Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar 4. október 2024 07:31 Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.