Fleiri fréttir

Malaga vann nauman sigur á botnliðinu

Jón Arnór Stefánsson og félagar í spænska körfuboltaliðinu Unicaja Malaga unnu nauman sigur, 75-78, á botnliði Montakit Fuenlabrada í kvöld.

Koma Elvar og Martin heim í úrslitakeppnina?

Martin Hermannsson tísti í gærkvöldi að ef hann myndi ná 500 "favorites" á tíst sitt myndu hann og Elvar Friðriksson koma heim og spila með sínum liðum, KR og Njarðvík, í undanúrslitum Dominos-deildar karla.

Sjáðu allt það helsta frá Bonneau í gær

Stefan Bonneu fór á kostum í sigri Njarðvík gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Leikurinn fór fram í Njarðvík, en heimamenn tryggðu sér með sigrinum sæti í undanúrslitunum.

Þetta er lögreglumál! | Arnar og Svali fara á kostum

Það var mikið fjör í Ljónagryfjunni í gær þegar oddaleikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Dominos-deild karla fór fram. Njarðvík vann að lokum, 92-73, og tryggði sér þar af leiðandi sæti í undanúrslitum keppninnar.

Spilar fyrsti Indverjinn í NBA á morgun?

Sim Bhullar, leikmaður Sacramento Kings í NBA-körfuboltanum, mun líklega leika sinn fyrsta leik í NBA-körfuboltanum á morgun þegar liðið mætir New Orleans Pelicans.

Ellefti sigur Golden State í röð | Myndbönd

Golden State Warriors vann sinn ellefta leik í röð í nótt þegar liðið lagði Phoenix af velli í spennuþrungnum leik, 107-106. Leikið var í Oakland í Kalíforníu, en mikil spenna var fram á síðustu mínútu í leiknum.

Ágúst brjálaður út í sínar stúlkur | Myndband

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var allt annað en sáttur með sínar stúkur í einu af leikhléum sínum í leik Vals gegn Grindavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi.

Frábær endurkoma Harðar og félaga

Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði í rúmar 24 mínútur þegar Mitteldeutscher vann endurkomusigur á Phoenix Hagen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 70-65.

Tólf stig frá Jóni Arnóri í sigri

Jón Arnór Stefánsson átti fínan leik fyrir Unicaja Malaga í sigri liðsins á Nizhny Novgorod í Meistaradeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 94-75 sigur Unicaja.

Harden stórkostlegur í sigri Houston | Myndbönd

James Harden átti magnaðan leik fyrir Houston gegn Sacramento í NBA-körfuboltanum í nótt. Harden skoraði allt í allt 51 stig í sigri Houston, 115-111. Hann tók einnig átta fráköst, gaf stoðsendingar og stal þremur boltum.

Tíu sigrar í röð hjá Warriors

Stephen Curry fór einu sinni sem oftar fyrir liði Golden State Warriors í nótt er það lagði LA Clippers að velli og vann sinn tíunda leik í röð.

Sjá næstu 50 fréttir