan

Ítalska stórliðið Juventus er búið að semja við Fram um kaup á hinum átján ára gamla Herði Björgvini Magnússyni sem hefur verið á láni hjá félaginu undanfarið ár. Hörður Björgvin hefur lítið spilað með Fram í Pepsi-deildinni en er að standa sig vel á Ítalíu.

Rúnar með fjögur í tapi Bergischer

Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer HC sem tapaði í kvöld fyrir Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 23-22.

Atletico Madrid rak þjálfarann

Gregorio Manzano hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu Atletico Madrid.

Helena kvaddi árið með flottum leik

Helena Sverrisdóttir lék vel með Good Angels Kosice þegar liðið vann 91-57 sigur á Dannax Sport Kosice í slóvösku deildinni í gær en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir jólafrí.

Eusebio eyðir líklega jólunum á sjúkrahúsi

Knattspyrnugoðsögnin Eusebio mun væntanlega þurfa að eyða jólunum á sjúkrahúsi í Lissabon en það þurfti að leggja hann í gær vegna slæmrar lungnabólgu. Eusebio er ekki í lífshættu en læknar vonast til þess að hann nái sér að fullu.

Pepe Reina: Það er búið að krossfesta Luis Suarez

Pepe Reina, markvörður Liverpool, er einn af þeim sem hefur komið Luis Suarez til varnar eftir að leikmaðurinn var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra leikmanni Manchester United.

Villas-Boas staðfestir áhuga sinn á Cahill

André Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á því að kaupa Bolton-manninn Gary Cahill þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði.

Gylfi og félagar heppnir í bikarnum - mæta Greuther Furth

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Hoffenheim höfðu heppnina með sér í dag þegar dregið var í átta liða úrslit þýska bikarsins því þeir sluppu við sterk lið eins og Bayern München, Borussia Dortmund og Borussia Monchengladbach.

Mancini: Mjög ánægður með að vera á toppnum um jólin

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, getur verið ánægður með sína menn á heimavelli á árinu 2011. Liðið hefur unnið 17 deildarleiki, gert jafntefli og hefur ekki tapað einum einasta leik í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli á þessu ári.

Sigurður Ragnar fundar með stelpunum um jólin

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur boðað 40 leikmenn til fundar á milli jóla og nýárs. Framundan er spennandi ár hjá íslenska kvennalandsliðinu en fyrsta verkefnið er hið geysisterka Algarve mót sem hefst í lok febrúar. Þetta kemur fram á KSÍ.

Ólafur fer ekki á EM - Guðmundur búinn að velja 21 manna hóp

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 21 leikmann til undirbúnings fyrir EM í Serbíu og landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er ekki í þessum hópi. Þar með er ljóst að Ólafur verður ekki með og missir því af sínu fyrsta stórmótið síðan 1993.

Raikkönen: Býst við að fólk hafi saknað mín!

Kimi Raikkönen mætir aftur til keppni í Formúlu 1 á næsta ári, eftir tveggja ára hlé frá íþróttinni. Hann var látinn hætta hjá Ferrari í lok ársins 2009 og Fernando Alonso tók sæti hans fyrir keppnistímabilið 2010. Raikkönen mun keppa með Lotus Renault liðinu á næsta ári og gerði tveggja ára samning við Renault eins og liðið heitir í dag, en nafni liðsins verður breytt á næsta tímabili með samþykki FIA.

Wenger: Van Persie á eftir metinu hans Shearer

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hollenski framherjinn Robin Van Persie sé ólmur í að spila alla leikina sem eru eftir af árinu til þess að reyna við markamet Alan Shearer.

Myrhol: Hef afgreitt krabbann úr mínu lífi

Norðmaðurinn Bjarte Myrhol greindist með krabbamein í eistum fyrir aðeins fimm mánuðum. Engu að síður er hann byrjaður að spila handbolta í þýsku úrvalsdeildinni og hefur sagt skilið við veikindin.

Hallbera Guðný spilar í Svíþjóð næsta sumar

Hallbera Guðný Gísladóttir hefur fengið tilboð frá þremur liðum í sænsku úrvalsdeildinni og ætlar að taka næstu vikuna til að fara yfir þau. Hún á von á því að taka ákvörðun fyrir áramót og segir að það liggi nokkuð ljóst fyrir að hún sé á leið frá Val.

Alfreð og Kiel í sögubækurnar

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu auðveldan sigur á botnliði Eintracht Hildesheim í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 31-22. Sigurinn kom ekki á óvart en hann var engu að síður sögulegur.

Eggert verður fjórtándi Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni

Eggert Gunnþór Jónsson er búinn að gera þriggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Wolves og mun ganga til liðs við félagið þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 1. janúar 2012. Eggert er sá fjórtándi sem fær að reyna sig í bestu deild

Jones í myndatöku á morgun | Young frá í 2-3 vikur

Ekki er víst að Phil Jones sé kjálkabrotinn eins og fullyrt hefur verið í enskum fjölmiðlum í kvöld. Jones þurfti að fara meiddur af velli í 5-0 sigri Manchester United á Fulham en Alex Ferguson, stjóri United, segir að hann muni fara í myndatöku á morgun.

Leikmenn Liverpool sýndu stuðning sinn í verki

Leikmenn Liverpool sendu frá sér yfirlýsingu og klæddust sérstökum bolum til stuðnings við Luis Suarez, sem var í gær dæmdur í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu.

Sjá næstu 50 fréttir