Fleiri fréttir

Risa tap hjá Herði og félögum í Valladolid

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Valladolid sáu aldrei til sólar gegn Unicaja í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Unicaja vann með 54 stiga mun 112-58.

Öruggt hjá Snæfelli

Snæfell styrkti stöðu sína á toppi Domino's-deildar kvenna með þrettán stiga sigri á Hamri, 71-58, í Stykkishólmi í dag.

Sjö tíma fýluferð hjá Stólunum

Fresta þurfti leik Hattar og Tindastóls í 1. deild karla í körfubolta sem átti að fara fram á Egilsstöðum i kvöld og það þrátt fyrir að Stólarnir væru mættir á staðinn.

Þórsarar unnu Snæfellinga í miklum spennuleik - úrslit kvöldsins

Þórsarar úr Þorlákshöfn byrja nýja árið vel en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar unnu fjögurra stiga sigur á Snæfelli, 94-90, í æsispennandi leik í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld í tólftu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

Jakob og Hlynur flottir í útisigri Drekanna

Sundsvall Dragons endaði þriggja leikja taphrinu á útivelli með því að sækja tvö stig í Solnahallen í kvöld eftir þrettán stiga sigur á Solna Vikings, 77-64, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

NBA í nótt: Toppliðin töpuðu

NBA-liðin frá New York-borg halda áfram að gera það gott en í nótt vann Knicks sigur á meisturunum í Miami Heat á heimavelli.

Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært

Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær.

Rodman var drukkinn í viðtalinu

Dennis Rodman hefur nú viðurkennt að hann var ölvaður í skrautlegu viðtali sem var sýnt á CNN-sjónvarpstöðinni í vikunni.

Kjartan Atli hættur hjá Stjörnunni

„Ég hef ákveðið að hætta að leika með meistaraflokki Stjörnunnar," sagði körfuboltamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtali sem birtist á heimasíðu Stjörnunnar.

Heldur sigurganga KR-inga áfram á nýju ári?

Dominos-deild karla í körfu fer af stað í kvöld eftir jólafríið en fjórir leikir fara þá fram í tólftu umferðinni. Stórleikur kvöldsins er á milli toppliðs KR og Íslandsmeistara Grindavíkur í DHL-höllinni.

Öruggir útisigrar á öllum stöðum í kvöld - úrslitin í kvennakörfunni

Efstu þrjú liðin í Dominos-deild kvenna unnu öll örugga útisigra í leikjum sínum í kvöld en þá fór fram sextánda umferð deildarinnar. KR vann stórsigur í Hveragerði og komst upp að hlið Vals í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Allir leikir kvöldsins unnust þar með sannfærandi á útivelli.

Drekarnir unnu skyldusigur á heimavelli

Sundsvall Dragons er aftur með fimmtíu prósent sigurhlutfall í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir 19 stiga sigur á KFUM Nässjö, 92-73, í 20. umferð sænsku deildarinnar í kvöld.

Vlade Divac missti föður sinn í bílslysi

Vlade Divac, einn frægasti körfuboltamaður Evrópu frá upphafi og fyrrum leikmaður til margra ára í NBA-deildinni, missti föður sinn í bílslysi í Serbíu í dag en auk þess liggur móðir hans stórslösuð á spítala.

LeBron smellti kossi á áhorfanda

LeBron James var greinilega í góðu skapi þegar að lið hans, Miami Heat, vann góðan sigur á New Orleans Pelicans, 107-88, í NBA-deildinni í nótt.

Hardy: Við getum unnið deildina

Lele Hardy, leikmaður Hauka í Domino's-deild kvenna, viðurkennir að það hafi ekki komið sér mjög á óvart að hún hafi verið valin besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins í deildinni.

Deng farinn frá Bulls

Bretinn Luol Deng er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni eftir að félagið komst að samkomulagi við Chicago Bulls um skiptin.

Elvar Már: Þurfum að vinna toppliðin

Elvar Már Friðriksson, sem valinn var besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild karla, segir að Njarðvík eigi möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. Hann var ánægður með útnefninguna í dag.

Rodman gráti næst á CNN

"Ég elska hann. Hann er vinur minn,“ sagði Dennis Rodman í athyglisverðu viðtali sem birtist á CNN-sjónvarpsstöðinni í dag.

Elvar og Hardy best

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og Lele Hardy, leikmaður Hauka, voru í dag útnefnd bestu leikmenn Domino's-deilda karla og kvenna.

NBA í nótt: Brooklyn á skriði

Brooklyn Nets virðist loksins vera komið á ágætt skrið eftir að liðið vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt.

Valskonur inn á topp fjögur - úrslitin í kvennakörfunni

Valskonur eru komnar upp í fjórða sæti Domnios-deildar kvenna í körfubolta eftir níu stiga sigur á KR, 63-54, í DHL-deildinni í kvöld. Valskonur höfðu sterkari taugar á lokasprettinum en leikurinn var annars jafn og spennandi.

Haukakonur upp í annað sætið - myndir

Haukakonur tóku annað sætið af Keflavík með því að vinna 26 stiga sigur á Keflavík, 85-59, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum en Haukaliðið er búið að vinna tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna.

Langþráður sigur hjá Njarðvíkurkonum

Njarðvíkurkonur unnu langþráðan sigur í Domnios-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu þriggja stiga sigur á Hamar, 63-60, í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík hafði tapað síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni.

Helena heldur áfram að raða niður þristum

Helena Sverrisdóttir byrjaði nýja árið eins og hún endaði það gamla þegar hún skoraði fjórar þriggja stiga körfur í tólf stiga sigri DVTK Miskolc á UNIQA Euroleasing Sopron í Mið-Evrópu deildinni í körfubolta. Miskolc vann leikinn 76-64.

NBA: Auðvelt í San Antonio

San Antonio Spurs fór hamförum gegn Los Angeles Clippers í öruggum sigri liðsins í NBA-deildinni í nótt. Sigurinn var síst of stór en Spurs leiddi með 35 stigum í hálfleik. Gestirnir frá Los Angeles reyndu nokkur áhlaup í seinni hálfleik en komust aldrei nálægt forskoti Spurs.

Haukur valinn í úrvalslið desembermánaðar

Haukur Helgi Pálsson er að standa sig vel með Breogán í spænsku b-deildinni í körfubolta og íslenski landsliðsmaðurinn var á dögunum valinn í úrvalslið desembermánaðar í deildinni.

Algjört hrun í lokaleikhlutanum

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í CB Valladolid töpuðu stórt á heimavelli á móti Gipuzkoa í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Gipuzkoa vann þarna 19 stiga sigur, 83-64.

Jón Arnór missti af sjötta leiknum í röð

Jón Arnór Stefánsson gat ekki spilað með CAI Zaragoza í kvöld þegar liðið tapaði með sjö stigum á heimavelli á móti Real Madrid, 68-75, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór er enn að ná sér að meiðslum og var sárt saknað í spennuleik.

LeBron og Kevin Durant bestir í desember

LeBron James hjá Miami Heat og Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder voru valdir bestu leikmenn desember-mánaðar í NBA-deildinni í körfubolta. James var sá besti í Austurdeildinni en KD sá besti í Vesturdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir