Fleiri fréttir

Verðlaunamynd um einelti

Myndin Bully, sem á íslensku er kölluð Grimmd: sögur af einelti, verður frumsýnd í Háskólabíói á föstudaginn. Um er að ræða verðlaunaða heimildarmynd sem á erindi við alla og tekst á við ofbeldið sem einelti er og vandamálin sem það skapar í nútímasamfélagi.

Gleðibankinn í öllum partíum

Kvikmyndagerðar- og tónlistarkonan Vera Sölvadóttir myndi vilja fá Kára Stefánsson til að búa til nýjan forseta. Leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni líst illa á kúluhatt trommara Of Monsters and Men. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar.

Gengjastríð í Breiðholti í nýrri þáttaröð af Pressu

"Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu.

Skilafrestur fer eftir svefni

"Það er slatti af myndasögum komnar inn nú þegar en skilafrestur rennur út þegar við vöknum á mánudagsmorguninn næstkomandi. Nánari tímasetning fer eftir hvað við ákveðum að sofa lengi," segir skopmyndateiknarinn Hugleikur Dagsson hjá bókaútgáfunni Ókeibæ, sem stendur fyrir myndasögukeppni.

Heldur íslenska menningarhátíð í Frakklandi

"Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur,“ segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d‘Islande í Frakklandi.

Fer til Hollands og nælir í BA-gráðu í sirkuslistum

"Fyrsta árið lærir maður allar greinar fagsins, þar á meðal að gegla og loftfimleika, en hin þrjú árin fara í það að sérhæfa sig,“ segir Eyrún Ævarsdóttir sem mun hefja nám í sirkuslistum við Codart-skólann í Rotterdam í haust.

Lærir leikstjórn í New York

"Þetta verður nýtt og spennandi ævintýri fyrir okkur,“ segir Jörundur Ragnarsson leikari en hann hefur fengið inngöngu í Columbia-háskólann í New York og heldur utan í haust.

Komst á bragðið í Séð og heyrt

„Mig hefur lengi langað að gera eitthvað. Ætli ég myndi ekki teljast dálítið klassískt skúffuskáld,“ segir Svanur Már Snorrason sem hefur gefið út sína fyrstu bók, Fegurðardrottningin sem fitnaði.

Sjá næstu 50 fréttir