Fleiri fréttir

KR-ingar fyrstu bikarmeistararnir í fjögur ár sem komast í 8 liða úrslit

Íslands- og bikarmeistarar KR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í gær með því að vinna 81-76 sigur á Grindavík í stórskemmtilegum og spennandi leik í DHL-höllinni. KR-ingar enduðu þar með fjögurra ára bið eftir því að bikarmeistarar ársins á undan kæmust í gegn tvær fyrstu umferðir bikarsins.

KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin

Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni.

LeBron og Kobe bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni

LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en þar er verið að tala um frammistöðu leikmanna í leikjum frá 2. til 8. janúar.

NBA: Philadelphia 76ers búið að vinna fimm leiki í röð

Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli.

KR áfram eftir nauman sigur - myndir

Nýju útlendingarnir í KR reyndust liðinu vel í gærkvöldi er liðið komst áfram í fjórðungsúrslit Poewarde-bikarkeppninnar í körfubolta með sigri á Grindavík, 81-76.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 81-76

KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram.

Hvað gera nýju KR-ingarnir á móti Grindvíkingum í kvöld?

Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR og Grindavík mætast í sextán liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Þarna mætast liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra en KR hafði þá betur og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Helena bikarmeistari með Good Angels Kosice

Helena Sverrisdóttir varð í gær slóvakískur bikarmeistari með Good Angels Kosice eftir að liðið vann öruggan 79-36 sigur á ZBK Whirlpool Poprad í úrslitaleiknum.

NBA: Thunder fyrsta liðið til að vinna þrjú kvöld í röð | Lakers vann

Oklahoma City Thunder varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni í vetur sem nær því að vinna leik þrjú kvöld í röð en Thunder vann þá 108-96 sigur á San Antonio Spurs. Los Angeles Lakers hélt áfram góðu gengi sínu á heimavelli og Ricky Rubio er að slá í gegn hjá Minnesota Timberwolves.

Tap hjá Íslendingaliðunum á Spáni

Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og tók 2 fráköst er lið hans, CAI Zaragoza, tapaði á útivelli, 77-64, gegn Cajasol Banca Civica í spænsku úrvalsdeildinni.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 68-73

Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar.

Atlanta stöðvar öll stórliðin

Atlanta Hawks heldur áfram að koma skemmtilega á óvart í NBA-deildinni. Í nótt batt liðið enda á sex leikja sigurgöngu Chicago en Atlanta var einnig fyrsta liðið til þess að vinna Miami í vetur.

Njarðvíkurkempur stóðu í Fjölni

Gamlar Njarðvíkurkempur voru ekki fjarri því að slá úrvalsdeildarlið Fjölnis úr Powerade-bikarnum í dag. Fjölnir marði átta stiga sigur, 80-72, á heimavelli.

Kobe fór á kostum í sigri Lakers

Kobe Bryant fór á kostum í liði LA Lakers í nótt er það vann sjö stiga sigur, 97-90, á Golden State. Bryant skoraði 39 stig og gaf 7 stoðsendingar í leiknum.

Sextán stig frá Loga ekki nóg fyrir Solna í kvöld

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings töpuðu í kvöld með 12 stigum, 85-97, á móti Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en þetta var níunda tap Solna í ellefu útileikjum á tímabilinu. Solna Vikings er áfram í 8. sæti deildarinnar en Norrköping-liðið fór upp í 4. sætið.

Bosh kláraði Atlanta í þríframlengdum leik

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og er óhætt að segja að viðureign Atlanta Hawks og Miami Heat hafi staðið upp úr. Stjörnurnar úr Miami náðu að knýja fram sigur eftir þrjár framlengingar, 109:116. Chris Bosh fór fyrir Miami liðinu, en þeir LeBron James og Dwayne Wade, voru ekki með vegna meiðsla. Bosh setti niður 33 stig og tók 14 fráköst. Stigahæstur fyrir Atlanta var Joe Johnson með 20 stig.

Snæfell missti næstum því frá sér unninn leik en vann í framlengingu

Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en Snæfellsliðið náði með því að enda fjögurra leikja taphrinu sínu. Snæfell var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum.

Justin tryggði Stjörnunni dramatískan sigur í Grafarvogi

Justin Shouse var hetja Stjörnumanna í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok þegar Garðabæingar unnu Fjölni 78-77. Stjarnan var ellefu stigum undir þegar aðeins tæpar sjö mínútur voru eftir en vann lokakafla leiksins 18-6.

Jakob í 3. sæti | Fyrsti körfuboltamaðurinn í 30 ár sem kemst á topp 3

Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð í þriðja sæti í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna en knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2011. Jakob fékk 68 stigum minna en Heiðar og 38 stigum minna en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í 2. sæti.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 73-63

Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík.

Pavel með þrefalda tvennu í öruggum sigri Sundsvall

Sundsvall Dragons átti ekki í miklum vandræðum með Jämtland Basket í Íslendingaslagnum í sænska körfuboltanum í kvöld. Sundsvall vann leikinn með 29 stigum, 107-78, eftir að hafa verið frumkvæðið allan leikinn. Sundsvall var þarna að vinna sinn sjötta heimaleik í röð en Drekarnir eru búnir að vinna 10 af 11 leikjum sínum í Sundsvall í vetur.

Liðin í Stjörnuleik KKÍ tilkynnt

Það styttist í að Stjörnuleikur KKÍ fari fram og í dag voru tilkynnt byrjunarlið leiksins en körfuboltaáhugamenn kusu liðin sjálfir á vef KKÍ. Alls tóku 2.200 manns þátt í kjörinu

NBA: Miami og Dallas á sigurbraut

Indiana Pacers réð ekkert við LeBron James í nótt er Miami Heat vann öruggan sigur á Pacers. James skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami sem hefur aðeins tapað einum leik það sem af er vetri. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Heat.

Valskonur unnu í Hólminum | Úrslitin í kvennakörfunni í kvöld

Keflavík og Njarðvík bættu stöðu sína í tveimur efstu sætunum Iceland Express deildar kvenna í kvöld og KR komst upp í 3. sætið eftir átta sigur á Hamar í Hveragerði. Valskonur ætla að byrja árið vel því þær fóru í Stykkishólm og unnu 15 stiga sigur á Snæfell.

Kobe sjóðheitur | Bulls marði Atlanta

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann skoraði 37 stig í sigurleik gegn Houston í NBA-deildinni í nótt. Andrew Bynum einnig með stórleik en hann skoraði 21 stig og tók 22 fráköst.

Hrafn vill sjá meiri hraða hjá KR-liðinu

Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu.

Cuban ætlaði ekki að missa af heimsókninni í Hvíta húsið

NBA-deildin í körfubolta er komin á fullt eftir verkbann en þar sem að liðin spila aðeins 66 leiki mun liðin ekki ná að spila í öllum borgum þetta tímabilið. Þetta þýðir meðal annars að NBA-meistarar Dallas Mavericks fá ekki tækifæri til að koma til Washington til að spila við Wizards.

Jón Arnór innsiglaði sigur Zaragoza - stighæstur í liðinu

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza unnu 63-61 sigur á Gran Canaria 2014 í spænsku úrvaldeildinni í körfubolta í kvöld. Jón Arnór fór langt með að innsigla sigurinn þegar hann setti niður þrist og kom Zaragoza-liðinu í 63-59 á lokakafla leiksins.

KR semur við tveggja metra Serba

Körfuboltalið KR hefur breyst talsvert mikið um jólahátíðina. Tveir Kanar sömdu við liðið fyrir skömmu og nú hefur tveggja metra Serbi samið við Íslandsmeistarana.

Butler valin best í fyrri hluta IE-deildar kvenna

KKÍ veitti í dag verðlaun fyrir fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna. Besti leikmaðurinn var valin Jaleesa Butler hjá Keflavík en hún hefur leikið einkar vel það sem af er vetri.

Fyrstu ósigrar Miami og Oklahoma | Ginobili meiddur

Miami Heat og Oklahoma Thunder urðu loks að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Meistarar Dallas lögðu Oklahoma en Atlanta, með Tracy McGrady af öllum mönnum í broddi fylkingar, sá um að leggja Miami af velli.

Sjá næstu 50 fréttir