Fleiri fréttir

Heldur sigurganga Snæfells og Keflavíkur áfram?

Heil umferð fer fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld og meðal leikja eru Reykjanesbæjarslagur í Ljónagryfjunni og slagur KFUM-félöganna í Vodafonehöllinni. Keflavík og Snæfell hafa unnið alla sína leiki til þessa en Fjölnir og Grindavík eru enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri.

Jakob fór illa með Höfrungana

Pavel Ermolinskij varð að sætta sig við að tapa fyrir Jakobi Erni Sigurðarsyni, Hlyni Bæringssyni og öðrum fyrrum félögum sínum í Sundsvall Dragons í kvöld.

Lengjubikarinn: Snæfell lagði KR í framlengdum leik

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. Lengjubikarinn er deildarbikar KKÍ en ekki sjálf bikarkeppni KKÍ. Spennutryllir kvöldsins fór fram í Stykkishólmi þar sem KR kom í heimsókn.

Taphrina Keflavíkur heldur áfram

Lengjubikarinn í körfubolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. Skallagrímur skellti Keflavík á heimavelli 107-98 en Keflavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Þessum leik og tveimur fyrstu leikjunum í Dominos deildinni.

Pavel stigahæstur í tapleik

Pavel Ermolinskij skoraði 18 stig fyrir Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en það dugði ekki því liðið tapaði með tíu stigum á móti Stockholm Eagles á heimavelli, 69-79.

Fyrsta tapið hjá Jóni Arnóri og félögum

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Valencia Basket í dag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Valencia var líka búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og vann leikinn 83-73. Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa þurftu á sama tíma að sætta sig við þriðja tap sitt í röð.

Kobe við liðsfélaga: Þú ert ekki nógu merkilegur til að tala við mig

Smush Parker hefur ekki mikið álit á manninum á bak við körfuboltamanninn Kobe Bryant og segir Kobe hafa forðast það að umgangast liðsfélaga sína í Lakers og jafnframt litið niður á þá. Bryant lét það frá sér í blaðaviðtali að Smush Parker ætti ekki heima í NBA-deildinni og það stóð ekki á viðbrögðum frá þessum fyrrum leikmanni Lakers, Cleveland Cavaliers, Detroit Pistons og Phoenix Suns.

Marvin illviðráðanlegur í byrjun móts

Marvin Valdimarsson hefur heldur betur farið vel af stað með Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfubolta en hann skoraði 31 stig í sigri á Keflavík í Garðabænum í 2. umferðinni.

Þórsarar á heimasíðu sinni: Velkominn aftur Gummi

Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfubolta í gær þegar þeir sóttu tvö stig í Seljaskóla. Líkt og í fyrsta leik Þórsliðsins þá endaði leikurinn í framlengingu en að þessu sinni tókst Þórsurum að landa sigri, 95-92.

Sigrar hjá íslensku strákunum í danska körfuboltanum

Íslendingaliðin BC Aarhus og Værlose unnu bæði leiki sína í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. BC Aarhus átti frábæran endasprett í sigri á Randers á heimavelli en Værloese vann sigur í framlengingu á útivelli.

Þórsarar lögðu ÍR-inga í framlengdum leik | Myndir

Þór frá Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í 2. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölurnar urðu 92-95 en jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 81-81.

Jakob með stórleik í sigri Drekanna

Sundsvall Dragons vann sinn annan leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, í þetta sinn gegn Stockholm Eagles á heimavelli, 94-71.

Rose gæti misst af öllu NBA-tímabilinu

Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, segir að það sé möguleiki á því að hann verði ekkert með liði sínu í NBA-deildinni í vetur. Rose sleit krossband í fyrsta leik úrslitakeppninnar í vor.

Marvin með stórleik í sigri Stjörnunnar | Myndir

Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Keflvíkingu á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld, 101-83. Keflvíkingar eru þó enn án stiga eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins.

Skallagrímur vann á flautukörfu

Skallagrímur vann góðan sigur á Njarðvík á heimavelli en fjórir leikir fóru fram í Domino's-deild karla í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 110-102

Grindavík vann góðan sigur á Snæfelli í Girndavík í kvöld. Grindvíkingar náðu forystu stax í upphafi og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks þó svo að Snæfellingar hafi aldrei verið langt undan.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 90-69

KR sigraði Tindastól örugglega 90-69 í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn voru grimmari allan leikinn og unnu að lokum mjög sanngjarnan sigur. Varnarleikur KR var sterkur lengstum í leiknum og lagði grunninn að sigrinum.

Lele Hardy með tröllatvennu puttabrotin

Lele Hardy, spilandi þjálfari Njarðvíkurliðsins, lét ekki puttabrot hindra sig í að leið sitt lið til sigurs í Dominsdeild kvenna í gærkvöldi.

Sá yngsti byrjar vel í Dominsodeildinni

Hjalti Þór Vilhjálmsson er yngsti þjálfari Dominosdeildar karla í körfubolta í vetur enda verður hann ekki þrítugur fyrr en í apríl á næsta ári. Hjalti er að stíga sín fyrstu spor sem aðalþjálfari í úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að hann byrji vel.

Öruggur sigur Fjölnis á nýliðunum

Fjölnir fer vel af stað í Domino's-deild karla en liðið hefur unnið báða leiki sína til þessa á tímabilinu. Fjölnismenn gerðu góða ferð til Ísafjarðar í kvöld.

Tracy McGrady samdi við lið í Kína

Tracy McGrady verður ekki í NBA-deildinni í vetur því leikmaðurinn er búinn að semja við kínverska félagið Quingdao. Ekkert NBA-lið var búið að bjóða honum samning og hann stökk því á tilboð Kínverjana sem er eins árs samningur.

Körfuboltadómarar verða appelsínugulir í vetur

Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) og Húsasmiðjan hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning og mest áberandi breytingin í kjölfars þessa nýja samnings er sú að nú munu dómarar vera appelsínugulum dómaratreyjum.

Logi heitur í Frakklandi

Logi Gunnarsson hefur byrjað tímabilið vel með Angers í Frakklandi en hann skoraði 23 stig í öruggum sigri liðsins í gær. Logi er með 20 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum og er eins og er stigahæsti leikmaður frönsku C-deildarinnar.

Íslendingarnir voru áberandi í fyrstu umferðinni

Íslensku strákarnir voru í aðalhlutverkum í fyrstu umferð Dominosdeildar karla sem lauk í fyrrakvöld. Páll Axel Vilbergsson hjá Skallagrími spilaði best allra samkvæmt framlagsjöfnunni og níu íslenskir leikmenn voru meðal þeirra 17 leikmanna sem spiluðu best.

Phil Jackson: LeBron James getur náð Michael Jordan

Phil Jackson, fyrrum þjálfari Michael Jordan hjá Chicago Bulls og sigursælasti NBA-þjálfari allra tíma segir að LeBron James eigi möguleika á því að eiga jafngóðan eða betri feril en Michael Jordan. Það fari allt eftir því hvernig LeBron James takist að nýta alla þessa líkamlegu yfirburði sem hann hefur.

Öruggur sigur drekanna í Sundsvall

Hlynur Bæringsson skoraði 20 stig þegar að Sundsvall Dragons vann öruggan sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Njarðvík vann í framlengingu

Njarðvík hafði betur gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld í framlengdum spennuleik, 84-82, þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum undir fyrir fjórða leikhluta.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 80-95

Íslandsmeistarar Grindavíkur reyndust of stór biti fyrir granna sína í Keflavík í kvöld þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Fimmtán stiga sigur gestana staðreynd.

Keflvíkingar bæta við sig manni fyrir leik kvöldsins

Keflvíkingar munu tefla fram nýjum bandarískum leikmanni þegar liðið fær Íslandsmeistara Grindavíkur í heimsókn í Toyota-höllina í kvöld í fyrstu umferð Dominos-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en fara einnig fram tveir aðrir leikir: Snæfell-ÍR og Þór Þorlákshöfn-Njarðvík.

Lakers steinlá í fyrsta leik Steve Nash

Það er búist við miklu af Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í vetur enda liðið búið að fá til sín stórstjörnur á borð við Dwight Howard og Steve Nash. Allir nema Howard voru með í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið steinlá á móti Golden State Warriors.

Páll Axel nær tvöfaldaði verðmæti sitt í Draumaliðsleiknum

Þeir sem höfðu vit á því að velja Pál Axel Vilbergsson í draumalið sín uppskáru heldur betur eftir fyrstu leiki Dominos-deildar karla í gær. Pál Axel fór nefnilega á kostum í fyrsta leik sínum með Skallagrími og skoraði 45 stig á móti KFÍ.

Fjölnismenn í stuði - myndir

Fjölnir kom skemmtilega á óvart í kvöld með því að skella meistaraefnunum í KR í fyrstu umferð Dominos-deildar karla.

Öruggt hjá Val gegn KR

Valur vann afar öruggan sigur, 70-45, á KR þegar liðin mættust í Dominos-deild kvenna í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 93-90

Fjölnir skellti KR 93-90 í fyrstu umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Grafarvogi í kvöld. Mikil barátta og dugnaður lagði grunninn að sigrinum en lið KR virkar ekki í formi og langt í land miðað við leikinn í kvöld.

Kobe er meiddur á fæti

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er að glíma við meiðsli á fæti þessa dagana og gat ekkert æft með Lakers í gær vegna meiðslanna.

Úrslit dagsins í Dominos-deild kvenna

Þrír leikir fóru fram í Dominos-deild kvenna í dag og urðu Íslandsmeistarar Njarðvíkur að sætta sig við tap gegn Haukum á heimavelli.

Timberlake og eiginkona Manning kaupa í Grizzlies

Það er uppgangur hjá NBA-liði Memphis Grizzlies eftir að Robert J. Pera keypti félagið á 350 milljónir. Hann mun formlega taka við félaginu í þessum mánuði er NBA-deildin samþykkir söluna.

Enginn Jakob og Sundsvall tapaði fyrsta leik

Peter Öqvist, landsliðsþjálfara Íslands, tókst ekki að stýra Sundsvall Dragons til sigurs í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Sundsvall varð að sætta sig við sex stiga tap á heimavelli á móti Uppsala Basket, 74-80.

Sjá næstu 50 fréttir