Fleiri fréttir

Sonur Schumacher efnilegur

Þýska dagblaðið Express í Cologne segir að þó nú sé aðeins einn Schumacher að keppa í Formúlu 1, gæti það átt eftir að breytast í framtíðinni því sjö ára gamall sonur Michael Schumacher sé mikið efni.

Massa ætlar ekki að gera Raikkönen neina greiða

Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari hefur sent verðandi félaga sínum Kimi Raikkönen og öðrum keppinautum sínum aðvörun fyrir næsta keppnistímabil og ætlar sér stóra hluti.

Nóg að vinna einn titil í viðbót

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist sáttur geta lagt stýrið á hilluna ef hann nær að vinna einn titil í viðbót og jafna þar með árangur Brasilíumannsins Ayrton Senna. Hinn 25 ára gamli Spánverji varð um helgina heimsmeistari annað árið í röð.

Schumacher er besti ökumaður allra tíma

Michael Schumacher er besti ökumaður í sögu Formúlu 1 að mati þeirra Niki Lauda og David Coulthard, en þýski ökuþórinn lagði stýrið á hilluna eftir Brasilíukappaksturinn á sunnudaginn.

Vöxtur Ferrari er helsta afrek Schumacher

Fyrrum þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, Sir Jackie Stewart, segir að sjö heimsmeistaratitlar séu ekki merkasta afrek Michael Schumacher í Formúlu 1 - heldur sú staðreynd að hann eigi stærstan þátt í að gera lið Ferrari að því stórveldi sem það er í dag.

Renault á ekki von á bellibrögðum Ferrari

Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn.

Aftur keppt á Spa á næsta ári

Forráðamenn Belgíukappakstursins hafa náð samkomulagi við Bernie Ecclestone um að endurvekja keppnishald á Spa-brautinni þar í landi, en ekki var keppt á brautinni í ár eftir að mótshaldarar fóru á hausinn. Brautin hefur verið endurbætt fyrir um 25 milljónir dollara og verður keppt á þessari sögufrægu braut á ný í september á næsta ári.

Schumacher heiðraður í Brasilíu

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher tekur um næstu helgi þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum þegar lokamót ársins fer fram í Brasilíu og þar verður hann heiðraður sérstaklega af knattspyrnugoðsögninni Pele.

Alonso á sigurinn vísan

Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur.

Schumacher í mun betri stöðu

Michael Schumacher verður annar á ráslínu, á eftir félaga sínum Felipe Massa hjá Ferrari, þegar ræst verður til leiks í kappakstrinum í Japan í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði aðeins fimmta sæti í tímatökunni og því ljóst að Schumacher er skrefinu á undan í baráttunni um titilinn í ár.

Schumacher er yfir í sálfræðistríðinu

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir hinn sigursæla Michael Schumacher ekki hafa verið íþróttinni til mikils sóma á ferlinum, en þykist nokkuð viss um að hann muni enda ferilinn á meistaratitli.

Við höfum engar afsakanir

Pat Symonds, liðsmaður Renault, segir liðið ekki hafa neinar afsakanir fyrir því að hafa tapað Kínakappakstrinum í dag og segir að liðið hefði átt að vinna keppnina.

Schumacher á toppinn

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er kominn í efsta sætið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 í fyrsta skipti í tvö ár eftir að hann vann frábæran sigur í Kínakappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafnaði í öðru sæti í dag og eru þeir því jafnir að stigum þegar tvö mót eru eftir, en fleiri sigrar Þjóðverjans tryggja honum efsta sætið.

Sjá næstu 50 fréttir