Sögur handa öllum vítt og breitt um borgina Magnús Guðmundsson skrifar 29. september 2015 11:30 Kristín Viðarsdóttir er verkefnisstjóri í Bókmenntaborginni Reykjavík sem stendur fyrir lestrarhátíð. Visir/Anton Lestrarhátíð í bókmenntaborginni Reykjavík hefst á fimmtudaginn og stendur allan október mánuð að vanda. Kristín Viðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Reykjavík bókmenntaborg og hún segir að hátíðin hafi vaxið og dafnað með hverju árinu en hún verður nú haldin í fjórða sinn. „Október er mánuður orðlistar í Reykjavík og lestrarhátíðin stendur allan mánuðinn. Fólk hefur reyndar verið að tengja þetta í huganum að miklu leyti við börn og unglinga og ákveðna skólatengingu en þetta er hátíð fyrir alla. Þetta er hátíð fyrir börn og fullorðna og vissulega er ákveðin tenging við skólana en þetta er svo sannarlega hátíð fyrir fólk á öllum aldri. Það sem felst í hátíðinni er að beina athyglinni að ákveðnu þema á hverju ári fyrir sig. Við viljum koma þessu þema út til fólksins í borginni, út í borgarlandið og á staði sem fólk er ekki endilega vant að tengja við bókmenntir eða bókmenntaviðburði og koma þannig borgarbúum og borgargestum ánægjulega á óvart. Leitast við að setja bókmenntirnar í nýtt og óvænt samhengi. Við höfum t.d. verið að vinna með Kringlunni, bæði í fyrra og aftur í ár, með því að setja upp tilvitnanir í bókmenntir á gler, gólf og veggi. Það mæltist ákaflega vel fyrir í fyrra, bæði af starfsfólki og gestum Kringlunnar og við erum full tilhlökkunar að sjá hvernig þessu verður tekið í ár.“Svava og raddir kvenna Kristín segir að þema hátíðarinnar í ár sé Svava Jakobsdóttir og raddir kvenna. „Við erum með sérstakan fókus á Svövu, Forlagið gefur úr bók eftir hana sem heitir Sögur handa öllum og það er jafnframt heitið á hátíðinni í ár. Þessi bók var gefin út fyrir einhverjum árum í lokuðum bókaklúbbi en kom ekki á almennan markað. En er núna endurútgefin í kilju í íslenskri klassík og þarna er að finna þrjú smásagnasöfn Svövu í einni bók; Veisla undir grjótvegg, Gefið hvort öðru og Undir eldfjalli.“ Kristín tiltekur að það sé alltaf lögð áhersla á að hátíðin sé fjölbreytt þó svo áherslan sé á Svövu að þessu sinni og margir viðburðir tengdir við hennar feril. „Við leggjum alltaf áherslu á að gefa ólíkum röddum sviðið en að þessu sinni er áherslan á konur og þá erum við bæði að tala um konur í skáldskap sem og konur sem rithöfunda og skáld. Við erum að t.d. að vinna með nýjum skáldahópi sem kallast Ós og hefur soldið sprottið upp úr ritsmiðjum sem við höfum staðið að. Það er að stofninum til skáldkonur af erlendum uppruna sem eru búsettar á Íslandi en hópurinn er vissulega líka opinn konum sem eru fæddar hér. Þær verða með ljóðasýningu á Borgarbókasafninu og viðburði bæði þar og úti á Hóteli Marina sem er nýr samstarfsaðili hjá okkur en það verða fleiri viðburðir tengdir hótelinu. Við erum líka að vinna með ungum skáldkonum, Ástu Fanneyju Sigurðardóttur og Völu Valgerði Þóroddsdóttur, en þær verða með ljóðmyndasýningu í hundrað götugluggum á höfuðborgarsvæðinu en margir þekkja þessa götuglugga frekar sem strætóskýli borgarinnar. Þessar ljóðmyndir eru ljósmyndir þar sem unnið er með borgina og umhverfið og svo semja þær ljóð við viðkomandi mynd. En allar þessar ljóðmyndir eru gerðar sérstaklega fyrir Lestrarhátíðina í ár.Almenn þátttaka Málið er að við erum alltaf með mjög fjölbreytt efni og margs konar tengingar í gangi á Lestrarhátíðinni, setjum upp ákveðinn ramma og erum bæði með viðburði á okkar vegum og samstarfsverkefni. Leikhópurinn Háaloftið er til að mynda að setja upp Háaloftið eftir Svövu og það verður frumsýning á því 4. október, deginum sem Svava hefði orðið áttatíu og fimm ára. En svo erum við líka að hvetja fólk, einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki til þess að nýta þetta þema og áhersluna á bókmenntir og lestur í október til þess að tengja sig við hátíðina, ekki með ósvipuðum hætti og gerist á Menningarnótt þó svo þessi hátíð standi yfir í heilan mánuð. Það gefur einfaldlega meira svigrúm og aukna möguleika á að taka þátt. Við viljum hvetja fólk til þess að láta okkur vita ef það er með eitthvað á döfinni sem getur fallið inn í þema hátíðarinnar.“ Kristín leggur áherslu á að Bókmenntaborgin almennt leggi áherslu á að beina ljósinu að ungum og nýjum röddum innan bókmenntasenunnar. „Við viljum vekja athygli á því að bókmenntasenan er mun fjölbreyttari en flestir sjá dagsdaglega og innflytjendur sem eru hér að skrifa eru einmitt ljómandi gott dæmi um það.“Alþjóðlegt og spennandi Bókmenntaborgin er stór þáttur í því að skapa ímynd Reykjavíkur úti í hinum stóra heimi og Kristín bendir á að fjöldi fólks komi hingað af því að það hefur áhuga á menningu almennt. „Þeir sem eru í ferðaþjónustu eru alltaf að sjá það betur hversu mikill áhugi er að utan. Samstarfið við Hótel Marina er dæmi um þetta og svo eru bókmenntagöngur á vegum Borgarbókasafnsins líka vinsælar. Við fengum til að mynda fyrirspurn frá Kanada nýverið þar sem kona er að skipuleggja ferð fyrir fólk sem hefur áhuga á bókmenntum og jóga og þau velja Ísland einmitt vegna þess að það er bókmenntaland þannig að það eru ótvíræð verðmæti í því að sinna þessu vel. Við erum líka með app sem heitir Reykjavik Culture Walks og með því getur fólk farið sjálft í göngur með leiðsögn í símanum. Þetta er til á íslensku, ensku og þýsku og við erum einmitt núna að endurvinna það, gera það enn notendavænna og bæta inn fleiri göngum. En auðvitað eru þetta ekki bara við. Það eru fjölmargir aðilar með margt gott í gangi sem tengjast bókmenntum með einum eða öðrum hætti.“ Bókmenntir Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Lestrarhátíð í bókmenntaborginni Reykjavík hefst á fimmtudaginn og stendur allan október mánuð að vanda. Kristín Viðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Reykjavík bókmenntaborg og hún segir að hátíðin hafi vaxið og dafnað með hverju árinu en hún verður nú haldin í fjórða sinn. „Október er mánuður orðlistar í Reykjavík og lestrarhátíðin stendur allan mánuðinn. Fólk hefur reyndar verið að tengja þetta í huganum að miklu leyti við börn og unglinga og ákveðna skólatengingu en þetta er hátíð fyrir alla. Þetta er hátíð fyrir börn og fullorðna og vissulega er ákveðin tenging við skólana en þetta er svo sannarlega hátíð fyrir fólk á öllum aldri. Það sem felst í hátíðinni er að beina athyglinni að ákveðnu þema á hverju ári fyrir sig. Við viljum koma þessu þema út til fólksins í borginni, út í borgarlandið og á staði sem fólk er ekki endilega vant að tengja við bókmenntir eða bókmenntaviðburði og koma þannig borgarbúum og borgargestum ánægjulega á óvart. Leitast við að setja bókmenntirnar í nýtt og óvænt samhengi. Við höfum t.d. verið að vinna með Kringlunni, bæði í fyrra og aftur í ár, með því að setja upp tilvitnanir í bókmenntir á gler, gólf og veggi. Það mæltist ákaflega vel fyrir í fyrra, bæði af starfsfólki og gestum Kringlunnar og við erum full tilhlökkunar að sjá hvernig þessu verður tekið í ár.“Svava og raddir kvenna Kristín segir að þema hátíðarinnar í ár sé Svava Jakobsdóttir og raddir kvenna. „Við erum með sérstakan fókus á Svövu, Forlagið gefur úr bók eftir hana sem heitir Sögur handa öllum og það er jafnframt heitið á hátíðinni í ár. Þessi bók var gefin út fyrir einhverjum árum í lokuðum bókaklúbbi en kom ekki á almennan markað. En er núna endurútgefin í kilju í íslenskri klassík og þarna er að finna þrjú smásagnasöfn Svövu í einni bók; Veisla undir grjótvegg, Gefið hvort öðru og Undir eldfjalli.“ Kristín tiltekur að það sé alltaf lögð áhersla á að hátíðin sé fjölbreytt þó svo áherslan sé á Svövu að þessu sinni og margir viðburðir tengdir við hennar feril. „Við leggjum alltaf áherslu á að gefa ólíkum röddum sviðið en að þessu sinni er áherslan á konur og þá erum við bæði að tala um konur í skáldskap sem og konur sem rithöfunda og skáld. Við erum að t.d. að vinna með nýjum skáldahópi sem kallast Ós og hefur soldið sprottið upp úr ritsmiðjum sem við höfum staðið að. Það er að stofninum til skáldkonur af erlendum uppruna sem eru búsettar á Íslandi en hópurinn er vissulega líka opinn konum sem eru fæddar hér. Þær verða með ljóðasýningu á Borgarbókasafninu og viðburði bæði þar og úti á Hóteli Marina sem er nýr samstarfsaðili hjá okkur en það verða fleiri viðburðir tengdir hótelinu. Við erum líka að vinna með ungum skáldkonum, Ástu Fanneyju Sigurðardóttur og Völu Valgerði Þóroddsdóttur, en þær verða með ljóðmyndasýningu í hundrað götugluggum á höfuðborgarsvæðinu en margir þekkja þessa götuglugga frekar sem strætóskýli borgarinnar. Þessar ljóðmyndir eru ljósmyndir þar sem unnið er með borgina og umhverfið og svo semja þær ljóð við viðkomandi mynd. En allar þessar ljóðmyndir eru gerðar sérstaklega fyrir Lestrarhátíðina í ár.Almenn þátttaka Málið er að við erum alltaf með mjög fjölbreytt efni og margs konar tengingar í gangi á Lestrarhátíðinni, setjum upp ákveðinn ramma og erum bæði með viðburði á okkar vegum og samstarfsverkefni. Leikhópurinn Háaloftið er til að mynda að setja upp Háaloftið eftir Svövu og það verður frumsýning á því 4. október, deginum sem Svava hefði orðið áttatíu og fimm ára. En svo erum við líka að hvetja fólk, einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki til þess að nýta þetta þema og áhersluna á bókmenntir og lestur í október til þess að tengja sig við hátíðina, ekki með ósvipuðum hætti og gerist á Menningarnótt þó svo þessi hátíð standi yfir í heilan mánuð. Það gefur einfaldlega meira svigrúm og aukna möguleika á að taka þátt. Við viljum hvetja fólk til þess að láta okkur vita ef það er með eitthvað á döfinni sem getur fallið inn í þema hátíðarinnar.“ Kristín leggur áherslu á að Bókmenntaborgin almennt leggi áherslu á að beina ljósinu að ungum og nýjum röddum innan bókmenntasenunnar. „Við viljum vekja athygli á því að bókmenntasenan er mun fjölbreyttari en flestir sjá dagsdaglega og innflytjendur sem eru hér að skrifa eru einmitt ljómandi gott dæmi um það.“Alþjóðlegt og spennandi Bókmenntaborgin er stór þáttur í því að skapa ímynd Reykjavíkur úti í hinum stóra heimi og Kristín bendir á að fjöldi fólks komi hingað af því að það hefur áhuga á menningu almennt. „Þeir sem eru í ferðaþjónustu eru alltaf að sjá það betur hversu mikill áhugi er að utan. Samstarfið við Hótel Marina er dæmi um þetta og svo eru bókmenntagöngur á vegum Borgarbókasafnsins líka vinsælar. Við fengum til að mynda fyrirspurn frá Kanada nýverið þar sem kona er að skipuleggja ferð fyrir fólk sem hefur áhuga á bókmenntum og jóga og þau velja Ísland einmitt vegna þess að það er bókmenntaland þannig að það eru ótvíræð verðmæti í því að sinna þessu vel. Við erum líka með app sem heitir Reykjavik Culture Walks og með því getur fólk farið sjálft í göngur með leiðsögn í símanum. Þetta er til á íslensku, ensku og þýsku og við erum einmitt núna að endurvinna það, gera það enn notendavænna og bæta inn fleiri göngum. En auðvitað eru þetta ekki bara við. Það eru fjölmargir aðilar með margt gott í gangi sem tengjast bókmenntum með einum eða öðrum hætti.“
Bókmenntir Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira