Verðmætasköpun og kennarar Davíð Már Sigurðsson skrifar 4. október 2024 09:31 Birtast verðmæti úr tómarúmi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að flestir geta verið sammála um að svo er ekki. Aftur á móti virðist umræðan varðandi verðmæti litast af því að þegar verðmæti verða til þá komi það eins og þruma úr heiðskýru lofti, skapað af öflugum einstakling. Öflugir einstaklingar sem skapa verðmæti eru auðvitað frábær hlutur fyrir samfélagið því forsenda þess að reka velferðarríkin er að mörgu leiti undir því komið að hér sé öflugt atvinnulíf. Það virðist hins vegar eins og að skapa verðmæti séu eitthvað sem einungis ákveðnar stéttir eða atvinnugreinar geta gert tilkall til. Tæknigeirinn, fjármálageirinn, ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sömu og góla þetta út í tómið skauta yfirleitt fram hjá því að bak við hvern einstakling er að lágmarki tíu ára fjárfesting hins opinbera í formi menntunar í grunnskólum landsins. Auk þeirra ára sem einstaklingurinn nýtir í formi framhalds- og háskólanáms. Menntun er líklega öflugasta jöfnunartæki samtímans og leiðir af sér að hér er hægt að hér þokkalega siðmenntað samfélag. Og framleiða þessa öflugu verðmætaskapandi einstaklinga. Þá langar mig að færa þetta yfir á kennslu, eða kennara öllu heldur. Samkvæmt námskrá gegna kennarar lykilhlutverki í öllu skólastarfi eins og kennslu, stjórnun, uppeldi, ráðgjöf, rannsókn og þróunarstarfi. Við sinnum þó töluvert flóknara starfi en hægt er að samsama í þessum örfáu orðum. Þarna kemur þó ekkert fram um verðmætasköpun, en hvað ef svo væri?Hvað ef að litið væri á kennara sem verksmiðjur. Þeir vinna þá ákveðna auðlind. Varan sem þau vinna úr auðlindinni er svo af margvíslegum toga. Hún getur verið lögregluþjónn, stjórnmálamaður eða verkfræðingur svo eitthvað sé nefnt. En á það þó yfirleitt sameiginlegt að vera öflugir einstaklingar sem eru samfélaginu til hagsbóta. Til að mynda næsti Haraldur Þorleifsson. Sinna kennarar þá verðmætasköpun? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Birtast verðmæti úr tómarúmi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að flestir geta verið sammála um að svo er ekki. Aftur á móti virðist umræðan varðandi verðmæti litast af því að þegar verðmæti verða til þá komi það eins og þruma úr heiðskýru lofti, skapað af öflugum einstakling. Öflugir einstaklingar sem skapa verðmæti eru auðvitað frábær hlutur fyrir samfélagið því forsenda þess að reka velferðarríkin er að mörgu leiti undir því komið að hér sé öflugt atvinnulíf. Það virðist hins vegar eins og að skapa verðmæti séu eitthvað sem einungis ákveðnar stéttir eða atvinnugreinar geta gert tilkall til. Tæknigeirinn, fjármálageirinn, ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn svo eitthvað sé nefnt. Þeir sömu og góla þetta út í tómið skauta yfirleitt fram hjá því að bak við hvern einstakling er að lágmarki tíu ára fjárfesting hins opinbera í formi menntunar í grunnskólum landsins. Auk þeirra ára sem einstaklingurinn nýtir í formi framhalds- og háskólanáms. Menntun er líklega öflugasta jöfnunartæki samtímans og leiðir af sér að hér er hægt að hér þokkalega siðmenntað samfélag. Og framleiða þessa öflugu verðmætaskapandi einstaklinga. Þá langar mig að færa þetta yfir á kennslu, eða kennara öllu heldur. Samkvæmt námskrá gegna kennarar lykilhlutverki í öllu skólastarfi eins og kennslu, stjórnun, uppeldi, ráðgjöf, rannsókn og þróunarstarfi. Við sinnum þó töluvert flóknara starfi en hægt er að samsama í þessum örfáu orðum. Þarna kemur þó ekkert fram um verðmætasköpun, en hvað ef svo væri?Hvað ef að litið væri á kennara sem verksmiðjur. Þeir vinna þá ákveðna auðlind. Varan sem þau vinna úr auðlindinni er svo af margvíslegum toga. Hún getur verið lögregluþjónn, stjórnmálamaður eða verkfræðingur svo eitthvað sé nefnt. En á það þó yfirleitt sameiginlegt að vera öflugir einstaklingar sem eru samfélaginu til hagsbóta. Til að mynda næsti Haraldur Þorleifsson. Sinna kennarar þá verðmætasköpun? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar