Fleiri fréttir

Keflavík enn með fullt hús stiga

Keflavík fer vel af stað í Domino's-deild kvenna en liðið er enn með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Liðið hafði betur gegn Val í kvöld, 69-65.

LeBron fékk loksins hringinn sinn - myndir

LeBron James og félagar í Miami Heat hófu titilvörnina í NBA-deildinni með sigri á Boston í nótt en fyrir leikinn fengu þeir meistarahringana afhenta.

NBA: Lakers tapaði og Miami vann Boston

NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum. NBA-meistarar Miami Heat byrjuðu á sigri á Boston Celtics en nýju stjörnurnar í Los Angeles Lakers töpuðu aftur á móti á móti vængbrotnu liði Dallas Mavericks.

Århus hafði betur í Íslendingaslagnum

Það var Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þá mættust BC Århus og Værlöse BBK í framlengdri viðureign.

LeBron James tók sér bara 9 daga sumarfrí

Það var nóg að gera hjá besta körfuboltamanni heims í sumar. LeBron James vann sinn fyrsta NBA-meistaratitil í júní og bætti síðan við Ólympíugulli í London í ágúst. Í millitíðinni eyddi hann tímanum í að bæta sinn leik sem og að sinna skyldum út um allan heim.

Wade og James hissa á því að Thunder lét Harden fara

LeBron James, Dwyane Wade og félagar í Miami Heat mættu Oklahoma City Thunder í úrslitunum um NBA-titilinn í sumar en öllum að óvörum ákváðu forráðamenn Oklahoma City að láta eina af sínum stærstu stjörnum fara á dögunum. Wade og James eru báðir hissa á þessari ákvörðun.

Lengjubikarinn: Hamar skellti KR

Leikið var í Lengjubikar KKÍ í kvöld en einir fimm leikir fóru þá fram. Mesta athygli vakti óvæntur sigur Hamars á KR.

Mun spara mikinn pening er Stern hættir

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, grætur krókódílatárum yfir því að David Stern sé að hætta sem yfirmaður NBA-deildarinnar. Þeirra samskipti hafa alla tíð verið erfið.

Keflvíkingar loksins komnir á blað í Dominosdeildinni

Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig til Ísafjarðar. Keflavík var búið að tapa fyrstu þremur deildarleikjum sínum en vann nokkuð öruggan tíu stiga útisigur á KFÍ í Jakanum, 79-69.

Þriðji sigur Skallagríms í röð

Nýliðar Skallagríms byrja tímabilið vel í Dominos-deild karla í körfubolta en Borgnesingar unnu níu stiga heimasigur á ÍR, 80-71, í Fjósinu í kvöld þegar 4. umferðinni lauk. Skallagrímur er nú eitt fimm liða með sex stig í efstu fimm sætum deildarinnar.

Hlynur í ham í flottum útisigri Drekanna

Sundsvall Dragons er að komast á skrið í sænska körfuboltanum en liðið vann flottan fimmtán stiga útisigur á LF Basket, 92-77, í sjöundu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Norrköping Dolphins töpuðu á sama tíma og eru ekki að byrja tímabilið vel.

Tilþrif hjá Fjölnismönnum í gær

Fjölnismenn unnu dramatískan sigur á Tindastól í 4. umferð Dominosdeild karla í gær og eru í hópi fjögurra liða sem hafa fengið sex stig af átta mögulegum. Staðan var jöfn, 72-72, þegar 1,1 sekúnda var eftir af leiknum.

Stern að hætta eftir 30 ára starf

David Stern hefur gefið það út að hann muni hætta sem yfirmaður NBA-deildarinnar þann 1. febrúar 2014. Þá hefur hann stýrt deildinni í nákvæmlega 30 ár.

Nonni Mæju var með 100% skotnýtingu í kvöld

Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, átti hreint út sagt stórkostlegan leik í kvöld þegar lið hans gjörsamlega rústaði KR, 104-63, í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell - 63-104

Snæfell hreinlega gengu frá KR-inum í DHL-höllinni í kvöld þegar Hólmarar unnu 104-63 á lánlausum heimamönnum. KR-ingar hafa líklega aldrei leikið jafn illa á heimavelli og hrein skelfilega frammistaða hjá liðinu. Snæfellingar voru mikið mun sterkari í byrjun leiksins og voru greinilega mun ákveðnari.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 107-81

Grindvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nágranna sína í Njarðvík í Dominos-deild karla í kvöld. Grindavíkurliðið hafði mikla yfirburði frá upphafi leiks og vann að lokum með 26 stiga mun, 107-81.

Kobe kominn á meiðslalista Lakers

LA Lakers varð fyrir áfalli á sunnudag er stærsta stjarna liðsins, Kobe Bryant, meiddist. Hann mun ekki taka frekari þátt í undirbúningstímabilinu.

Fyrsti sigur Fjölnis - úrslitin í kvennakörfunni í kvöld

Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í kvöld. Valskonur unnu sinn fjórða leiki sinn í röð og Fjölnir fór á Ásvelli og vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. KR-konur eru líka að rétta úr kútnum eftir sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkur í Vesturbænum. Keflavík vann síðan Snæfell í toppslagnum eins og áður hefur komið fram.

Keflavíkurkonur fyrstar til að vinna Snæfell í vetur

Keflavíkurkonur eru einar á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 73-69, í æsispennandi uppgjöfi tveggja efstu liðanna í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var ennfremur fyrsta tap Snæfells á tímabiliunu en liðið var búið að vinna níu fyrstu leiki sína í deild, Fyrirtækjabikar og Meistarakeppni.

Helena og félagar töpuðu fyrsta leiknum í Euroleague

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik sínum í Euroleague (Meistaradeild Evrópu) þegar liðið heimsótti rússneska félagið BK Nadezhda í dag. Nadezhda vann leikinn 70-65 eftir að Good Angels Kosice vann fyrsta leikhlutann 22-10 og var tveimur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.

Toppslagur hjá konunum í kvöld

Keflavík og Snæfell hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur en annað liðanna mun tapa sínum fyrsta leik í kvöld þegar toppliðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík.

Sófinn sem Lin svaf í er horfinn

Frægasti sófi íþróttasögunnar er klárlega sófinn sem körfuboltamaðurinn Jeremy Lin svaf í hjá félaga sínum í NY Knicks áður en hann sló í gegn.

Pavel og Jakob stigahæstir í sigurleikjum sinna liða

Jakob Örn Sigurðarson og Pavel Ermolinskij voru í aðalhlutverkum í sigrum sinna liða í sænska körfuboltanum í kvöld. Norrköping Dolphins vann 96-79 heimasigur á Borås Basket og Sundsvall Dragons lenti ekki í miklum vandræðum í 106-78 sigri Jämtland Basket.

Stjarnan hafði betur gegn Fjölni

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfubolta í kvöld þar sem hæst bar sigur Stjörnunnar á Fjölni í Grafarvoginum.

CAI Zaragoza skoraði aðeins 50 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði fjögur stig þegar að lið hans, CAI Zaragoza, tapaði fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Nowitzky í aðgerð - Frá í sex vikur

Dirk Nowitzky, Þjóðverjinn öflugi í liði Dallas Mavericks, verður frá næstu sex vikurnar eða svo eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Hvað er að hjá Magga Gunn?

Keflvíkingar hafa aldrei byrjað verr í úrvalsdeild karla en liðið er enn án stiga eftir þrjá fyrstu leikina í Dominosdeildinni eftir naumt tap á móti KR í fyrrakvöld. Keflavíkurliðið hefur reyndar tapað fjórum í röð því liðið lá einnig í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum.

KFÍ vann á Króknum

KFÍ vann magnaðan sigur, 83-86, á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld í Dominos-deild karla. Þetta var annar tveggja leikja sem fóru fram í deildinni í kvöld.

James hlustar ekki á kjaftasögur um Lakers

Slúðurvél NBA-deildarinnar er á fullri ferð þessa dagana og nýjasta nýtt er að orða LeBron James við LA Lakers. Honum er þá ætlað að taka við af Kobe Bryant hjá félaginu.

Finn sigur hjá Pavel og félögum

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins unnu kærkominn útisigur á KFUM Nässjö, 71-76, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 92-83

Þórsarar urðu fyrstir til að vinna Íslandsmeistara Grindavíkur í vetur þegar þeir unnu níu stiga sigur á Grindavík í Dominosdeildinni í kvöld, 92-83, í uppgjöri liðanna tveggja sem fóru alla leið í úrslitin í fyrra. Leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og var hin besta skemmtun.

Stern orðinn þreyttur á stælum og seinkunum

Forráðamenn NBA-deildarinnar eru orðnir leiðir á þeim seinkunum sem oft verða á leikjum á meðan leikmenn liðanna fara í gegnum allskyns hjátrúarfullar hefðir á leið sinni inn á völlinn. Handabönd, "brjóstkassabömp" og aðrir skrautlegir stælar leikmanna eru að mati David Stern farnar að ganga of langt og taka of langan tíma.

Brasilískur bakvörður til Boston Celtics

Brasilíski bakvörðurinn Leandro Barbosa hefur gert eins árs samning við Boston Celtics og mun því spila með liðinu í NBA-deildinni í vetur. Barbosa er ætlað að koma inn af bekknum.

Úrslit kvöldsins í Dominos-deild karla

Fjórir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í kvöld. Háspenna var í Keflavík þar sem KR tryggði sér tveggja stiga sigur eftur að hafa verið lengi vel undir.

Svekkjandi tap hjá Sundsvall

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons tapaði naumlega, 105-102, gegn toppliði sænsku úrvalsdeildarinnar, Borås, í kvöld. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann en taugar leikmanna Borås voru sterkari undir lokin.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Skallagrímur 70-91

Nýliðar Skallagríms fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í deild og bikar í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Grafarvoginn og varð fyrsta liðið til þess að vinna Fjölni í Dominos-deildinni í vetur. Skallagrímsliðið yfirspilaði Fjölnismenn í fyrsta leikhlutanum og vann að lokum með 21 stigs mun, 91-70.

Sjá næstu 50 fréttir