Fleiri fréttir

Gaupi í verslunarleiðangur með tveimur risum

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, skellti sér í verslunarleiðangur með þeim Ragnari Ágústi Nathanaelssyni og Agli Jónasson á dögunum en þeir tveir eru hávöxnustu menn Íslands, báðir um 218 sentímetrar á hæð.

Nasir Robinson sagt upp hjá Stjörnunnni

Bikarmeistarar karla í körfuknattleik Stjarnan hefur farið illa af stað í upphafi móts. Lærisveinar Teits Örlygssonar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á móti Keflavík í fyrstu umferð og gegn Þór Þorlákshöfn í annarri umferð.

Jakob Örn fór mikinn í sigri Drekanna

Sundsvall Dragons vann í kvöld sigur, 88-83, á LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik en leikurinn fór fram á heimavelli Drekanna.

Þór Þorlákshöfn vann Stjörnuna sannfærandi

Það urðu nokkuð óvænt tíðindi í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Stjörnunnar en Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og hreinlega slátruðu bikarmeisturum Stjörnunnar 95-76.

Segið LeBron að hafa áhyggjur af Miami

Ummæli LeBron James um þá Kevin Garnett og Paul Pierce á dögunum fóru illa í leikmennina. James gagnrýndi þá fyrir að yfirgefa Boston en þeir gagnrýndu Ray Allen mikið er hann fór frá Boston á sínum tíma.

Rose fór á kostum í endurkomu sinni í United Center

Aðdáendur Chicago Bulls tóku gleði sína á ný í nótt er Derrick Rose spilaði sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið í langan tíma. Þá voru liðnir 537 dagar síðan hann spilaði síðast í United Center.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍR 96-83

Í kvöld fór fram Reykjavíkurslagur milli KR og ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta. Bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð en KR-ingar tóku sannfærandi sigur í kvöld 96-83.

KR sækir Njarðvík heim í bikarnum

Í dag var dregið í 32-liða úrslit í bikarkeppni KKÍ, Powerade-bikarnum. Þrjár rimmur liða úr úrvalsdeild verða í þessari umferð.

Létu forskotið ekki af hendi

Eftir svekkjandi tap gegn Grindavík í fyrstu umferð Domino´s-deildar kvenna í körfuknattleik lögðu stúlkurnar af Snæfellsnesinu Valskonur 72-60 í kvöld.

Haukur í villuvandræðum í sigri Breogan

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Breogan byrja vel í spænsku b-deildinni í körfubolta en liðið sótti tvö stig til Barcelona í morgun og vann þá öruggan 71-55 sigur á b-liði Barcelona. Breogan er eitt af fjórum liðum sem eru með fullt hús eftir tvær umferðir.

Jón Arnór fagnaði sigri í fyrsta leiknum sem fyrirliði

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza byrjuðu tímabilið á því að vinna flottan sigur á Bilbao Basket á útivelli í kvöld. CAI Zaragoza vann leikinn með níu stiga mun, 86-77, eftir að hafa verið níu stigum yfir í hálfleik, 50-41.

Helena með á ný en Miskolc tapaði

Helena Sverrisdóttir skoraði sex stig á 18 mínútum þegar DVTK Miskolc tapaði 61-57 á útivelli á móti slóvakíska liðinu Piestanske Cajky í Mið-Evrópu deildinni í körfubolta í kvöld.

Tíu íslenskir leikmenn á topp 20 í framlagi í fyrstu umferð

KFÍ-maðurinn Jason Smith var með hæsta framlagið í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta sem lauk í gærkvöldi. Emil Barja, 22 ára leikstjórnandi Hauka, kom best út af íslensku leikmönnum deildarinnar en hann var með þrefalda tvennu í sigri á Val.

Þór vann Snæfell í Hólminum - öll úrslit kvöldsins

Fyrstu umferð Domnios-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum og mesta athygli vakti að Þór úr Þorlákshöfn fór í Stykkishólm og vann 11 stiga sigur á heimamönnum í Snæfelli. Haukar unnu fimmtán stiga sigur á Val í nýliðaslagnum og Njarðvík vann átta stiga sigur á Ísafirði.

Jakob með 24 stig í seinni hálfleik í sigri Drekanna

Íslensku landsliðsmennirnir í liði Sundsvall Dragons voru mennirnir á bak við þriggja stiga útisigur á Solna Vikings, 93-90, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Drekarnir fengu 49 stig, 16 fráköst og 13 stoðsendingar frá Íslendingunum sínum en enginn þeirra var betri en Jakob Örn Sigurðarson sem var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum.

Leifur tekur upp flautuna á ný

Skólastjórinn Leifur Garðarsson hefur tekið upp dómaraflautuna á ný en hann dæmdi leik Hamars og ÍA í 1. deild karla í körfubolta í gær.

Úrslit kvöldsins í Dominos-deild karla

Dominos-deild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. Stórleikur kvöldsins fór fram í Röstinni þar sem meistaraefnin í KR lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur.

Jamarco Warren fór ekki langt - samdi við ÍA

Zachary Jamarco Warren mun spila áfram körfubolta á Íslandi þótt að Snæfell hafi látið kappann fara á dögunum því þessi bandaríski leikstjórnandi er búinn að semja við 1. deildarlið Skagamanna. Skagamenn segjast ætla að spila hraðari bolta nú þegar þeir hafa Warren innan sinna raða.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 63-88 | Keflavíkurhraðlestin á fullri ferð

Keflvíkingar byrjuðu Dominos-deild karla í körfubolta eins og þeir enduðu Lengjubikarinn með því að fara illa með einn af erkifjendum sínum síðustu ár. Keflvíkingar mættu kokhraustir í Garðabæinn í 1. umferð deildarkeppninnar í kvöld og unnu 25 stiga sigur á Stjörnunni, 88-63. Það er óhætt að grafa upp hugtakið um Keflavíkurhraðlestina því það virðist fátt geta stöðvað lærisveina Andy Johnston þessa dagana.

Dominos-deild karla rúllar af stað

Dominos-deild karla fer aftur af stað í kvöld með þremur leikjum en KR-ingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna fyrir tímabilið. Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Grindavík, er aðeins spáð fimmta sætinu í deildinni.

Mutombo ætlar að fara með NBA til Afríku

Dikembe Mutombo, einn af frægari miðherjum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta, sagði BBC frá því að á stefnuskránni sé að fara með NBA-lið til Afríku á næstunni.

Drekarnir grilluðu KFUM-drengina

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons lenti ekki í neinum vandræðum í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir