Fleiri fréttir

Raikkönen fljótastur á Sepang í dag

Kimi Raikkönen var í miklu stuði á æfingum í Sepang í Malasíu í dag og náði besta tímanum á Ferrari bíl sínum. Hann var hálfri sekúndu á undan Alexander Wurz hjá Toyota, en sá ók 114 hringi á brautinni í dag - helmingi fleiri en Finninn. Skotinn David Coulthard náði þriðja besta tímanum á Red Bull- Renault bíl sínum.

Raikkonen á að fá að drekka að vild

Eddie Jordan, ein af helstu goðsögnu formúlu 1, hefur beðið forráðamenn Ferrari um að hafa ekki áhyggjur af óhóflegri drykkju finnska ökumannsins Kimi Raikkonen, en sá er sagður vera mikið fyrir að fara út á lífið og fá í tána. Jordan segir að á meðan Raikkonen haldi áfram að aka eins og hann hefur verið að gera geti drykkjan ekki annað en verið að gera honum gott.

Raikkönen byrjar vel hjá Ferrari

Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum.

Raikkönen á ráspól

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í Melbourne í Ástralíu á morgun þegar fyrsta keppni ársins fer fram í Formúlu 1. Þetta var í 12. skipti á ferlinum sem Raikkönen nær ráspól og gefur góð fyrirheit um framhaldið hjá honum í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari. Heimsmeistarinn Fernando Alonso, sem einnig ekur fyrir nýtt lið, náði öðrum besta tímanum á McLaren bíl sínum og Nick Heidfeld og Lewis Hamilton urðu í þriðja og fjórða sæti.

Ferrari getur unnið án Schumachers

Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið.

Scumacher er ekki að kaupa Toro Rosso

Gerhard Berger, annar tveggja eiganda Toro Rosso liðsins í formúlu 1, segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé um það bil að selja sinn hlut til Michael Scumacher, fyrrum heimsmeistara í formúlunni.

Ecclestone: Massa verður meistari

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segir að Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sé að sínu mati líklegasti ökuþórinn til að verða heimsmeistari á komandi keppnistímabili í Formúlu 1.

Alonso: Ferrari skrefinu á undan

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sem nú ekur fyrir McLaren í Formúlu 1, segir að Ferrari sé skrefinu á undan sínum mönnum á síðustu vikunum fyrir fyrstu keppni ársins sem fram fer í Ástralíu þann 18. mars.

Sjá næstu 50 fréttir