Fleiri fréttir

Sögur handa öllum vítt og breitt um borgina

Lestrarhátíðin í Reykjavík hefst á fimmtudaginn og það verða bókmenntir og sögur vítt og breitt um borgina allan októbermánuð en hátíðin er tileinkuð Svövu Jakobsdóttur og röddum kvenna í ár.

Mæðgin leika mæðgin á sviði

Edda Björgvinsdóttir frumsýndi Edduna í annað sinn með nokkrum breytingum. Björgvin Franz Gíslason, sonur hennar, hefur tekið að sér aðalhlutverkið en hann er nýfluttur heim.

Ljóðabók, leikrit og sjónvarpsþáttur á leiðinni

"Ég hef eiginlega ekki verið jafn stoltur af neinu og þessari ljóðabók, fyrir utan auðvitað börnin mín,“ segir Dóri DNA. Hann ræðir við Lífið um hvernig það er að búa á Akureyri, um leikritið sem hann er að setja upp með Sögu Garðarsdóttur og sjónvarpsþátt sem hann er að skrifa.

Þegar listin horfir á alheiminn

Sýningin Heimurinn án okkar var nýverið opnuð í Hafnarborg. Þar eru skoðuð verk íslenskra listamanna sem horfa á alheiminn. Í kvöld verður boðið upp á þverfaglegt og skemmtilegt málþing um viðfangsefnið.

Yfirlitssýning á verkum Gunnars Rúnars

Næstkomandi laugardag opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur yfirlitssýning á verkum Gunnars Rúnars Ólafssonar (1917-1965) ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns.

Ævintýrin í hversdagsleikanum

Myndlistarmaðurinn Dagbjört Drífa Thorlacius opnar sína fyrstu, stóru einkasýningu í Gallerí Gróttu, Seltjarnarnesi fimmtudaginn 24. september kl. 17.

Eigum meira sameiginlegt en við höldum

Eames Demetrios er barnabarn Ray og Charles Eames. Hann bjóst aldrei við að starfa við fjölskyldufyrirtækið en stýrir því í dag og hefur gert í rúm þrjátíu ár.

Alltaf í miðri hringiðunni

Una Dóra Copley er einkadóttir Nínu Tryggvadóttur myndlistarkonu en í gær var opnuð glæsileg yfirlitssýning á verkum Nínu í Listasafni Íslands. Una Dóra var alin upp í hringiðu lista og menningar.

Ljóð bæta við og fylla myndina

Óskar Árni Óskarsson skáld sendi nýverið frá sér ljóðabókina Blýengillinn og þar eru ófá ljóðin samofin ­borgarmyndinni, vinum skáldsins og góðum bókum enda hefur skáldið starfað sem bókavörður í 40 ár.

Mannlegt nautaat í heimi samkeppninnar

Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona útskrifaðist úr Listaháskólanum í vor og í kvöld þreytir hún frumraun sem atvinnuleikkona í breska verkinu At og þar er tekist á.

Konur hér og nú í 30 ár

Fyrir 30 árum var opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Hér og nú. Sýningin var hluti af Listahátíð kvenna árið 1985 og tóku 28 myndlistarkonur þátt í henni. Síðastliðinn laugardag var opnuð, einnig á Kjarvalsstöðum, sýningin Kvennatími - Hér og nú þrjátíu árum síðar.

Nafli alheims míns

Fimmtudaginn 10. september opnar Rakel Steinarsdóttir nýja innsetningu í Studio Stafni á Ingólfsstræti 6.

Dansað í dimmu

Eyrún Arnadóttir ásamt þeim Emma Sanderson, Emmy Winks og Rik McNair halda dansviðburðinn Dansað í dimmu.

Ekki lengur í uppvaskinu

Kristján Guðmundsson er einn þekktasti myndlistarmaður landsins. Hann hefur þó ekki alltaf getað lifað á listinni og vann oft í uppvaski á árum áður til þess að eiga í sig og á. Sýning á eldri verkum hans var opnuð í i8 í vikunni.

Táfýlublæti og tvíhyggja

Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu þar sem meðal annars má finna mynd sem vísar í ákveðið blæti sem hún hefur fyrir vissri tegund táfýlu.

Ég fann strax Brassann í mér í bossanóva

Brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson saxófónleikari standa fyrir dillandi skemmtilegum tónleikum kl. 21 í Mengi í kvöld.

Margoft þurft að vera minntur á eigið afmæli

Hörður Torfason á sjötugsafmæli í dag og endurvekur árlega hausttónleika sína við tilefnið. Hann er ekki upptekin af afmælum eða aldri heldur leggur áherslu á að njóta. 

Kling & Bang húsnæðislaust

Kling & Bang flytur starfsemi sína af Hverfisgötu 42 þar sem sýningarsalur Kling & Bang hefur verið til húsa í sjö og hálft ár.

Davíð með útgáfuteiti í tilefni útgáfu Mórúnu

Fyrsta bókin í bókaflokki um Mórúnu, Í skugga Skrattakolls kemur út í dag. Af því tilefni verður efnt til útgáfuteitis í verslun Eymundsson við Skólavörðustíg frá kl. fimm til sjö í dag.

Ég er lesblindur myndasöguhnoðari

Ingi Jensson opnar á morgun sýningu á verkum sínum í Borgarbókasafninu í Grófinni og býður fólki að koma og trufla sig næstkomandi mánudag.

Maður þarf ekki að hafa vit á tónlist

Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst í kvöld og Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, segir spennandi starfsár fram undan.

Sjá næstu 50 fréttir