Fleiri fréttir

Ó­vissa með fram­tíð Lingard

Knattspyrnumaðurinn Jesse Lingard stóð sig frábærlega eftir að hann var lánaður til West Ham United í janúar síðastliðnum. Hann er í dag leikmaður Manchester United en forráðamenn liðsins virðast ekki vita hvað þeir eigi að gera við leikmanninn.

Rashford gæti misst af fyrstu tveim mánuðum úrvalsdeildarinnar

Marcus Rashford, framherji Manchester United, gæti verið frá fram í lok október vegna meiðsla og þar af leiðandi myndi hann missa af fyrstu tveim mánuðum næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Rashford er á leiðinni í aðgerð á öxl.

Varane færist nær United

Varnarmaðurinn Raphael Varane og Manchester United hafa átt í samningaviðræðum undanfarnar vikur og nú segir Manchester Evening News að aðilarnir séu að ná saman.

Nuno Tavares til Arsenal

Arsenal staðfesti í morgun kaup á portúgalska bakverðinum Nuno Tavares. Tavares er 21 árs og á að veita Kieran Tierney samkeppni um vinsti bakvarðarstöðuna.

Giroud á leið til AC Milan

Olivier Giroud er á leið til AC Milan á Ítalíu samkvæmt heimildum Sky þar í landi. Giroud er 34 ára framherji sem hefur spilað með Chelsea frá árinu 2018.

Frá Barcelona til Leeds United

Enska knattspyrnufélagið hefur fest kaup á Junior Firpo, 24 ára gömlum vinstri bakverði, frá Barcelona. Skrifar hann undir fjögurra ára samning.

Leggja allt kapp á að halda Harry Kane

Fabio Paratici, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur, segir félagið leggja allt kapp á að helda enska landsliðsframherjanum Harry Kane innan sinna raða.

Vieira mættur aftur í enska boltann

Patrick Vieira hefur verið ráðinn þjálfari Crystal Palace en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lundúnarliðið.

Leicester fær markahrók frá Sambíu

Leicester hefur gengið frá kaupum á Patson Daka, framherja Red Bull Salzburg, en kaupverðið er sagt nema 23 milljónum punda eða jafnvirði tæplega fjögurra milljarða króna.

Benítez nýr stjóri Gylfa

Rafael Benítez er snúinn aftur til Liverpool-borgar og hefur samið um að verða knattspyrnustjóri Everton næstu þrjú árin.

Þjálfari Gló­dísar Perlu tekur við Arsenal

Kvennalið Arsenal hefur tilkynnt Jonas Eidevall sem nýjan þjálfara liðsins. Hann hefur stýrt liði Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár en landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir spilar með liðinu.

Tottenham sækist eftir Gattuso

Gennaro Gattuso er orðaður við stjórastöðuna hjá Tottenham eftir að viðræður félagsins við Paulo Fonseca sigldu í strand. Gattuso yfirgaf Fiorentina fyrr í dag eftir aðeins 23 daga í starfi.

Benítez gæti orðið næsti stjóri Gylfa

Til greina kemur að Rafael Benítez, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, verði næsti stjóri Everton. Nuno Espirito Santo er þó talinn líklegastur til að taka við starfinu.

Gary Neville telur Liverpool hafa gert stór mistök

Georginio Wijnaldum minnti á sig í sigri Hollendinga á Evrópumótinu í gærkvöldi með því að skora fyrsta markið í 3-2 sigri á Úkraínu. Wijnaldum hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og ein orðhvöt Manchester United goðsögn er á því að Liverpool liðið eigi eftir að sakna hollenska miðjumannsins mikið á næstu leiktíð.

Sjá næstu 50 fréttir