Fleiri fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Rúmenía 77-71

Ísland sigraði Rúmeníu 77-71 og tryggði sér annað sæti A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta 2015. Ísland var yfir allan leikinn þó Rúmenía hafi aldrei verið langt undan en staðan í hálfleik var 40-36.

Jakob á leið í hundrað þrista klúbbinn

Íslenska körfuboltalandsliðið leikur í kvöld lokaleik sinn í sínum riðli í undankeppni EM 2015 þegar Rúmenar koma í Laugardalshöllina og hefst leikurinn klukkan 19.15. Liðið var hársbreidd frá því að vinna Búlgara á þriðjudagskvöldið en Búlgarar tryggðu sér þar sæti í umspilinu.

Fékk nýjan sjö milljarða samning

Svartfellingurinn Nikola Pekovic skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta en þessi 27 ára og 211 sm miðherji sló í gegn á síðustu leiktíð með Timberwolves-liðinu.

Frábært myndband sem sýnir vel kraftinn í íslenska liðinu

Strákarnir á Leikbrot.is hafa verið duglegir að setja saman skemmtileg myndbönd eftir leik Íslands og Búlgaríu í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið. Þeir hafa nú sett saman myndbandið "Endir eða upphaf" til að minna á leik íslensku strákanna á móti Rúmeníu sem fer fram í Laugardalshöllinni á morgun.

Ótrúlegir taktar frá Jóni Arnóri

Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson sýndi einhverja ótrúlegustu frammistöðu sem sést hefur frá íslenskum körfuboltamanni á þriðjudagskvöld þegar Íslands tapaði grátlega fyrir Búlgaríu 81-79.

KR-ingar fá til sín nýjan Bandaríkjamann

Körfuknattleiksdeild KR hefur gengið frá samningi við nýjan leikmann frá Bandaríkjunum en Shawn Atupem mun leika með Vesturbæjarliðinu á næstu leiktíð í Dominos-deild karla.

Ein magnaðasta frammistaða sem ég hef séð með berum augum

Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Þórs frá Þorlákshöfn í Domnios-deild karla og margfaldur Íslandsmeistaraþjálfari með KR, skellti skemmtilegum pistli inn á fésbókarsíðu sína eftir leik Íslands og Búlgaríu í gærkvöldi.

Hlynur: Margt mjög furðulegt

"Það var einn dómari sem dæmdi allar villurnar held ég, hverja eina einustu. Ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Það var margt af þessu mjög furðulegt og maður á að trúa því að þetta sé sæmilega hreint og það er það kannski ekkert, ég veit það ekki,“ sagði Hlynur Bæringsson allt annað en sáttur við franska dómarann Eddie Viator.

Hiti í Höllinni eftir leik | Myndir

Mönnum var heitt í hamsi eftir grátlegt tap Íslands gegn Búlgaríu í undankeppni EM í körfubolta í kvöld. Lítil ánægja var með störf dómaranna.

Jón Arnór kominn með 500 stig í Evrópukeppni

Jón Arnór Stefánsson náði flottum tímamótum í sigri í Rúmeníu á dögunum þegar hann varð aðeins þriðji íslenski landsliðsmaðurinn sem nær því að skora fimm hundruð stig í Evrópukeppni.

Utan vallar: Nú á körfuboltafólk að mæta í höllina

Körfuboltaáhugafólk á Íslandi er oft að kvarta yfir umfjöllun um íslenskan körfubolta í íslenskum fjölmiðlum og fyrir utan aprílmánuð, þegar úrslitakeppni karla fangar sviðsljósið, er karfan ekkert alltof áberandi í miðlum landsins.

Lengi dreymt um fulla Höll

Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila í kvöld einn stærsta leikinn í sögu landsliðsins þegar Búlgarar koma í heimsókn í Laugardalshöllina. Með sigri lifir EM-von Íslands góðu lífi.

Pirrandi að vera hægari en venjulega

Jón Arnór Stefánsson gengur ekki alveg heill til skógar en ætlar samt að gefa allt sitt í komandi leik Íslands í undankeppni EM í körfu. Íslenska liðið mætir Búlgaríu í Laugardalshöllinni á morgun og spilar síðan við Rúmena á föstudagskvöldið.

Allt er fimmtugum fært

Michael Jordan sýndi gamla góða takta í körfuboltaskóla sem hann rekur um helgina. Jordan sem varð fimmtugur í mars bauð upp á myndarlega troðslu klæddur í gallabuxur.

Frábær úrslit fyrir Ísland

Rúmenar unnu í kvöld 77-74 sigur á Búlgörum í undankeppni Evrópumótsins árið 2015 en þjóðirnar eru í riðli með Íslandi. Sigurinn er frábær tíðindi fyrir okkar menn.

Jakob skoraði mest í fyrstu tveimur leikjunum

Jakob Örn Sigurðarson er stigahæsti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins eftir tvo leiki í undankeppni EM 2015 en hann hefur skorað 17,0 stig að meðaltali í leikjunum við Búlgari og Rúmena.

Var svolítið "peppaður“ fyrir þennan leik

Íslenska körfuboltalandsliðið sýndi sitt rétta andlit í átta stiga sigri á Rúmenum, 72-64, í undankeppni EM 2015 í gær. Íslenska liðið á því enn möguleika á að komast upp úr riðlunum en tveir síðustu leikir íslenska liðsins fara fram í Laugardalshöllinni.

Craion til Keflavíkur

Keflavík gekk í dag frá samningi við Michael Craion um að hann leiki með liðinu á komandi vetri.

Sýndu sitt rétta andlit í flottum sigri í Rúmeníu

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta sýndi sitt rétta andlit í dag þegar liðið vann átta stiga útisigur á Rúmeníu, 72-64, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2015. Íslenska liðið steinlá í fyrsta leik á móti Búlgaríu en hélt voninni um sæti í undanúrslitum með þessum flotta sigri.

Viljum ekki koma heim með tvo ósigra á bakinu

Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Rúmeníu í dag í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2015 en strákarnir eiga harma að hefna eftir illa útreið á móti Búlgaríu.

Thompson til KR

Bandaríska körfuknattleikskonan Kelli Thompson er gengin í raðir kvennaliðs KR.

EM-draumurinn nánast dáinn eftir fyrsta leik

Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði stórt fyrir Búlgaríu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2015. Búlgarir unnu 29 stiga heimasigur, 59-88, og stigu með honum risaskref í átt að sigri í riðlinum. Lykilmenn íslenska liðsins lentu í miklu villuvandræðum og íslenska liðið mátti sín mikils á móti stóru mönnum búlgarska liðsins.

Erfiður fyrri hálfleikur í Búlgaríu

Íslenska körfuboltalandsliðið er sextán stigum undir á móti Búlgaríu, 28-44, í hálfleik í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppni EM 2015. Íslenska liðið er að hitta á slæman dag en verður helst að laga stöðuna í seinni hálfleik til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Búlgarir tefla fram mjög öflugum Serba

Búlgarir, mótherjar íslenska körfuboltalandsliðsins í undankeppni EM 2015 sem hefst á sunnudaginn eru heldur búnir að sækja sér liðsstyrk fyrir átökin á móti íslenska liðinu. Serbinn Branko Mirkovich er nefnilega kominn með búlgarskt ríkisfang og hann átti stórleik í fyrsta leik.

Búinn að bíða lengi eftir svona manni

Hlynur Bæringsson er búinn að fá hjálp undir körfunni og í fyrsta sinn í langan tíma er hann ekki hæsti maðurinn í íslenska liðinu. Hinn 22 ára gamli og 218 sentimetra hái Ragnar Á. Nathanaelsson er að stíga sín fyrstu spor með A-landsliðinu.

Þori alveg að segja að ég ætla að vinna riðilinn

Hlynur Bæringsson og félagar hans í íslenska landsliðinu hafa aldrei átt jafnmikla möguleika á sæti í úrslitakeppni EM en eitt sæti er í boði fyrir liðin sem urðu eftir í síðustu undankeppni.

Tekur LeBron James við formennskunni?

Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að LeBron James sé að íhuga það að gerast formaður leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og taka þar með við starfi Derek Fisher sem hefur barist fyrir hagsmunum kollega sinna undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir