Dortmund kom til baka á meðan AC Milan og Chelsea unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. september 2024 21:37 Dortmund kom til baka í kvöld. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Borussia Dortmund kom til baka í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir að lenda 0-2 undir á heimavelli. Karlalið París Saint-Germain vann þá í efstu deild Frakklands á meðan Chelsea skoraði sjö í efstu deild kvenna á Englandi. Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira