Fleiri fréttir

Haukur Helgi einnig í viðræðum við Estudiantes

Haukur staðfesti að hann væri einnig í viðræðum við spænska liðið Estudiantes en hann greindi frá því á dögunum að hann væri í viðræðum við Charleroi í belgísku deildinni.

Valanciunas frábær í sigri Litháa

Litháen varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, eftir 10 stiga sigur, 95-85, á Ítalíu.

Hörður Axel skorar á eldri leikmenn landsliðsins

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, skrifaði stuttan en skemmtilegan pistil á Facebook-síðu sinni eftir helgina þar sem hann skorar á eldri leikmenn landsliðsins að taka þátt í næstu undankeppni.

Haukur Helgi í viðræðum við Charleroi

Íslenski landsliðsmaðurinn sem sló í gegn á Eurobasket er í viðræðum við belgíska félagið Charleroi. Hann hefur ekki fengið tilboð frá félaginu en Belgarnir voru fyrsta félagið sem hafði samband.

Tékkland í 8-liða úrslitin í fyrsta sinn

Landslið Tékklands í körfubolta komst í dag í fyrsta sinn sem sjálfstætt ríki í 8-liða úrslit EM í körfubolta, Eurobasket, en 16-liða úrslitin kláruðust í dag. Ásamt Tékklandi tryggðu Ítalía, Serbía og Litháen sér sæti í 8-liða úrslitunum.

Gasol magnaður í sigri Spánverja

Lettland, Grikkland, Spánn og Frakkland tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta, Eurobasket, í dag.

Pedersen verður áfram

Formaður KKÍ segir að það sé gagnkvæmur vilji að halda samstarfinu við Craig Pedersen áfram.

Bosh búinn að ná sér af veikindunum

Stjörnuleikmaðurinn Chris Bosh verður klár í slaginn þegar NBA-deildin hefst eftir mánuð en hann hefur náð sér eftir að hafa greinst með blóðtappa í lungunum.

Er körfuboltinn kominn heim?

Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu.

Jón Arnór semur við Valencia

Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni.

Breyting á úrslitakeppni NBA-deildarinnar

NBA-deildin staðfesti í gær að í stað þess að sigurvegari hvers riðils sé tryggt sæti í einum af efstu fjóru sætunum myndu röðunin einungis fara eftir sigurhlutfalli í hvorri deild fyrir sig.

Logi: Ég tróð mér inná í lokin

Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.

Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld

Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik.

Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér

Haukur Helgi Pálsson var þakklátur fyrir stuðninginn á Eurobasket en hann segir strákana vera ákveðna í að vinna leikinn í dag til þess að verðlauna stuðningsmenn liðsins eftir frábæran stuðning í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Serbía ekki í vandræðum með Ítalíu

Serbía vann öruggan 19 stiga sigur á Ítölum í fyrsta leik dagsins á EM í körfubolta í Berlín en leiknum lauk með 101-82 sigri Serbana. Unnu þeir því alla fimm leiki sína í riðlakeppninni en Ítalir gátu með sigri stolið toppsætinu í B-riðli.

Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra

Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði.

Heimsfriðurinn æfir með Lakers

Metta World Peace æfir þessa dagana með Los Angeles Lakers en hann er í viðræðum við félagið um eins árs samning þar sem honum er ætlað að miðla af reynslu sinni til ungra leikmanna liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir