Fleiri fréttir

„Krabbameinið er fokking fokk“

„Ég er með eitt húðflúr á löppinni sem er pínulítið mitt einkennismerki, og þar stendur Fuck Cancer,“ segir Olga Steinunn Stefánsdóttir sem missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein.

Spennandi ár framundan og hér er brot af því besta

Nýtt ár og nýir hlutir til að hlakka til. Á árinu verða stórtónleikar nokkuð áberandi, en nokkrar þekktar hljómsveitir eru á leiðinni til landsins, margar framhaldsmyndir fara í frumsýningu og hellingur er að gerast hjá landsliðunum okkar. Þetta verður gott ár.

Leigubílstjórastarfið hentar vel með námi og íþróttum

Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen starfar sem leigubílstjóri. Lára vekur gjarnan athygli hjá farþegum sínum enda er ekki algengt að setjast upp í leigubíl og á móti manni tekur ung stelpa. Lára segir starfið vera afar skemmtilegt og henti vel með námi og íþróttum.

Heldur upp á árið í heild

Hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi er sextug í dag. Hún heldur upp á það með markmiðum um að gera eitthvað skemmtilegt í hverjum mánuði ársins.

Auddi geymir fyrrverandi kærusturnar í kassa

"Þetta er kassi sem fannst uppí skáp hjá mömmu ásamt gömlu dóti frá unglingsárum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal í samtali við Vísi en hann sagði frá mjög skemmtilegri sögu í þættinum Satt eða Logið á Stöð 2 í gær.

Ný ísdrottning komin í heiminn

Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson eignuðust sitt annað barn á laugardaginn þegar stúlkubarn kom í heiminn.

Ásdís Rán stofnar nýtt fyrirtæki á árinu

Það gerðist margt á árinu sem var að líða hjá fyrirsætunni og þyrluflugmanninum Ásdísi Rán Gunnarsdóttur en hún kláraði meðal annars þyrluflugmannsnám og kom sér upp heimili á Íslandi. Við taka spennandi tímar en hún er að setja nýtt fyrirtæki á laggirnar.

Alec Baldwin heldur áfram að gera stólpagrín að Trump

Í gær birti Baldwin mynd á Instagram þar sem hann er með sams konar derhúfu og Trump hefur ítrekað látið sjá sig með og prýðir kosningaslagorð hans. Á derhúfu Baldwin er þó sú breyting á að slagorði Trump hefur verið snarað yfir á rússnesku en með því er Baldwin án efa að vísa í meint afskipti Rússlands að forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Furðar sig ekki á gagnrýni

"Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Hann segist taka þátt í samstarfinu af heilindum og segir ekki ósætti í flokknum um samstarfið.

Eini launaði sporhundaþjálfari Íslands

Þórir Sigurhansson starfar fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar við að þjálfa blóðhundinn Perlu. Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu en þau Þórir fóru tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll.

Gjóskulög eru gagnaskrár

Guðrún Larsen jarðfræðingur hlaut nýlega heiðursverðlaun úr verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright sem vísindamaður ársins 2016 að viðstöddu öðru fræðafólki.

Sjá næstu 50 fréttir