Fleiri fréttir

Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega

Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag.

Ótrúlegt gengi Liverpool á enda

Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld.

„Þeir gerðu það sem þeir vildu“

Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum.

Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur

Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum.

Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu

Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil.

Alonso bjargaði stigi fyrir Chelsea | Jóhann Berg frá vegna meiðsla

Marcos Alonso, vinstri bakvörður Chelsea, reyndist hetja liðsins er liðið náði aðeins 2-2 jafntefli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann West Ham United 3-1 sigur á Southampton á meðan Newcastle United og Burnley gerðu markalaust jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki í dag en hann er frá vegna meiðsla.

Victor lagði upp í sigri Darmstadt

Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp annað mark Darmstadt í 2-0 sigri á Heidenheim í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Darmstadt er í 6. sæti deildarinnar.

Rúnar Már landaði Ofurbikarnum með Astana | Dramatík í Rússlandi

Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn í liði Astana er liðið vann Ofurbikarinn í Kazakhstan. Þá voru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson í byrjunarliði CSKA Moskvu sem náði dramatísku jafntefli á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

EM 2020 í hættu

Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu.

Laporte frá í mánuð

Aymeric Laporte, miðvörður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, verður frá næsta mánuðinn eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Real Madrid í vikunni.

Nýliðar Gróttu semja við tvo leikmenn

Grótta samdi við tvo leikmenn í gær og munu þeir leika með liðinu er Seltirningar taka í fyrsta sinn þátt í efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar.

Mane vissi ekki að leikmenn myndu fá medalíur

Sadio Mane verður bráðum Englandsmeistari með Liverpool og hefur viðurkennt að hann hafði ekki hugmynd um að þá myndi hann fá gullmedalíu eins einkennilegt og það nú er.

Aron skoraði í sigri Saint-Gilloise

Aron Sigurðarson skoraði sitt þriðja mark í treyju Saint-Gilloise er liðið vann Westerlo 3-1 í belgísku B-deildinni í kvöld. Kolbeinn Þórðarson lék þá 75 mínútur í markalausu jafntefli Lommel gegn Roeselare.

Sjáðu mörkin er Breiðablik valtaði yfir ÍA

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna í fréttinni. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals.

Hræringar í Árbænum

Það er mikið um að vera hjá knattspyrnudeild Fylkis þessa dagana en Ari Leifsson er á leið í atvinnumennsku og þá staðfesti félagið komu Djair Parfitt-William í dag em sá kemur frá Slóveníu eftir að hafa verið alinn upp á Englandi en er með vegabréf frá Bermúda.

Óvíst hvort Martial verði með gegn Everton

Anthony Martial, franski sóknarmaður Manchester United, missir eflaust af heimsókn Manchester United á Goodison Park á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í vikunni.

Frankfurt örugglega áfram í Evrópudeildinni

Eintracht Frankfurt fór nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Salzburg í kvöld. Frankfurt vann fyrri leik liðanna 4-1.

Sjá næstu 50 fréttir