Fleiri fréttir

Íslenskur körfuboltamaður negldi samherja sinn niður

Stórskrýtið atvik átti sér stað í viðureign Augnabliks og Leiknis í 2. deild karla í körfuknattleik síðastliðið föstudagskvöld. Pirraður leikmaður Leiknis spyrnti þá knettinum af fullu afli í samherja sinn.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 94-87

Stjarnan vann í kvöld sigur á Keflavík í mögnuðum oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildarinnar. Leikurinn fór í framlengingu þar sem heimamenn kláruðu dæmið.

Montrétturinn er líka undir hjá þeim í kvöld

Það skýrist í kvöld hver tvö síðustu liðin verða í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla þegar oddaleikir átta liða úrslitanna fara fram. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Ásgarði í Garðabæ og Þór fær Snæfell í heimsókn í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn.

Skoraði 113 stig í leik í Líbanon

Mohammad El Akkari komst í sögubækurnar þegar hann skoraði 113 stig í einum og sama körfuboltaleiknum í deildarleik í Líbanon.

Lið með heimavallarrétt í lokaúrslitum hefur ekki tapað í tíu ár

Njarðvík og Haukar hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta en fyrsti leikur liðanna hefst klukkan 19.15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík er bikarmeistari og Haukar sópuðu út Íslandsmeisturum Keflavíkur. Haukar geta orðið Íslandsmeistarar í fjórða sinn á sjö árum en Njarðvík er að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki.

Magnús missir ekki af oddaleiknum - kæru Stjörnunnar hafnað

Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur komið saman og tekið fyrir kæru sem barst eftir viðureign tvö milli Keflavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Iceland Express deild karla en leikurinn fór fram mánudaginn 2. apríl. Stjörnumenn kærðu meint viljandi olnbogaskot Magnúsar Þórs Gunnarssonar, fyrirliða Keflavíkur.

Troðslustelpan og félagar töpuðu ekki leik í vetur | Baylor meistari

Brittney Griner og félagar hennar í Baylor tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn í kvennaháskólakörfuboltanum í nótt þegar þær unnu 19 stiga sigur á Notre Dame í úrslitaleiknum. Baylor vann alla 40 leiki tímabilsins og varð sjöunda kvennaliðið sem nær því en það fyrsta síðan að liðin fóru að leika 40 leiki.

NBA: LeBron með 41 stig í sigri Miami Heat

LeBron James var öflugur þegar Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigri á Philadelphia 76ers í nótt. Kobe Bryant skoraði mikilvægan þrist í blálokin á sigri Los Angeles Lakers á New Jersey Nets, Orlando Magic tapaði fjórða leiknum í röð og San Antonio Spurs vann áttunda leikinn sinn í röð.

Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið

Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum.

Kentucky bandarískur háskólameistari í körfubolta

Kentucky tryggði sér bandaríska háskólameistaratitilinn í körfubolta í nótt þegar liðið vann Kansas 67-59 í úrslitaleik. Það hefur mikið verið látið með þetta Kentucky-lið enda hafa þeir verið illviðráðanlegir í vetur og margir leikmanna liðsins þykja líklegir til að vera valdir snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar.

NBA: Lengsta sigurganga Los Angeles Clippers í tvo áratugi

Los Angeles Clippers vann sinn sjötta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Chicago Bulls tapaði í fyrsta sinn tveimur leikjum í röð í vetur og Memphis Grizzlies vann Oklahoma City Thunder á útivelli.

Hnéaðgerð Jeremy Lin heppnaðist vel

Jeremy Lin, leikmaður New York Knicks, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í kvöld að aðgerð sem hann gekkst undir á hné hafi heppnast vel.

Benedikt í KR-treyju: Ekki sá sterkasti í þvottahúsinu

Það vakti athygli að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var ekki í Þórs-hettupeysunni á bekknum að þessu sinni heldur var hann kominn í gamla KR-treyju. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig stæði á þessu.

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Þór Þorlákshöfn 94-84

Snæfell og Þór Þorlákshöfn þurfa að mætast í oddaleik í Þorlákshöfn á fimmtudag. Það varð ljóst í kvöld er Snæfell lagði Þór í öðrum leik liðanna og jafnaði þar með einvígið í átta liða úrslitum.

Sundsvall Dragons úr leik í Svíþjóð

Svíþjóðarmeistararnir og Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir tap í oddaleik rimmu sinnar gegn LF Basket í fjórðungsúrslitum, 88-79.

Guðrún Ósk líka með slitið krossband

Haukar verða án tveggja lykilmanna í úrslitarimmunni gegn Njarðvík í Iceland Express-deild kvenna. Fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir er með slitið krossband en frá því var greint á heimasíðu félagsins í dag.

Helena með 14 stig í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni

Helena Sverrisdóttir var næststigahæst þegar Good Angels Kosice vann öruggan 33 stiga sigur á Dannax Sport Kosice í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í undanúrslitum slóvakísku úrslitakeppninnar í körfuvolta.

NBA: Rondo með þrennu í stórsigri Boston á Miami

Miami Heat og Chicago Bulls, tvö efstu liðin í Austurdeildinni, þurftu bæði að sætta sig við stóra skelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant skoraði 40 stig í sigri Los Angeles Lakers og Orlando Magic tapaði sínum þriðja leik í röð.

KR sökkti Stólunum í Síkinu

KR-ingar eru komnir í undaúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sannfærandi sigur, 81-89, á Tindastóli í Síkinu í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík - 76-87

Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af.

Kentucky og Kansas leika til úrslita háskólakörfunni

Það verða Kentucky og Kansas sem leika til úrslita um háskólatitilinn í körfubolta þetta árið í Bandaríkjunum en undanúrslitin fóru fram í nótt fyrir framan 74 þúsund áhorfendur í Superdome í New Orleans.

Lin á leið í hnéaðgerð | Spurs búið að vinna sjö í röð

NY Knicks vann í nótt en stuðningsmenn liðsins voru samt ekki í neinu páskastuði enda kom í ljós í gær að Jeremy Lin þarf að gangast undir hnéaðgerð og spilar því væntanlega ekki meira í vetur. Ömurlegur endir á Öskubuskutímabili hans.

Stal taco af veitingastað og flúði

Erving Walker, bakvörður Flórída-háskólans, virðist ekki vera beittasti hnífurinn í skúffunni en hann gerði sér lítið fyrir og stal 380 króna taco af veitingastað og flúði síðan.

Sjá næstu 50 fréttir