Fleiri fréttir

Button er ekki bjartsýnn

Ökuþórinn Jenson Button segir að Honda bíllinn í ár standi öðrum bílum töluvert langt að baki og hann sé því ekki bjartsýnn á góðan árangur á komandi leiktíð í formúlu 1 kappakstrinum. Forráðamenn Honda liðsins höfðu áður gert sér vonir um að berjast um sjálfan heimsmeistaratitilinn á þessu tímabili.

Raikkönen er ofmetinn ökumaður

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, segir að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari sé ofmetinn ökumaður. Hann segir þann finnska ekki hafa það til að bera sem þurfi til að fylla skó Michael Schumacher hjá þeim rauðu.

Alonso segir bílinn ekki tilbúinn

Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren.

Sjá næstu 50 fréttir