„Eigum við ekki bara að segja að Grindavík sé 19 stigum betri en við akkúrat eins og staðan er í dag“,
Var það eitthvað sérstakt sem Ísak gat bent á sem útskýrði muninn á liðunum?
„Mér fannst við koma flatir út í leikinn og vorum ekki klárir í þessa líkamlegu baráttu sem var hér í kvöld. Þeir eru mjög líkamlega sterkir og það var gegnum gangandi í leiknum. Ef við náðum ekki stoppum þá virtist vera erfitt fyrir okkur að hlaupa og búa til opin þriggja stiga skot. Það útskýrir kannski hittni liðsins og stigaskorið.“
Sér Ísak eitthvað sérstakt sem hann þarf að segja við sína menn eftir leik eins og þennan?
„Nei, bara „We go again“ næsta fimmtudag. Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera og við getum ekki verið að hengja haus of lengi við þennan leik því næsti leikur er jafn erfiður [Tindastóll er næsti andstæðingur ÍR].“
Jacob Falko, bandarískur bakvörður ÍR, var lengi að finna fjölina sína en þegar hann komst í gang var hann helsta ógn ÍR. Bjóst Ísak við meiru frá honum?
„Falko var fínn og aðrir fínir en við þurfum meira frá öllum. Hann er ekki að koma hingað ot skora 40 stig í leik og við þurfum að finna lausnir á sóknarleiknum okkar og varnarlega þannig að Jacob Falko er bara lítil eining í þeirri mynd.“