Fleiri fréttir

Keflvíkingar áfram taplausir í karlakörfunni - úrslit kvöldsins

Keflavík og Grindavík unnu örugga sigra í leikjum sínum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík vann 18 stiga sigur á Val, 94-76, í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda en kanalausir Grindavíkingar unnu á sama tíma 25 stiga heimasigur á ÍR, 98-73.

Stjörnuframmistaða bikarmeistaranna á Egilsstöðum

Bikarmeistarar Stjörnunnar eru komnir áfram í 16 liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta eftir 27 stiga sigur á b-deildarliði Hattar, 86-59, en leikurinn fór fram á Egilsstöðum í kvöld.

Axel með flotta tvennu í góðum sigri

Axel Kárason og félagar í Værlöse BBK unnu góðan átta stiga heimasigur á Horsens IC, 78-70, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Værlöse endaði um leið þriggja leikja taphrinu sína í deildinni.

Það verður mikið skorið niður í vetur

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er í fjárhagsvandræðum og gæti misst keppnisleyfi sitt í sænska körfuboltanum. Þegar er byrjað að skera niður hjá félaginu. Hlynur Bæringsson stefnir ekki á að koma heim ef liðið fer á hausinn.

Fallegustu stoðsendingarnar | Myndband

Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst í nótt eftir sumarfrí. Meistarar Miami unnu fínan sigur á Chicago í stórleik deildarinnar.

Hairston til liðs við Stjörnuna

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur náð samkomulagi við Junior Hairston um að leika með liðinu á tímabilinu en félagið sagði upp samningi sínum við Nasir Robinson á dögunum.

Sumum leið eins og þeir kynnu ekki neitt í körfubolta

Andy Johnston er með bæði Keflavíkurliðin á toppi Dominos-deildanna í körfubolta. Falur Harðarson og félagar í stjórninni vildu fá ferska vinda inn í körfuboltann í Keflavík og sjá ekki eftir ákvörðun sinni.

NBA: Miami kláraði Chicago og Lakers vann óvænt í LA-slagnum

NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum og þótt að flestir hafi fylgst með sigri NBA-meistara Miami Heat á Chicago Bulls þá mun ekkert færri ræða óvæntan sigur Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers.

Teitur Örlygs gaf alla verðlaunapeningana sína

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnumanna í Domnios-deild karla í körfubolta, viðurkenndi það í viðtali við Sverrir Bergmann í þættinum Liðið mitt að þessi einn allra sigursælasti körfuboltamaður Íslands ætti enga hluti til minningar frá mögnuðum ferli sínum.

LeBron James vill spila í Rio 2016

Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur áhuga á því að spila með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Rio sem fara fram árið 2016.

Hvaðan kom hetja Keflvíkinga í gær?

Gunnar Ólafsson, tvítugur körfuboltamaður uppalinn í Fjölni, sló heldur betur í gegn í gær þegar hann tryggði Keflavík 88-85 sigur á Njarðvík í frábærum Reykjanesbæjarslag í Domnios-deild karla í körfubolta.

Tuttugu stiga menn blómstra í hverju horni

Íslenskir körfuboltamenn hafa verið áberandi í stigaskori í fyrstu umferðum Dominos-deildar karla í körfu og 21 þeirra hefur rofið tuttugu stiga múrinn.

LeBron James meðal fólksins í Miami í nýrri auglýsingu

NBA-deildin hefst annað kvöld með þremur leikjum og margir bíða spenntir eftir því þegar Chicago Bulls heimsækir NBA-meistara Miami Heat. LeBron James, besti leikmaður deildarinnar, er klár í slaginn og ætlar sér þriðja titilinn í röð.

Svakaleg sigurkarfa Gunnars í Ljónagryfjunni í kvöld

Gunnar Ólafsson var hetja Keflvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna í 88-85 sigri á erkifjendunum í Njarðvík. Gunnar setti þá niður þriggja stiga körfu í horninu fyrir framan stuðningsmenn Njarðvíkur þegar aðeins 0,6 sekúndur voru eftir af leiknum.

Jón Arnór valinn í lið umferðarinnar

Jón Arnór Stefánsson er í liði umferðarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann átti frábæran leik þegar lið hans CAI Zaragoza vann 86-82 útisigur á Río Natura Monbús í gær.

Jón Arnór fór á kostum í sigri Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson fór mikinn þegar Cai Zaragoza lagði Rio Natura Monbus 86-82 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór var lang stigahæstur á vellinum með 28 stig.

Lele Hardy sá um Valsstúlkur

Haukastúlkur sóttu góðan sigur í Vodafonehöllina í dag er þær unnu öruggan sigur á Val í Dominos-deild kvenna.

Zachary með 40 stig í þriðja leiknum í röð - úrslit kvöldsins

Zachary Jamarco Warren var ekki nógu góður fyirr Snæfell í Domnios-deildinni í körfubolta en hann hefur verið óstöðvandi með Skagamönnum í fyrstu þremur umferðum 1. deildar karla. Zachary braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í kvöld.

56 íslensk stig dugðu ekki Drekunum

Fjögurra leikja sigurganga Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta endaði í kvöld þegar liðið tapaði með fimm stigum á heimavelli.

Mike Cook Jr. tryggði Þór sigurinn sekúndu fyrir leikslok

Þórsarar eru áfram með fullt hús í Dominos-deild karla í körfubolta eftir 100-98 sigur á KFÍ í frábærum leik í Jakanum á Ísafirði í kvöld en þar var einmitt hægt að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á Vísi í boði KFÍTV.

Tólfta þrenna Pavels í úrvalsdeildinni

Pavel Ermolinskij átti magnaðan leik með KR í Stykkishólm í gærkvöldi en íslenski leikstjórnandinn var þá með 20 stig, 22 fráköst og 13 stoðsendingar þegar KR vann Snæfell 99-84 í 3. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

Bulls mun ekki halda aftur af Rose

NBA-deildin fer á fullt í næstu viku og þá loksins fá NBA-aðdáendur að sjá Derrick Rose, leikmann Chicago Bulls, aftur á parketinu.

Fyrsti sigur Stjörnumanna - úrslit kvöldsins í körfunni

Stjörnumenn unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu sextán stiga sigur á Skallagrími en Valsmenn eru áfram stigalausir á botninum eftir átta stiga tap á móti Kanalausum Íslandsmeisturum Grindavíkur.

KR-ingar þurfa engan Kana þegar þeir hafa Pavel

KR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í Stykkishólmi í kvöld þegar liðið vann fimmtán stiga sigur á heimamönnum í Snæfelli, 99-84. KR-liðið hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni í ár.

Sjá næstu 50 fréttir