Fleiri fréttir

Það sem landneminn fann ekki

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Kristófer Kólumbus var víst afskaplega önugt og leiðinlegt gamalmenni. Hann var reyndar ekki svo gamall þegar hann hrökk upp af; einmana og ómeðvitaður um að hafa farið til Ameríku.

Þar spretta laukar

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Í hrakveðursrigningu verður maður að manna sig upp og fara út og ganga frá laukabeðunum. Reyndar er ekki nema hálft beð eftir: snemma í ágúst var drifinn mannskapur í að hreinsa fallna stöngla ofan af og stinga laukana undir upp, grisja, henda skemmdum laukum, hreinsa þá sæmilega stóra af hismi og örverpum og smáhýðum sem voru að vaxa af rótinni. Þá líður manni eins og farandverkamanni á laukagarði í Niðurlöndum. Utan hendurnar eru ekki útataðar í sterafullum og áburðarsjúkum jarðvegi, heldur bara íslenskri moldardrullu.

Samræður við þjóðina

Gerður Kristný skrifar

Allir virtust hafa skoðun á því hver ætti að verða næsti ritstjóri Morgunblaðsins en aðallega þó á því hver ætti alls ekki að verma ritstjórastólinn. Fátt þráir fólk meira en stöðugleika og það er einmitt það sem Morgunblaðið þótti sýna hér í eina tíð. Þar störfuðu sömu ritstjórarnir áratugum saman og allir vissu fyrir hvað þeir stóðu. Og þar sem Ólafur Stephensen hafði unnið undir þeim árum saman var ráðning hans ekkert sérstaklega óþægileg. Hann var hluti af gamla Mogganum en þorði samt að bjóða upp á nýjungar.

Ex

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Valéry Giscard d’Estaing var lengi vel eini eftirlifandi fyrrverandi forseti Frakklands og því oft kallaður Exið í frönsku pressunni.

Okkar minnstu bræður

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Fátt segir meira um manneskjuna en snoturt hjartalag. Það hvernig fólk kemur fram við þá sem minnst mega sín segir allt um hvernig manneskjur það er. Þannig segja fréttir af fólki, sem bregst við því að heimilislausir tjalda í nágrenni þeirra með því að hafa áhyggjur af áhrifum á sitt daglega líf, okkur ýmislegt um það fólk. Það fólk er uppteknara af sjálfu sér en góðu hófi gegnir. Það fólk ætti að opna augu sín fyrir eymd annarra, þrátt fyrir að þeirra eigin sé töluverð.

Tískan og Thatcher

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Ég heyri oft fólk á besta aldri, sem telur sig svolítið viturt og lífsreynt, segja söguna af því þegar það var ungt og vinstrisinnað. Yfirleitt hljómar þetta einhvern veginn svona: „Einu sinni var ég mikill vinstrisinni, já maður minn, svei mér ef maður daðraði ekki bara við kommúnisma!" og það hlær góðlátlega yfir kjánaskap fortíðarinnar, hristir hausinn og segir svo söguna af því að svo hafi það fullorðnast og kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan. Líkt og það sé eðlilegur hluti þroska þess. Um leið og þetta fólk trúir að allar stjórnmálaskoðanir sem það trúði einlæglega á séu eins vitlausar og hugsast getur, trúir það að tónlistin sem það hlustaði á á sama tíma sé sú besta sem samin hefur verið

Horfið sakleysi

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Kvöld eitt hér um árið hringdi ég til systur minnar og bað hana að lána mér hrærivélina sína, því þá átti ég enga sjálf. Þetta var auðsótt mál, systir mín sagði að ég skyldi bara skreppa og sækja hana. Þau hjónin væru reyndar stödd í útlöndum en útidyrnar væru ólæstar auðvitað eins og venjulega, svo ég gæti bara haft mína hentisemi. Þessi notalega gestrisni sem kom af sjálfu sér á upphafsárum búskaparins í dreifbýli reyndist aldrei kosta þau hjónakorn eftirsjá.

Sóðinn á númer þrjú

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Flestar íbúagötur eiga sinn „sóða". Sóðinn geymir þá annaðhvort vörubílinn sinn í garðinum því það má ekki leggja vinnuvélum í götunni eða klárar aldrei húsið sitt því allt er í rugli. Á meðan góðborgararnir, nágrannar hans, eru úti og útbúa litla gervihóla í garðinum og dytta að litlu runnunum sínum og litlu steinunum og stígunum, er sóðinn á númer þrjú að útbúa sér andapoll með svörtum plastpokum.

Jóhrannar

Sæl Jóhanna. Þakka þér fyrir að veita mér þetta viðtal. Ég veit að slíkt gerist ekki á hverjum degi, að minnsta kosti þegar erlendir blaðamenn eins og ég eiga í hlut. En ég verð að viðurkenna að þú lítur aðeins öðruvísi út en ég hélt.“

Fjandans sannleikurinn

Dr. Gunni skrifar

Margir taka mikið mark á innihaldi Biblíunnar, þótt það sé svo þversagnakennt að það megi leggja til grundvallar nánast hvaða skoðun sem er. Þannig má bæði nota bókina til að fara með eldi gegn óvinum sínum og rétta hinn vangann – allt eftir því hvernig maður sjálfur er þenkj­andi.

Fé og freistingar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Fréttir af viðskiptajöfrum sem virtust komast upp með alla skapaða hluti fengu mig stundum til að gæla við það viðhorf að eflaust væri gæfuríkast að vera frekur og óheiðarlegur. En það er liðin tíð, þökk sé nokkrum sauðum í spænska þorpinu Zújar.

Mótmælendur Íslands

Gerður Kristný skrifar

Stjórnmálamenn voru fljótir að stökkva á þá hugmynd að útbúa minnisvarða um Helga Hóseasson. „Þeir eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, inni á Vísi. Þá hafði RÚV þegar sagt frá því að margir hefðu skráð sig á síðu inni á Snjáldrinu til að lýsa yfir áhuga sínum á minnisvarða um Helga.

Að geta sofið rólegur

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Fátt er betra eftir annasaman dag en að skríða upp í mjúkt rúmið sitt og draga sængina upp að höku. Finna augnlokin þyngjast, þreytuna líða úr líkamanum og geta sofið rólegur. „Ég svaf bara eins og ungbarn" segir fólk gjarnan þegar það hefur sofið sérstaklega vel og lengi. Endurnært rís það úr rekkju, teygir sig og dæsir ánægjulega og vindur sér svo í verk dagsins af fullum krafti. Batteríin fullhlaðin og skapið svona ljómandi gott.

Minnisvarðinn

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Nú fer eins og eldur í sinu um óravíddir internetsins hvatningarboðskapur um að reisa eigi líkneskju, ellegar einhvers konar minnismerki, um Helga Hóseasson. Hugmyndin er góðra gjalda verð, enda meira um vert að minnast manns sem stóð á rétti sínum einn og óstuddur gegn kerfisbákninu, en góðskálda og broddborgara þessa lands.

Íshokkísteingeit

Karen D. Kjartansdóttir skrifar

Það stefnir í metfjölda fæðinga á þessu ári. Sjálf hef ég lagt eitt þeirra í púkkið og heyrt glens um kreppubörn og framlag mitt við afborganir af Icesave-inu. Ég þvertek fyrir allt slíkt enda dóttir mín fædd í janúar og því getin löngu fyrir mest allt krepputalið.

Sáningamaðurinn

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Nú fer brátt í hönd tími fræsöfnunar hjá okkur sem höfum áhuga á svoleiðis föndri. Síðustu daga hefur maður haft augun hjá sér og skimað hvernig ástand er á plöntum sem eru teknar að sölna, hvort ekki sé kominn tími á að leggjast í gripdeildir. Þannig er eldliljutíminn við það að hefjast hjá mér.

Ást á sekum

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Hinn 23. ágúst árið 1973 notaði Jan Erik Olsson bæjarleyfi sitt frá fangelsi til að ræna Kreditbankann í Stokkhólmi.

Passaðu sólgleraugun þín

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Aðeins hef ég einu sinni á ævinni rekist á íslenska ferðamenn á förnum vegi við Miðjarðar­hafið þótt ég hafi lengi alið þar manninn. Eins undarlegt og það kann að hljóma var það sársaukafull reynsla.

Sjálfbærar nornaveiðar

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Upp er risinn áhrifamikill hópur í samfélaginu sem trúir einlæglega á tilvist norna og vill leggja blátt bann við veiðum á þeim.

Sjá næstu 50 greinar