Enski boltinn

Væri ekki á móti því að fá Griezmann til City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Griezmann í leik með Barcelona síðasta vetur.
Griezmann í leik með Barcelona síðasta vetur. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Ferran Torres, vængmaður Manchester City, hefði ekkert á móti því að fá Antoine Griezmann til félagsins.

Hinn þrítugi Griezmann hefur verið orðaður burt frá Barcelona þar sem ekki hefur gengið sem skildi.

City er í leit af sóknarþenkjandi mönnum eftir að félagið missti Sergio Aguero og Torres væri til í Griezmann.

„Hann er frábær leikmaður. Auðvitað er hann í Barcelona en við munum sjá hvað gerist,“ sagði Torres.

„Ég veit ekki hvort að Pep hafi talað við hann. City er eitt besta lið í heim og vilja bestu leikmennina til að vinna allt.“

„Ef hann kemur þá væri það fínt en annars munum við bara halda áfram,“ sagði Torres í samtali við Marca.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×