Beckham sárnar hvernig fólk lítur á ferilinn hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 12:31 David Beckham í búningsklefanum á gamla Wembley eftir að Manchester United vann Newcastle United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar vorið 1999. getty/John Peters David Beckham viðurkennir að honum sárni að fólk líti frekar á hann sem stjörnu en fótboltamann. Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United. Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United.
Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira