Fleiri fréttir

Billjónsdagbók 28.2

Jón Örn Marinósson skrifar

ICEX 7.432, þegar ég fór í sturtu, og Nasdaq 2.454 þegar ég skrúfaði fyrir. Var lengi að laga kaffi. Kann ekkert á sjálfvirkar kaffivélar. Hvaða sjálfvirkni er það eiginlega þar sem ekkert virkar af sjálfu sér. Ég veit hvað er raunveruleg sjálfvirkni. Ég er til dæmis fullur af sjálfvirkni. Þess vegna er ég sökksessfúll fjárfestir og alltaf glaður í bragði.

Lært af reynslunni

Stöku dýrlingur mun eiga svo viturt hjarta að vera laus við ranghugmyndir. Þær eiga hinsvegar ekki bara heima í huga vændiskaupandi kalla sem trúa því að konan vilji þá líka borgunarlaust, eða hjá þeim sjúku ófétum sem segja að barnið hafi átt frumkvæðið. Nei, margar ranghugmyndir eru hversdagslegar eða jafnvel hagnýtar og geta snúist um dálitla staðbundna galla.

Hergagnaframleiðsla í dýraríkinu

Í síðustu viku bárust skuggalegar fréttir úr myrkviðum Senegals. Dýra- og mannfræðingar sem voru þar að njósna um lifnaðarhætti sjimpansa komust að því að þessir frændur okkar eru ekki jafnsaklausir og þeir vilja vera láta. Með földum myndavélum tókst vísindamönnunum að festa á filmu að það sem hingað til hefur verið talið saklaust föndur eða leikur með trjágreinar er í raun og veru stórfelld framleiðsla á hergögnum sem aparnir nota í árásarskyni.

Hvers vegna ekki?

Ég játa að sem mikill unnandi alls þess sem franskt er, til dæmis fallaxarinnar og Tour de France, hlakka ég óður og uppvægur til að berja augum allt það nýjasta og kúltíveraðasta frá Frans á listahátíðinni Pourquoi pas?, sem útleggst víst á íslensku sem Hvers vegna ekki? Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar ég frétti að frá þeim sömu og færðu okkur Peugeot-inn væri komið ELDORGELIÐ.

Um Scott

Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því – svo vægt sé til orða tekið - að stjórnmálaflokkar á Alþingi og í borgarstjórn skuli álykta sérstaklega um það hvaða hópar þeir telji að séu velkomnir til landsins og hverjir ekki, eins og gerðist nú í vikunni í tilviki boðaðrar ráðstefnu fólks í klámiðnaði. Ég sé því ekki betur en að ég, á mínum fyrstu metrum í pólitík, sé þar með ósammála í afmörkuðu máli öllum flokkum á Alþingi, því hér myndaðist jú þverpólitísk samstaða.

Tilvistarkreppa álitsgjafa

Í samræmi við þá hugmynd mína að hlutverk álitsgjafa og pistlahöfunda sé fyrst og fremst að amast við því sem miður fer í þjóðfélaginu, og skipta sér af öllu milli himins og jarðar þó þeir hafi ekki minnsta vit á því, gerði ég dauðaleit að einhverju til að amast við áður en ég skrifaði þennan pistil.

Skallafordómar

Dr. Gunni skrifar

Söngkonan Britney Spears hefur verið í sviðsljósinu síðustu mánuðina. Hegðun hennar, meðal annars stíft sukk með forhertustu pjásum hins svokallaða skemmtanalífs, hefur bent til þess að ekki sé allt með felldu. Þegar nýjustu fréttirnar flæddu yfir heimsbyggðina má segja að tappann hafi fyrst tekið úr: Britney var búin að snoða sig.

Ráðast gaddaskötur bara á merkilega menn?

Í síðustu viku kom upp sérkennileg deila á Morgunblaðinu sem þrír blaðamenn þar á bæ flæktust inn í. Upphafið má rekja til greinar sem einn þeirra skrifaði um lát fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith og birtist undir fyrirsögninni Dauðinn og stúlkan.

Dirty weekend in Reykjavik

Nú stendur fyrir dyrum ráðstefna í Reykjavík þar sem þátttakendur eru stórir framleiðendur klámefnis á netinu. Hvorki eru skráðir fyrirlestrar né pallborðsumræður í dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar. Ástæðan er sennilega ekki sú að klámframleiðendum sé lagnara að rýta og rymja en halda ræður, þótt óneitanlega sé það fyrsta hugsun.

Í fréttum: Þetta helst ...

Alþingiskosningar nálgast. Þess vegna reyna fjölmiðlar og kjósendur eftir megni að fylgjast með og greina stöðu mála í þjóðfélaginu til að geta tekið yfirvegaða afstöðu á kjördegi. Á hinni ágætu netsíðu mbl.is er hægt að sjá hvaða fréttir vekja mesta athygli og má af því draga ýmsar ályktanir.

Vont er þitt frjálslyndi

Íslenskan er skemmtilega gegnsætt mál nema þegar kemur að pólitík. Sá flokkur sem harðast gengur fram í því að undirselja landið erlendu herveldi kennir sig við sjálfstæði, flokkurinn með úreltustu framtíðarhugmyndirnar kennir sig við framsókn og sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda.

Ekki blóta

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Fyrir ári síðan eða svo sá Umferðarstofa sig tilneydda til þess að ráðast í heila auglýsingaherferð í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og á flettiskiltum til þess að segja fullorðnu fólki að hætta að blóta svona mikið í umferðinni. Ekki síst var lögð áhersla á það að við blótuðum ekki svona mikið frammi fyrir yngstu kynslóðinni, sem gæti pikkað upp taktana.

Nokkur skúbb

Í ljósi undanfarinna skúbba um allskonar heimili útá landi þar sem miður skemmtilegir hlutir áttu sér stað langar mig að bauna hérna nokkrum nýjum skúbbum sem fjölmiðlar landsins geta smjattað á næstu vikur. Ónefndur maður klauf annan mann í herðar niður fyrir um þúsund árum síðan.

Peningalyktin

Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktarskynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar-listin?

Vakandi samfélag

Í síðustu viku fréttist af innrás lögreglu – nú í Austurríki – í enn einn barnaklámhringinn sem náði vítt um veröld. Líka til Íslands. Hjá Interpol er geymd hálf milljón klámmynda með börnum sem allar hafa verið teknar úr fórum þeirra sem una sér við að sjá börnum misþyrmt.

Kosningaspá

Skoðanakannanir hafa þann augljósa galla að í þeim getur fólk aðeins látið upp afstöðu sína á því augnabliki sem spurningin er borin upp. Tiltölulega einfalt er að svara spurningu eins og: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk?“ Verra er að gefa rétt svar við spurningunni: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk 12. maí næstkomandi?“

Meðal svína

Spyrjið mig ekki hvers vegna, en meðal bókanna á náttborðinu mínu er Saga svínaræktar á Íslandi. Í hinu fróðlega riti um þessa öndvegisskepnu er meðal annars greint frá muninum á villisvíni og alisvíni. Hann er meðal annars sá að 70 prósent líkamsþunga villisvínsins eru bundin við fremri hluta skrokksins en 30 prósent við þann aftari. Með alisvínið er þessu öfugt farið.

Sjónvarpið

Tvisvar sinnum kom ég að mér kærkominni manneskju grátandi fyrir framan sjónvarpið í vikunni. Það er vel yfir meðaltali. Það sem fékk svona á viðkomandi manneskju voru annars vegar viðtölin við fórnarlömbin frá Breiðavík í Kastljósi - átakanlegar hörmungar - og hins vegar American Idol - amerískur afþreyingariðnaður í öllu sínu veldi.

19 hið nýja 16?

Nú standa yfir umræður um stöðu Íslands í ímyndarmálum. Við vorum númer 19 af 35 á viðurkenndum ímyndarlista – persónulega hefði mér fundist viðeigandi að vera í 16. sæti, hinu eilífa tapsæti Íslendinga. Þessar niðurstöður ku stjórnast af því hversu lítið þekkt Ísland er úti í hinum stóra heimi. Því beinist athygli stjórnvalda að því hvernig megi sýna umheiminum fram á að Ísland sé í raun og sanni best í heimi.

Sjá næstu 50 greinar