Fleiri fréttir

Harden fékk bara klukkutíma til að segja já eða nei

James Harden segist hafa sárnað mikið þær aðstæður sem Oklahoma City Thunder setti hann í á dögunum og urðu á endanum til þess að félagið skipti honum til Houston Rockets þar sem kappinn hefur blómstrað í fyrstu leikjum NBA-tímabilsins.

Valskonur unnu í Ljónagryfjunni

Valskonur komust upp í annað sætið í Dominosdeild kvenna í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Njarðvík, 71-66, í Ljónagryfjunni í kvöld en þetta var lokaleikur 7. umferðar. Valur, KR og Snæfell eru öll með tíu stig í 2. til 4. sæti en Valsliðið er með bestan árangur í innbyrðisviðureignum liðanna.

Helena stigahæst í sigurleik í Euroleague

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice unnu þriggja stiga sigur á franska liðinu Arras Pays d'Artois í Euroleague í kvöld, 70-67 en leikurinn fór fram í Frakklandi.

Gamall liðsfélagi Jeb Ivey búinn að semja við Njarðvík

Njarðvíkingar hafa fengið til sín nýjan bandarískan leikmann í körfuboltanum en þar er um að ræða 31 árs gamlan reynslubolta sem hefur spilað lengi í Þýskalandi og Finnlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

NBA í nótt: Chicago stöðvaði Orlando

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Chicago Bulls varð þá fyrsta liðið til að vinna Orlando Magic á tímabilinu.

Sætur sigur hjá Sundsvall

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons komst á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í kvöld er liðið vann nauman útisigur, 82-85, á Solna Vikings.

KR náði fram hefndum gegn Snæfelli

Fjórir leikir fóru fram í fyrirtækjabikar KKÍ, Lengjubikarnum, í kvöld og þar bar hæst að KR náði fram hefndum gegn Snæfelli.

KR-konur upp í annað sætið

KR er komið upp í annað sætið í Domino´s deild kvenna eftir sannfærandi 26 stiga sigur á Snæfelli, 93-67, í DHL-höllinni í dag. KR-liðið er nú búið að vinna fjóra leiki í röð og komst með þessum sigri upp fyrir Snæfell á innbyrðisviðureignum.

Jón Arnór og félagar enduðu taphrinuna

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza unnu langþráðan sigur í spænska körfuboltanum í dag þegar liðið fór illa með Blusens Monbus á heimavelli. Zaragoza var með örugga forystu frá upphafi leiks og vann á endanum með 18 stigum, 76-58.

NBA: "Fjögurra stiga" karfa hjá Ray Allen í blálokin

San Antonio Spurs byrjar NBA-tímabilið vel en liðið vann þriðja sigurinn í röð. Miami Heat getur þakkað fjögurra stiga sókn frá Ray Allen fyrir nauman sigur á Denver Nuggets, Boston Celtics vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu, Brooklyn Nets vann sinn fyrsta heimasigur og sigurganga Houston Rockets endaði með tapi í framlengingu á móti Portland Trail Blazers..

Faðmaði dómarann í miðjum leik

Strákarnir á Leikbrot.is eru oft fljótir að duglegir að birta flottustu tilþrifin í íslenska körfuboltanum og setja þau saman í skemmtilegt myndbrot á heimasíðu sinni.Nýjasta myndbrotið snýst þó meira um mannlega þáttinn í körfuboltanum heldur en tilþrif í sjálfum körfuboltanum.

Snæfell á topppnum eftir þriðja örugga sigurinn í röð

Snæfellingar eru komnir í toppsæti Dominosdeildar karla i körfubolta eftir öruggan 13 stiga sigur á KFÍ í Stykkishólmi í kvöld, 108-95. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Jón Ólafur Jónson átti enn einn stórleikinn með Hólmurum.

Dramatískur Haukasigur í Grindavík

Siarre Evans tryggði Haukum eins stigs sigur á nýliðum Grindavíkur á vítalínunni þegar liðin mættust í eina leik dagsins í Dominosdeild kvenna í körfubolta. Haukar unnu leikinn 79-78, enduðu með því fjögurra leikja taphrinu og komust upp úr botnsæti deildarinnar.

Lakers og Boston tapa og tapa - myndir

Boston Celtics og Los Angeles Lakers eru tvö af sigursælustu félögunum í sögu NBA-deildarinnar og ætla sér bæði stóra hluti á þessu NBA-tímabili en það er óhætt að segja að byrjunin sé ein samfelld martröð.

NBA: New York vann Miami og Lakers tapar enn

New York Knicks varð í nótt fyrsta liðið til að vinna Miami Heat í titilvörninni en fjölmargir leikir fóru þá fram í NBA-deildinni í körfubolta. Los Angeles Lakers tapaði þriðja leiknum í röð og nú fyrir nágrönnunum í Los Angeles Clippers og James Harden setti nýtt persónulegt met með því að skora 45 stig í sigri Houston Rockets.

Hlynur og Jakob unnu toppliðið

Sundsvall Dragons er komið við topp sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið góðan sigur á Södertälje Kings í kvöld, 62-58.

Enginn körfubolti í kvöld

Búið er að fresta öllum körfuboltaleikjum kvöldsins en sex leikir áttu að fara fram í Dominos-deild og 1. deild karla.

Kobe Bryant: Sýnið smá þolinmæði

Kobe Bryant og félagar hans í Los Angeles Lakers hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu í viðbót að hafa tapað öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu. Nýju stórstjörnurnar Steve Nash og Dwight Howard hafa því enn ekki unnið leik í Lakers-búningnum.

NBA: Flautukarfa Parker tryggði Spurs sigur á OKC

Tony Parker tryggði San Antonio Spurs 86-84 sigur á Oklahoma City Thunder í eina leik NBA-deildarinnar í nótt með því að skora sigurkörfuna rétt áður en lokaflautið gall. Oklahoma City Thunder tapaði því fyrsta leiknum án James Harden en San Antonio er fyrsta liðið til þess að vinna tvo leiki á tímabilinu.

Íslendingarnir eiga að draga vagninn fyrir KR

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að menn þar á bæ séu ekki að fara á taugum þrátt fyrir slæma byrjun á vetrinum. Hugmyndafræði KR er að stóla á heimamenn en ekki útlendinga í vetur.

Keflavík fór létt með Fjölni

Keflavík vann sinn annan deildarleik í röð þegar að liðið tók á móti Fjölni í kvöld. Niðurstaðan var öruggur sigur, 91-69.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 105-99

ÍR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 105-99, í Hertz hellinum í Seljaskóla í kvöld. Leikurinn var hins besta skemmtun því sóknarleikurinn var í fararbroddi í leiknum. ÍR lék betur í seinni hálfleik og náði að knýja fram góðan sex stiga heimasigur.

New York liðin fá ekki að mætast í kvöld

New York borg á nú tvö lið í NBA-deildinni eftir að New Jersey Nets varð að Brooklyn Nets. Liðin áttu að mætast í Barclays Center, nýrri höll Brooklyn Nets, í kvöld en nú er búið að fresta leiknum vegna fellibylsins Sandy.

Enginn leikur á Króknum í kvöld

Körfuknattleikssambandið hefur ákveðið að fresta leik Tindastóls og Skallagríms í Domino´s deild karla sem átti að fara fram í kvöld.

NBA: Lakers tapar og tapar - Harden frábær í fyrsta leik

Los Angeles Lakers tapaði öllum átta leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og er nú búið að tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins eftir tap í Portland í nótt. James Harden fór á kostum í fyrsta leik sínum með Houston Rockets og Los Angeles Clippers, San Antonio Spurs, Chicago Bulls og Philadelphia 76ers byrjuðu öll með sigri.

Sjá næstu 50 fréttir