Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 93-92

Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin.

Fundað aftur í NBA-deilunni í dag

Svo virðist sem að vonarglæta hafi kviknað um að verkbann NBA-deildarinnar verði senn á enda en aðilar funduðu lengi í gær og munu aftur hittast í dag. Tilboði David Stern, framkvæmdarstjóra deildarinnar, var þó hafnað af leikmönnum.

76 prósent Bandaríkjamanna sakna ekki NBA-deildarinnar

Í dag er að margra mati úrslitdagur í NBA-deilunni eftir að David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, setti leikmannasamtökunum afarkosti um að taka nýjasta tilboði eigendanna því annars yrði næsta tilboð mun óhagstæðara fyrir þá.

Kobe óttast kjarnorkuvetur í NBA-deildinni

Kobe Bryant hefur verið að blanda sér í NBA-deiluna að undanförnu eftir að hafa haldið sér til hlés fyrstu 130 dagana í deilunni en það þykir mörgum benda til alvarleika stöðunnar.

Pétur hættur með Hauka

Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka í Iceland Express-deild karla, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu hjá félaginu.

Karfan.is valdi Marvin bestan í fimmtu umferðinni

Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson var valinn Gatorade-leikmaður fimmtu umferðar í Iceland Express deild karla en eftir hverja umferð verðlaunar körfuboltavefsíðan karfan.is leikmann fyrir bestu frammistöðuna.

David Stern: Það er frábært tilboð á borðinu

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, setti leikmönnum um helgina afarkosti í deilu sinni við eigendur félaganna en þeir fá aðeins frest til morgundagsins til að samþykkja nýjasta tilboðið. Leikmannsamtökin tóku strax illa í tilboðið og það fór ekki síst illa í þá að vera settir upp að vegg.

Naumur sigur Snæfellinga - myndir

Snæfell tók í gær stórt skref í átt að undanúrslitum Lengjubikarkeppni karla eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í gær, 95-94.

Njarðvík lagði Keflavík - öll úrslit kvöldsins

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. KR og Þór Þorlákshöfn unnu sigra í sínum leikjum en mest kom þó á óvart sigur Njarðvíkinga á grönnum sínum í Keflavík.

Stórt kvöld í Lengjubikarnum - bæði Reykjavíkur- og Reykjanesbæjarslagur

Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvölsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni.

Strákarnir skora lítið í spænska körfuboltanum

Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson hafa ekki verið að skora mikið með liðum sínum í spænsku úrvaldeildinni að undanförnu og þeir voru aðeins með tvö stig samanlagt um helgina.

KR-stúlkur á siglingu - myndir

Kvennalið KR er hreinlega óstöðvandi þessa dagana og vann enn einn leikinn í gær. KR hefur ekki enn tapað leik í Iceland Express-deild kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 79-59

KR vann öruggan sigur á Val í Iceland Express deild kvenna í Vesturbænum í dag. Eftir nokkuð jafnan fyrsta fjórðung sigu heimakonur fram úr og unnu að lokum sannfærandi sigur, 79-59.

IE-deild kvenna: Keflavík á toppinn

Keflavík komst í toppsæti Iceland Express-deildar kvenna í dag er það lagði Hauka af velli á Ásvöllum í dag. Njarðvík vann síðan heimasigur á Snæfelli.

NBA-leikmaður fluttur heim til mömmu og pabba til að spara pening

Andy Rautins, bakvörður NBA-liðsins New York Knicks, hefur orðið að flytja heim til foreldra sinna til þess að spara pening á meðan NBA-verkfallinu stendur. Rautins sem er 25 ára gamall fékk aftur sitt gamla herbergi og kann vel við matinn hennar mömmu sinnar.

Hverjir skoruðu mest í körfunni í kvöld? - öll úrslit kvöldsins

Það var nóg af körfubolta í kvöld. Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla og þar með lauk fimmtu umferðinni. Að auki voru spilaðir fjórir leikir í 1. deild karla. Vísir hefur tekið saman öll úrslit og stigaskor leikmanna í leikjum kvöldsins.

Haukarnir unnu sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni

Haukar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Expreess deild karla í vetur þegar þeir unnu 78-73 sigur á Fjölni á Ásvöllum í kvöld. Fjölnismenn voru búnir að vinna tvo deildarleiki í röð fyrir leikinn en Haukarnir voru hinsvegar búnir að tapa fyrstu fjórum deildarleikjum sínum.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Stjarnan 86-97

Stjörnumenn stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu nýliða Þórsara í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur, 97-86, í í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í vetur í leiknum á undan en er komið aftur á sigurbraut.

Bartolotta snéri aftur og ÍR-ingar unnu á Króknum

James Bartolotta snéri aftur í lið ÍR eftir nefbrotið fræga og hjálpaði sínum mönnum að vinna ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Síkinu á Sauðárkróki í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld.

Grindvíkingar með fimm sigra í fimm leikjum - myndir

Grindvíkingar eru áfram einir á toppnum í Iceland Express deild karla eftir 83-73 sigur á nýliðum Vals í Vodfone-höllinni í gærkvöldi. Grindavíkurliðið er búið að vinna fimm fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu.

Leikur KR og Keflavíkur í heild sinni á Vísir

Íslandsmeistaralið KR sigraði Keflavík með minnsta mun, 74-73, í miklum spennuleik í Iceland Express deild karla í körfuknatteik í kvöld. Leikurinn var í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshlutanum á Vísir en lokakafli leiksins var æsispennandi. Valtýr Björn Valtýsson lýsti leiknum en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá körfuboltaleik á íþróttahluta Vísis.

Ekkert gengur hjá Loga og félögum í Solna

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings þurftu að sætta sig við 87-95 tap á heimavelli á móti Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Hreggviður: Þetta má bara í NBA-deildinni

Hreggviður Magnússon sagði að David Tairu hafi litið út eins og eitt stórt spurningamerki í framan þegar hann bað um leikhlé í opnu spili í leik KR og Keflavíkur í kvöld.

Helena og félagar unnu á Ítalíu í kvöld

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Good Angeles Kosice unnu fimm stiga útisigur á ítalska liðinu CB Taranto, 61-56, í Meistaradeild Evrópu (Euroleague) í kvöld.

Fyrsti sigurinn hjá Hamarsstúlkum - unnu Fjölni í Hveragerði

Hamar vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild kvenna þegar liðið vann 18 stiga sigur á spútnikliði Fjölnis, 87-69. Hamar hafði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum en Fjölni vann bæði Hauka og Keflavík í fyrstu fjórum umferðunum.

Sundsvall missti toppsætið og Jämtland tapaði líka

Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Jämtland Basket töpuðu bæði sínum leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundvall tapaði toppslagnum á móti Norrköping Dolphins og missti fyrir vikið toppsætið til Háhyrninganna.

Sjá næstu 50 fréttir