Fleiri fréttir

Mest lesið dálkurinn

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Þegar netið kom fyrst til sögunnar voru margir íhaldssamir blaðamenn pirraðir á því hversu mikil áhersla var lögð á nýjustu fréttirnar hjá netmiðlunum. Nýjustu fréttirnar eru ekki endilega merkilegastar, en þær fengu mesta plássið. Í dag er þetta að breytast en við erum sannarlega að fara úr öskunni í eldinn. Í dag er það "mest lesið dálkurinn“ sem allt snýst um. "Heilbrigðari kynfæri með meira kynlífi“, "Loftsteinn á leiðinni“, "Á gólfinu var allt í viðbjóði“. Þetta voru mest lesnu fréttirnar á stærstu netfréttamiðlum landsins síðasta þriðjudag.

Vill einhver elska 49 ára gamla konu?

Saga Garðarsdóttir skrifar

Það er margt sem ég óttast í lífinu. Ég óttast stöðugt að fá raflost nálægt innstungum og brauðristum, ég held mig fjarri fólki sem spyr mig til vegar, ég hef áhyggjur af því að pabbi minn komist að því að ég sprengdi dekkið á hjólinu hans, aftur, og svo óttast ég að verða miðaldra kona.

Í leit að glötuðum tíma

Karen Kjartansdóttir skrifar

Fyrstu önn mína í grunnskóla gekk ég í barnaskólann á Stokkseyri. Á miðjum vetri fluttu foreldrar mínir svo á Akranes þar sem pabbi hafði fengið betra skipspláss. Sumarið eftir fengum við systurnar að heimsækja krakkana á Stokkseyri aftur. Við féllum strax aftur í hópinn og skemmtum okkur hið besta.

Flugvélaði maðurinn

Stígur Helgason skrifar

Það er bara tvennt sem ég get sagt við fólk sem gerir það undantekningalítið alveg agndofa. Annað er að mér finnist gaman í flugvélum. Það virðist ekki vera algeng skoðun, sem er óskiljanlegt.

Sparkað í dekk á grilli

Halldór Halldórsson skrifar

Mér skilst að það sé gjörsamlega dottið úr tísku hjá karlmönnum að eiga flotta bíla. Sjálfsímyndarlega séð fá menn ekkert út úr því lengur. Í dag kaupa menn í ímyndarkrísu sér frekar lítið reiðhjól heldur en stóran jeppa. Sem er kannski ágætt.

Innri maður í iðrum jarðar

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Það upplifa allir einhvern tímann eitthvað sem sýnir hvað í þeim býr. Stundir þar sem kringumstæður verða þess konar að það reynir verulega á og innri maður sýnir sig.

Hin ávanabindandi sigurvíma

Álfrún Pálsdóttir skrifar

Í sumar fagna ég því að heil átta ár eru síðan ég hóf minn feril sem knattspyrnuáhangandi. Ég er ein af þessum svokölluðu „antisportistum“ sem æfði hestaíþróttir og samkvæmisdans á yngri árum á meðan ég hræddist bolta. Hljóp á eftir honum fyrir kurteisissakir í leikfimi í grunnskóla en reyndi að forðast það eins og heitan eldinn að snerta boltann.

Játning úr aðdáendaklúbbi Jennifer

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Ég veit ekki af hverju ég tók skýra afstöðu í skilnaði sem kom mér ekkert við og ég vissi ekkert um. En ég skyldi halda með Jennifer hvað sem tautaði og raulaði. Þessi Angelina virtist eitthvað tvöföld. Svo fór Angelina að ættleiða börn og vekja athygli á bágum aðstæðum barna víða um heim. Ég tók því með fyrirvara. Svo varð hún einhvers konar góðgerðasendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna og finnst víst merkilegra að heimsækja flóttamannabúðir en rauða dregla.

Fegurð

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Ég ætla að fjalla um fegurð í þessum stutta pistli. Þar sem umfjöllunarefnið er víðfeðmt mun ég takmarka mig við fegurð fótboltamarka. Ég er ekki að tala um mörkin sjálf heldur framkvæmdina að skora mark. Þannig er mál með vexti að fótboltamörk eru metin eftir fegurð.

Girðingarlykkjurnar

Svavar Hávarðsson skrifar

Fyrir fáeinum dögum hlustaði ég á sögu sem gerði mig bæði reiðan og dapran í senn. Hér á ég við umfjöllun Kastljóssins um hugmyndir forsvarsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði um lokun hjúkrunarheimilisins Tjarnar á Þingeyri vegna fjárskorts. Í stuttu máli þá stóð til að loka heimilinu í sumar til að spara fáeinar milljónir – og heimili er hérna lykilorðið. "Aðgerðin“ fólst einfaldlega í því að rífa gamalt fólk út af heimili sínu og setja það í geymslu á sjúkrahúsi til þess að spara kerfinu vasapeninga. Ég ætla ekki að rekja þessa sögu nákvæmlega – það hefur þegar verið gert afburða vel og með þeirri niðurstöðu að það "fundust peningar“ sem komu í veg fyrir fyrrnefnda lokun. Því skal þó haldið til haga að hér var ekki um einsdæmi að ræða.

Fjölþjóðleg flækja

Sara McMahon skrifar

Góðan dag. Er þessi trefill rétt merktur? Getur verið að hann kosti 4.000 krónur? - No. It is 400 krónur. - Nú jæja, þá ætla ég að fá hann. - Yes. 400 krónur, please. - Gjörðu svo vel. - Thank you. Have a nice stay.

Þroskaheft femínista- hlussa gekk inn á bar…

Saga Garðarsdóttir skrifar

Tjáningarfrelsi er töff og ég vil hafa rétt á því að segja hvað sem mér sýnist hvenær sem mér sýnist en ég er líka meðvituð um að það sem ég segi hefur áhrif og því fylgir ábyrgð. Á sama tíma og ég hef rétt á að segja hvað sem er hefur þú rétt á að móðgast.

Uppáklædd eðla

Karen Kjartansdóttir skrifar

Þegar ég leit í spegil í morgunskímunni um daginn sýndist mér ég sjá eðlu. Eitthvert skriðdýrslegt blik virtist vera í augum mér og svo virtist sem húðin hefði fengið á sig grænleitan blæ.

Bakarinn á Nørregade

Halldór Halldórsson skrifar

Ég hafði gaman af dönsku í grunnskóla. Mál og menning þjóðarinnar lagðist vel í mig, mamma hlýddi mér yfir og yfirleitt fékk ég hæstu einkunnirnar í dönsku.

Kveðja af botninum

Stígur Helgason skrifar

Vefsíðan Careercast hefur undanfarin ár lagst í ítarlega rannsókn á því hver séu bestu og verstu störf í hinum vestræna heimi. Á listanum eru 200 starfsstéttir og niðurstaðan byggir á fimm mælikvörðum; líkamlegum kröfum, vinnuumhverfi, álagi, launum og starfsöryggi.

Borgardama bíður eftir vori

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ég skellti mér í drifhvítum strigaskóm í vinnuna í morgun. Skildi úlpuna eftir heima og renndi ekki einu sinni upp jakkanum.

I approve this message

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Í nýafstöðnum kosningum klæddu gamlar konur sig upp, einhverjir flögguðu, allavega einn fékk ís og enginn gerði þarfir sínar í kjörkassa. ÖSE-menn voru sáttir, herbergi var innsiglað og svo fundið út úr því hvernig ætti að komast inn í það. Formenn flokkanna tóku niðurstöðum af jafnaðargeði enda í þjálfun eftir málefnalega og skætingslitla kosningabaráttu.

Ys og þys út af engu

Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar

Viðbrögðin við úrslitum kosninganna á laugardag voru flest fyrirsjáanleg. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar og Pírata glöddust en Samfylkingarfólk og stuðningsmenn minnstu flokkanna grétu. Fögnuður Framsóknarmanna var í líkingu við gott þorrablót í Þingeyjarsýslunum á áttunda áratugnum og þá önduðu

Umburðarlyndi

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Umburðarlyndi er einn af mínum helstu kostum. Ég er umburðarlyndur maður og ég geri umburðarlyndi hátt undir höfði í skoðunum mínum til lífsins.

Formennirnir í lífi mínu

Svavar Hávarðsson skrifar

Nú er svo komið að í hvert sinn sem ég fer úr fötunum verður mér hugsað til Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi forsætisráðherra. Ég get útskýrt.

Sjá næstu 50 greinar