Fleiri fréttir

Heimkoman

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Það var klippt á borða þegar mamma og pabbi komu með mig heim af fæðingardeildinni. Ég man náttúrulega ekkert eftir þessu en systur mínar strengdu borða milli tveggja staura og stóðu heiðursvörð við afleggjarann heima með eldhússkærin til reiðu.

Ungfrú klaustur 2008

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Raunveruleikinn er oft áhugaverðari en skáldskapur. Þannig var einmitt með fegurðarsamkeppnina sem faðir Antonio Rungi ætlaði að skipuleggja og halda með hjálp netsins. Þar átti að keppa í fegurð nunna. Ekki bara líkamlegri fegurð heldur heildarfegurð, með áherslu á góðverk, guðsgjafir og geislandi viðmót.

Silfur

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Síðustu vikuna hefur hópsálin í okkur fengið ærið tækifæri til að fagna. Hversu sérlunduð sem við erum annars og önug kannski sum, finnst varla sá Íslendingur tveggja ára og eldri sem ekki gladdist innilega yfir handboltaúrslitum Ólympíuleikanna.

Frá Bíldó til borgríkis

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Þegar ég var ungur drengur átti ég oft erfitt með að skilja fullorðna fólkið sem virtist gefa hinum skemmtilegu hlutum lífsins lítið vægi.

Heimsins stórasta handboltalið!

Þráinn Bertelsson skrifar

Ef góður hjarta- eða heilaspesíalisti hefði tekið línurit af þjóðinni nokkur síðustu ár – og sömuleiðis undanfarna daga – væru til vísindalegar mælingar á því hvernig heil þjóð hefur sveiflast milli þeirrar bjartsýni, spennu, gleði og vonbrigða sem í öðru tilvikinu skildu eftir sig svartsýni – en bjartsýni í hið seinna skipti.

Strákarnir okkar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Það var sérstök stund að sitja í taugatrekktum hópi Íslendinga á írskum pöbb á Strikinu á föstudag og fylgjast með leiknum. Það virtist gefa hópnum ákveðna hugar­fró að hér í Köben fengjum við að fylgjast með landsliðinu ná þessum æðislega árangri.

Strákarnir

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar.

Gabbhreyfingin

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Í stjórnmálum er vinsælt að styðjast við líkingamál úr íþróttum; snúa vörn í sókn, sjá sóknarfæri, ná góðum endaspretti, búa sig undir langhlaup og þar fram eftir götunum.

Að leyfa það sem er bannað

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Í fyrri viku gekk athyglisverður dómur á Norðurlandi þar sem maður var sýknaður af að hafa refsað börnum fyrir óskilgreinda óþekkt með flenginum á beran rassinn.

Bubbi, ég elska þig!

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Eins og ástin krýnir þig eins mun hún krossfesta þig,“ sagði líbanska skáldið Kahil Gibran og hefði alveg eins getað verið að tala um íslensku þjóðarsálina sem mér finnst oft undir sömu sök seld og ástin sjálf.

Óaldarflokkar og pólitískir ribbaldar

Þráinn Bertelsson skrifar

Íslenskir stjórnmálaflokkar sem ugglaust komu í heiminn syndlausir eins og hverjir aðrir hvítvoðungar sýna nú um stundir skuggalega tilhneigingu til að hegða sér eins og hópar misyndismanna, óaldarflokkar, jafnvel mafíur svo að maður nefni þekktasta félagsform frjálshyggjutímans - sem eins og kalda stríðið ætlar að endast lengur á Íslandi en í löndum sem þróast með eðlilegum hætti.

Óréttlæti heimsins

Davíð Þór Jónsson skrifar

Í seinni tíð hef ég tekið eftir því að samúð mín með fólki sem vorkennir sjálfu sér og finnst heimurinn leika það ósköp grátt hefur minnkað jafnt og þétt.

Börn náttúrunnar

Gerður Kristný skrifar

Maðurinn minn hefur eignast vinkonu. Hún er áttfætt, lítil og loðin, var einu sinni mjó en er nú feit.

Silfur Egils

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn.

Ólympíuandi

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Ólympíuleikar í núverandi mynd eru ekki bara stefnulausir og tilgangslausir, heldur einnig þrautleiðinlegir áhorfs. Ef við teljum saman greinar þar sem fólk er annaðhvort að synda eða skokka eftir fyrirfram ákveðnum brautum erum við fljót að fara yfir 60.

Dýrafóður fyrir börnin

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Ekki alls fyrir löngu var hversdagsleg eldamennska innan heimilis einkum talin á verksviði húsmæðra í fullu starfi. Sá sem fékk greitt fyrir matargerð með öðru en lífsfyllingu hét matreiðslumaður ef það var karl. Kona gat til dæmis kallast matráðskona eða jafnvel eldabuska.

Peningakvótinn

Þráinn Bertelsson skrifar

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni.

Hótanir og hugsjónir

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. skrifar

Margar þeirra stétta sem berjast fyrir því að fá laun í samræmi við menntun og mikilvægi starfans, eru stéttir sem sinna hagsmunum barna. Nýjasta dæmið eru auðvitað ljósmæður.

Kína

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Í gær horfði ég með öðru auganu á setningu Ólympíuleikanna í Kína. Kínverskar hvítklæddar klappstýrur veifuðu höndum og dönsuðu hliðar saman hliðar á hliðarlínunni á meðan fulltrúar þjóðanna gengu inn á leikvanginn með fánabera sína í fararbroddi.

Með rakstri skal borg bæta

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fyrir nokkrum mánuðum tók við völdum borgarstjóri sem gustaði af. Áður en langt um leið sótti hann enn frekar í sig veðrið og hvítur stormsveipur reið yfir stræti og torg. En illu heilli hélt stormurinn áfram að bæta í sig.

Fjalla-Jónar segja pors

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Líklega hefur ómeðvitað samviskubit yfir ofgnótt góðærisáranna á Íslandi, jafnvel kann vottur af skynsemi að hafa komið við sögu, orðið til þess að við landsbyggðar- og úthverfafjölskyldan í Vesturbæ Reykjavíkur létum okkur duga að aka um á gömlum sparneytnum Skóda árum saman.

Lyftistöng fyrir mannlífið

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Hin einkennilega borgarstjórn hefur nú getið af sér deilur þar sem ýmsir spekingar viðra miklar skoðanir á straumum og stefnum í arkitektúr í fortíð og framtíð.

Demanturinn og duftið

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég reyndi eftir fremsta megni að fylgjast með fjölmiðlum á Spáni meðan ég dvaldist þar í sumarfríinu, svona til að þefa örlítið af þjóðarsálinni. Fljótlega tók ég eftir konu nokkurri, Belen Esteban að nafni, sem fjölmiðlamenn fylgdu eftir hvert fótmál. Vitanlega varð ég forvitinn að vita hvað hún hefði unnið sér til frægðar.

Ég veit þú kemur

Gerður Kristný skrifar

Á hverju sumri bjóða Vestmannaeyingar þjóðinni til veislu. Boðskortið er frumlegra en gengur og gerist. Yfirleitt birtist það í formi furðulegs kitls í maga sem ágerist eftir því sem nær dregur verslunarmannahelgi.

Sjá næstu 50 greinar