Fleiri fréttir

NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd

Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls.

Grindavíkurkonur sluppu við 25 daga frí en Stjarnan ekki

Bikarmeistarar Grindavíkur í kvennakörfunni fá tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni 13. febrúar næstkomandi en það kom í ljós eftir að liðið vann Stjörnuna í undanúrslitunum í gær.

Gunnar Örlygs: Ekkert nema náungakærleikur að leyfa Stefan Bonneau að vera hérna

Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau er að jafna sig eftir hásinarslit en hann er engu að síður í kringum Njarðvíkurliðið í öllum leikjum og hefur sett á svið skotsýningu fyrir síðustu leiki. Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, er ekki búinn að afskrifa það að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni.

NBA: Toronto Raptors nú búið að vinna átta leiki í röð | Myndbönd

Toronto Raptors er á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en kanadíska liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt. Brooklyn Nets stoppaði aftur á móti sjö leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann Dallas Mavericks.

Fjórtán stiga tap Svendborg

Svendborg Rabbits tapaði með fjórtán stiga mun gegn Bakken Bears, 97-83, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Tveir Íslendingar eru á mála hjá Svendborg.

Haukaliðin tapa og tapa eftir komu nýju Kananna

Körfuknattleiksdeild Hauka gerði breytingu á stöðu erlendra atvinnumanna hjá báðum meistaraflokkum sínum um áramótin en það er ekki hægt að segja að liðin hafi byrjað vel eftir þessar breytingar.

Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn

Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi.

NBA: Golden State lék sér að liði Chicago Bulls í nótt | Myndbönd

NBA-meistarnir í Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með því að vinna stórsigur á Chicago Bulls á útivelli tveimur dögum eftir að liðð burstaði Cleveland Cavaliers á þeirra heimavelli. Oklahoma City Thunder og Toronto Raptors unnu bæði sinn sjötta sigurleik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir