Fleiri fréttir

Við áramót

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Í árslok er hefð fyrir því að horfa yfir farinn veg og gera upp árið. Yfirleitt hef ég haft gaman af upprifjunum fjölmiðla af vettvangi þjóðmála. Í ár er svo komið að mér býður við tilhugsuninni um að líta um öxl, langar einna helst að setja undir mig höfuðið og taka á harðasprett inn í framtíðina og vona að mér takist að hrista af mér helstu deilumál ársins sem er að líða.

Klökkar kærleikskveðjur

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Aðventustreitan kom eins og himnasending inn í kalið hjarta samfélagsins. Að minnsta kosti frá síðustu jólum höfðum við mest verið fjúkandi reið, bitur, sár, dofin og brjáluð; það eitt og sér er sligandi til lengdar. Svo jólaannirnar voru þrátt fyrir allt kærkomið tækifæri fyrir væmnu tilfinningarnar sem höfðu legið næstum ónotaðar í

Samstillta stressátakinu lokið

Dr. Gunni skrifar

María sagði við Jósef: Ég held ég sé ólétt. Ha, hváði Jósef, sem var smiður og sakleysingi. Við erum ekki einu sinni búin að kyssast! bætti hann við, eitt spurningarmerki í framan. Já, ég veit, sagði María og horfði á tær sér, en sko, þú veist. Það kom engill í heimsókn.

Þegar við föttuðum plottið

Það er auðvelt að gabba íslenska æsku með jólasveinaspaugi. Bæði er þráin til að trúa á hið góða rík og síðan er gervið gott. Gæran sem hylur andlit leikaranna gerir þá óþekkjanlega. Eins er hún einmitt eins og barn ímyndar sér að skegg hellisbúa eigi að vera, allavega að vetrarlagi. Hér í þorpinu Zújar á Spáni eru vitringarnir þrír notaðir í stað jólasveina til að kæta krakkana og færa þeim gjafir. Þeir birtast á nýjársdag til að taka við óskalistum en koma síðan færandi hendi á þrettándanum.

Hálfbróðirinn

Gerður Kristný skrifar

Það bar til um þessar mundir að sérsveit ríkislögreglustjóra og öflugt lögreglulið var beðið um að koma hið snarasta í Bústaðahverfið. Þar hafði sést til manns með byssu. Komið var að opnum dyrum á hvítu húsi og þar sem lögreglan hafði áður þurft að hafa afskipti af húsráðanda þar á bæ fannst henni líklegt að hann væri byssumaðurinn. Í stað þess að ryðjast inn öskrandi með vopnin á lofti eins og haft er til siðs í útlenskum sjónvarpsþáttum dró einn lögreglumannanna upp símann sinn og sló á þráðinn til heimilisföðurins.

Partíið er alveg að verða búið

Nú í miðjum jólaundirbúningnum stendur yfir mikilvæg ráðstefna í Kaupmannahöfn. Á meðan við stressum okkur yfir heimilisþrifum, jólagjafainnkaupum og of mikilli vinnu í aðdraganda hátíðahalda eru stærstu auðríki heims að reyna að komast að samkomulagi til þess að stöðva hlýnun jarðar. Við geispum yfir fyrsta kaffibolla morgunsins og flettum yfir fréttir af loftslagsráðstefnunni í dagblöðunum. „Hundrað þúsund mótmælendur gengu til bjargar loftslagi." „Tólf hundruð manns handteknir í mótmælum helgarinnar." Við geispum aftur. Mótmæli eru svo þreytandi.

Karlotta brennur yfir

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Karlotta vinkona mín skrapp um daginn á námskeið í jólakonfektgerð. Þar hitti hún gamla skólasystur úr menntó og sú hafði einhvern tímann heyrt að Karlotta ætti orðið hvað – þrjú börn, ekki satt? Og búin að gifta sig, já, hvað heitir aftur maðurinn þinn? Augnablik leið og Karlotta opnaði munninn til að svara en ekkert svar kom. Í staðinn fyrir nafnið á manninum sem hún hefur búið með undanfarin tólf ár kom bara svona vandræðalegt uhuuu…m. Því nákvæmlega þessu smáatriði – nafninu á ástkærum eiginmanni og barnsföður – var alveg stolið úr höfðinu á henni. Og komst ekki þangað aftur fyrr en hún las það á póstkassanum heima. Æjá, Friðrik, alveg rétt.

Satan í kerfishruninu

Þriggja manna nefnd situr nú kófsveitt við að finna út hverjum bankahrunið er að kenna. Nefndin er búin að svitna heillengi yfir þessari risastóru spurningu og fresta því að birta niðurstöðuna einu sinni. Sumt er svo hrikalega viðkvæmt í uppgreftri nefndarinnar að það má ekki segja frá því fyrr en árið 2090. Á alveg að drepa mann með þessu gríni?

Pollamótatímabilið er hafið

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Það er synd að segja að leiðir að næststærsta íþróttahúsi landsins séu greiðar. Egilshöllin hafði ekki beinlínis heillað mig til aðsóknar, fyrri tilraunir enduðu í stórkostlegri umferðarteppu þar sem lagt var við grunn Korputorgs og svo öslað yfir mýrar og skurði til að komast að hinu mikla húsi. Nú var þó akfært hjá görðum Grafarvogsbúa, húsgörðum, gömlum kartöflugörðum og kirkjugarði. Það var kalt í lofti og keppnismaður í baksætinu var að hefja mótaferil sinn í réttum búningi, sokkum og öllu saman.

Þú ert aldrei einn á ferð

Helgi eina í byrjun október áttum við hjónaleysin erindi austur á Egilsstaði. Illu heilli brast þó á með óveðri á föstudeginum og um kaffileytið varð ljóst að ekkert yrði úr flugi. Þar sem erindið var brýnt ákváðum við að keyra austur, enda á þokkalega útbúnum fólksbíl með fjórhjóladrifi. Við lögðum af stað um fimmleytið og gerðum ráð fyrir að ná áfangastað um tvöleytið um nóttina. Norðurleiðin varð fyrir valinu, því veðurofsinn var mestur á sunnanverðu landinu.

Ilmandi smákökur

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Það brakaði í snjónum undan fótum mínum þar sem ég dró sleðann á eftir mér snemma morguns og ískalt loftið fyllti lungun. Á sleðanum sat litla skottan og var ekki síður ánægð með veðurfarið, sagðist finna svo góða lykt af snjónum. Enn þá var aldimmt nema ljósastaurarnir vísuðu okkur veginn. Það voru fáir á ferli þetta snemma og þeir sem við mættum voru álíka útbúnir og við, á snjóþotu eða sleða og dúðaðir upp fyrir haus. Farþegarnir sem sátu sleðana voru glaðir, borðuðu snjó og köstuðu honum yfir sig.

Að þekkja söguna

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar.

Sjá næstu 50 greinar