Fleiri fréttir

Hver er þessi Matthew Dellavedova?

Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt.

NBA: Cleveland sló út Chicago en Houston tryggði sér úrslitaleik | Myndbönd

Cleveland Cavaliers varð í nóttafyrsta liða sem kemst áfram upp úr 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið komst þá í úrslit Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum. Það þarf hinsvegar hreinan úrslitaleik hjá Houston Rockets og Los Angeles Clippers eftir annan sigur Houston-liðsins í röð.

LeBron James jafnaði Michael Jordan í nótt

LeBron James var mjög flottur í nótt þegar Cleveland Cavaliers vann sinn annan leik í röð á móti Chicago Bulls og komst í 3-2 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeild úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Íslensku stelpunum fjölgar enn í New York

Lovísa Henningsdóttir, nítján ára miðherji úr Haukum, hefur ákveðið að taka skólastyrk frá Marist-háskólanum í New York fylki en hún segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni.

Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur

Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út.

Óvænt tap Unicaja

Jón Arnór Stefánsson skoraði þrjú stig þegar Unicaja Malaga tapaði fyrir Rio Natura Monbus í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 78-66.

Hannes: Skilar sér betur til ungu kynslóðarinnar

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að með áframhaldandi reglu um að einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu í hverju liði stuðli að því að fleiri ungir leikmenn fái tækifæri í meistaraflokki.

Óbreytt landslag í körfunni

Það verður óbreytt landslag í körfuboltanum á Íslandi á næstu leiktíð, en kosið var um hversu marga útlendinga liðin mættu vera með á næstu leiktíð á ársþingi KKÍ fyrr í dag.

Elvar og Martin spila ekki áfram saman í Brooklyn

Elvar Már Friðriksson, körfuknattleiksmaður úr Njarðvík, hefur ákveðið að skipta um háskóla í Bandaríkjunum, en Elvar lék með LIU Brooklyn á síðustu leiktíð þar sem hann stundaði einnig nám.

Ólafur Rafnsson sæmdur Heiðurskrossi KKÍ

Ólafur Rafnsson, fyrrverandi formaður KKÍ, var sæmdur Heiðurskrossi KKÍ á Körfuknattleikþinginu 2015 sem stendur yfir í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Sigmundur: Enginn ís með dýfu

Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun.

Körfuboltahreyfingin er klofin í tvennt

Tillögur liggja fyrir ársþingi KKÍ um að fjölga erlendum leikmönnum í Domino's-deild karla. Kosið verður um að halda sömu reglum, fara í 3+2 eða hafa einn Bandaríkjamann og ótakmarkaðan fjölda Bosman-manna.

Helena: Körfuboltinn er áfram mín atvinna

Helena Sverrisdóttir er komin heim og verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum næsta vetur. Hún lítur enn á sig sem atvinnumann enda körfuboltinn hennar vinna. Hún útilokar ekki að fara aftur út síðar.

Haukur klárar ekki tímabilið með Laboral Kutxa

Haukur Helgi Pálsson er á heimleið en hann fékk ekki samning hjá spænska Euroleague-liðinu Laboral Kutxa eftir að hafa verið á reynslu að undanförnu. Haukur segir frá þessi á samfélagsmiðlum.

Ágúst hættir með Valskonur

Ágúst Björgvinsson verður ekki áfram þjálfari kvennaliðs Vals í Dominos-deildinni en hann hættir með liðið eftir fjögurra ára starf.

Helena: Mikið gleðiefni að þetta hafi tekist

Besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, er hæstánægð með að vera komin aftur heim til Íslands en hún skrifaði undir samning við uppeldisfélag sitt, Hauka, í hádeginu.

Sjá næstu 50 fréttir