Kostir gamaldags samræmdra prófa Pawel Bartoszek skrifar 6. október 2024 14:31 Til skýringar: Með (gamaldags) samræmdum prófum í þessari grein er átt við stór próf sem haldin eru samdægurs í mörgum skólum, próf sem eru samin og yfirfarin miðlægt og próf sem hafa áhrif á leið nemenda í gegnum skólakerfið. Hér er því átt við próf eins og gömlu samræmdu prófin voru: próf þar sem mikið er undir. Þær tillögur um námsmat sem lagðar hafa verið til kallast „Matsferill“ og byggja á styttri prófum sem nemendur taka ekki allir á sama tíma. Matsferillinn er athyglisverð hugmynd sem hefur ýmsa kosti: sá stærsti er möguleikinn á tíðari endurgjöf til nemenda. En í nokkrum veigamiklum atriðum þá eru „gamaldags“ samræmd próf betri. Óumflýjanleiki Gamaldags samræmd próf eru óumflýjanleg. Þau eru haldin á ákveðnum degi, sama hvort nemandanum eða skólanum hans líkar það betur eða ekki. Óumflýjanleikinn býr til hvatningu. Nemendur vita að prófin koma og efnið verður það sama, óháð því hvort kennarinn hafi verið veikur og ekki komist yfir allt. Þetta veitir aðhald í námi og það er kostur. Til samanburðar má nefna að í drögum að tillögu um Matsferilinn segir: „Kennarar og skólarnir sjálfir bera ábyrgð á fyrirlögn matstækjanna ásamt því að sjá um að skrá og halda utan um niðurstöður í námsmatskerfi skólans og gera þær aðgengilegar forsjáraðilum og nemendum samkvæmt lögum. Kennarar og skólar njóta trausts til að taka ákvörðun um hvaða verkfæri Matsferils þau nota, fyrir hvaða nemendur, hvenær þau eru lögð fyrir og hve oft. Allir grunnskólar skulu þó meta námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og íslensku, eða íslensku sem öðru tungumáli.“ Með öðrum orðum ráða kennararnir og skólarnir ferðinni þegar kemur að tímasetningu prófanna og því hversu oft er prófað. Blindni Næsti kostur gamaldags samræmdra prófa er blindni þeirra. Allir nemendur fá sama prófið. Nemandinn er metinn án fyrirframmótaðra hugmynda sem kennarinn hefur um hann. Prófúrlausnin hans verður yfirfarin af utanaðkomandi prófdómurum. Þetta gerir prófin að mikilvægu jafnréttistæki. Líkt lýst var hér að ofan er í Matsferlinum gert ráð fyrir að kennarar og skólar „njóti trausts“ til að ákveða hvaða nemendur verða prófaðir í hverju, hvenær og hve oft. Það gerir prófin ekki lengur blind. Til dæmis má ímynda sér að metnaðarfullir foreldrar muni fara fram á að matsþættir séu endurteknir uns viðunandi árangur næst, en foreldrar sem fylgjast ekki jafnmikið með skólagöngu barna sinna geri það síður. Þarna er hætta á að matið dragi frekar fram mismun í félagslegum bakgrunni nemenda, fremur en að draga úr honum. Árangursmat nemenda Næsta spurning er síðan hvort Matsferilinn muni mega nota til að bera nemendur saman innbyrðis, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla. Í tillögunum segir: „Óheimilter þó að birta niðurstöður einstakra nemenda, námshópa, skóla eða sveitarfélaga opinberlega eða að vera með samanburð þar á milli.“ Af þessu má því ráða óheimilt verði að nota þennan, þó samræmda, mælikvarða við inntöku í framhaldsskóla. Matsferilinn verður þá mögulega nýttur inn í skólaeinkunn en inntakan í skólanna mun ófram ráðast af ósamræmdu mati. Svo það sé sagt: Ekkert kerfi til að úthluta nemendum takmörkuðum plássum (sumra) framhaldsskóla er fullkomið en samræmd, miðlæg mæling er samt sanngjörnust og gegnsæjust. Hana má fá fram með gamaldags samræmdum prófum. Árangursmat skóla Loks á eru samræmd próf líka mikilvægt tæki fyrir mat menntastofnunum sjálfum. Tæki sem nota má til að vita hvar allt sé eins og það eigi að vera, hvar breytinga sé þörf eða hvar meiri stuðning vantar. Hér er fólk auðvitað mjög smeykt, að svona tölur, ef þær eru birtar opinberlega hafi neikvæð áhrif á ákveðin skólasamfélög sem standa höllum fæti. Það eru raunveruleg rök, en trompa ekki sjálfsagða, lýðræðislega kröfu um gegnsæi. Það myndi aldrei líðast að halda ástandsskýrslum um skólahúsnæði leyndum fyrir almenningi. Hví ætti því að hvíla leynd yfir þeim þætti skólastarfsins sem mestu máli skiptir? Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim. Gagna-laus ár Þrátt fyrir ýmsa mögulega kosti Matsferilsins er samt fjarri að hugmyndin hafi verið það óumdeilt frábær að rétt hafi verið að henda til hliðar öðru samræmdu mati á meðan unnið væri að því að koma henni á. Líklega hefði hið þveröfuga verið rétt: Að keyra samræmdu könnunarprófin sem enn voru við lýði samhliða Matsferlinum í 2-3 ár til að tapa ekki samfellu í gögnum. Það var því miður ekki gert. Of mikið frelsi - of mikil leynd Stærstu spurningamerkin sem setja má við Matsferilinn felast í þeim þáttum sem auglýstir hafa verið sem hans helstu kostir. Of mikið frelsi kennara til að ákveða hvað sé prófað og hvenær getur verið varhugavert. Sú leynd sem hvíla á yfir öllum niðurstöðunum er það líka. Matsferlinum fylgja ákveðin tækifæri. En þegar kemur að óumflýjanleikanum, blindni prófanna og möguleikanum til að bera saman árangur nemenda og skóla þá hafa „gamaldags“ samræmd próf ýmsa kosti sem Matsferillinn hefur ekki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skóla- og menntamál Viðreisn Grunnskólar Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Til skýringar: Með (gamaldags) samræmdum prófum í þessari grein er átt við stór próf sem haldin eru samdægurs í mörgum skólum, próf sem eru samin og yfirfarin miðlægt og próf sem hafa áhrif á leið nemenda í gegnum skólakerfið. Hér er því átt við próf eins og gömlu samræmdu prófin voru: próf þar sem mikið er undir. Þær tillögur um námsmat sem lagðar hafa verið til kallast „Matsferill“ og byggja á styttri prófum sem nemendur taka ekki allir á sama tíma. Matsferillinn er athyglisverð hugmynd sem hefur ýmsa kosti: sá stærsti er möguleikinn á tíðari endurgjöf til nemenda. En í nokkrum veigamiklum atriðum þá eru „gamaldags“ samræmd próf betri. Óumflýjanleiki Gamaldags samræmd próf eru óumflýjanleg. Þau eru haldin á ákveðnum degi, sama hvort nemandanum eða skólanum hans líkar það betur eða ekki. Óumflýjanleikinn býr til hvatningu. Nemendur vita að prófin koma og efnið verður það sama, óháð því hvort kennarinn hafi verið veikur og ekki komist yfir allt. Þetta veitir aðhald í námi og það er kostur. Til samanburðar má nefna að í drögum að tillögu um Matsferilinn segir: „Kennarar og skólarnir sjálfir bera ábyrgð á fyrirlögn matstækjanna ásamt því að sjá um að skrá og halda utan um niðurstöður í námsmatskerfi skólans og gera þær aðgengilegar forsjáraðilum og nemendum samkvæmt lögum. Kennarar og skólar njóta trausts til að taka ákvörðun um hvaða verkfæri Matsferils þau nota, fyrir hvaða nemendur, hvenær þau eru lögð fyrir og hve oft. Allir grunnskólar skulu þó meta námsárangur nemenda sinna í stærðfræði og íslensku, eða íslensku sem öðru tungumáli.“ Með öðrum orðum ráða kennararnir og skólarnir ferðinni þegar kemur að tímasetningu prófanna og því hversu oft er prófað. Blindni Næsti kostur gamaldags samræmdra prófa er blindni þeirra. Allir nemendur fá sama prófið. Nemandinn er metinn án fyrirframmótaðra hugmynda sem kennarinn hefur um hann. Prófúrlausnin hans verður yfirfarin af utanaðkomandi prófdómurum. Þetta gerir prófin að mikilvægu jafnréttistæki. Líkt lýst var hér að ofan er í Matsferlinum gert ráð fyrir að kennarar og skólar „njóti trausts“ til að ákveða hvaða nemendur verða prófaðir í hverju, hvenær og hve oft. Það gerir prófin ekki lengur blind. Til dæmis má ímynda sér að metnaðarfullir foreldrar muni fara fram á að matsþættir séu endurteknir uns viðunandi árangur næst, en foreldrar sem fylgjast ekki jafnmikið með skólagöngu barna sinna geri það síður. Þarna er hætta á að matið dragi frekar fram mismun í félagslegum bakgrunni nemenda, fremur en að draga úr honum. Árangursmat nemenda Næsta spurning er síðan hvort Matsferilinn muni mega nota til að bera nemendur saman innbyrðis, til dæmis við inntöku í framhaldsskóla. Í tillögunum segir: „Óheimilter þó að birta niðurstöður einstakra nemenda, námshópa, skóla eða sveitarfélaga opinberlega eða að vera með samanburð þar á milli.“ Af þessu má því ráða óheimilt verði að nota þennan, þó samræmda, mælikvarða við inntöku í framhaldsskóla. Matsferilinn verður þá mögulega nýttur inn í skólaeinkunn en inntakan í skólanna mun ófram ráðast af ósamræmdu mati. Svo það sé sagt: Ekkert kerfi til að úthluta nemendum takmörkuðum plássum (sumra) framhaldsskóla er fullkomið en samræmd, miðlæg mæling er samt sanngjörnust og gegnsæjust. Hana má fá fram með gamaldags samræmdum prófum. Árangursmat skóla Loks á eru samræmd próf líka mikilvægt tæki fyrir mat menntastofnunum sjálfum. Tæki sem nota má til að vita hvar allt sé eins og það eigi að vera, hvar breytinga sé þörf eða hvar meiri stuðning vantar. Hér er fólk auðvitað mjög smeykt, að svona tölur, ef þær eru birtar opinberlega hafi neikvæð áhrif á ákveðin skólasamfélög sem standa höllum fæti. Það eru raunveruleg rök, en trompa ekki sjálfsagða, lýðræðislega kröfu um gegnsæi. Það myndi aldrei líðast að halda ástandsskýrslum um skólahúsnæði leyndum fyrir almenningi. Hví ætti því að hvíla leynd yfir þeim þætti skólastarfsins sem mestu máli skiptir? Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim. Gagna-laus ár Þrátt fyrir ýmsa mögulega kosti Matsferilsins er samt fjarri að hugmyndin hafi verið það óumdeilt frábær að rétt hafi verið að henda til hliðar öðru samræmdu mati á meðan unnið væri að því að koma henni á. Líklega hefði hið þveröfuga verið rétt: Að keyra samræmdu könnunarprófin sem enn voru við lýði samhliða Matsferlinum í 2-3 ár til að tapa ekki samfellu í gögnum. Það var því miður ekki gert. Of mikið frelsi - of mikil leynd Stærstu spurningamerkin sem setja má við Matsferilinn felast í þeim þáttum sem auglýstir hafa verið sem hans helstu kostir. Of mikið frelsi kennara til að ákveða hvað sé prófað og hvenær getur verið varhugavert. Sú leynd sem hvíla á yfir öllum niðurstöðunum er það líka. Matsferlinum fylgja ákveðin tækifæri. En þegar kemur að óumflýjanleikanum, blindni prófanna og möguleikanum til að bera saman árangur nemenda og skóla þá hafa „gamaldags“ samræmd próf ýmsa kosti sem Matsferillinn hefur ekki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun