Fleiri fréttir

Töframaður á sviðinu

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Aldrei minnist ég þess að hafa séð töframanni mistakast – að minnsta kosti ekki að öllu leyti. En í hvert skipti sem ég sé töframann á sviði þá smíða ég viðbragðsáætlun í höfði mínu um hvað ég myndi gera ef honum mistækist.

Morðæði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Ég klifra upp stiga á hárri byggingu. Ég dreg fram haglabyssu og miða á gangstéttina fyrir neðan. Plaff!

Allsherjarsamsærið

Stígur Helgason skrifar

Þetta er harður heimur, maður. Útigangsmenn hrökkva upp af á Klambratúni, fólk missir ofan af sér húsnæðið í fang lánardrottna, Landspítalinn kaupir varahluti í segulómtækin sín af bröskurum á Ebay og í gær bárust fréttir af einhverju óbermi á Selfossi sem veiðir heimilisketti í minkagildru.

Nokkur orð um leikminjar

Halldór Halldórsson skrifar

Afsakaðu mig dómari, ég neyðist til að hjóla beint í manninn, þú og hinir getið sparkað boltanum á milli ykkar á meðan.

Af afgirtum geitum og hrauni

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Sex metra hár sænskur geithafur er risinn í Garðabænum og horfir skelkaður yfir til Gálgahrauns. Hann dreymir eflaust um að taka þátt í mótmælunum, en kemst ekki langt því hann er nefnilega afgirtur með rafmagnsgirðingu.

Auðvitað langar alla í kókosbollu

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Þessi meistaramánuður er svo fáránlega steiktur,“ heyrði ég ungt par segja í röðinni á kassanum í Hagkaup í gær á meðan það hrúgaði á færibandið að því er virtist hálfu ævistarfi Helga í Góu.

Jæja Sigmundur Davíð

Saga Garðarsdóttir skrifar

Ég birti þér bréf fyrir tveimur vikum og enn hefur mér ekki borist svar. Ég veit ekki hversu duglegir aðstoðarmenn þínir eru að sýna þér Fréttablaðið eða faxa það allar þessar sjómílur í snekkjuna þína í Karabíska hafinu, eða hvort nóg sé af blöðum í faxtækinu til að prenta

Ástarsorg í annarri hverri viku

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Í næstu viku verða níu mánuðir síðan ég og barnsfaðir minn slitum samvistum. Í þessa níu mánuði hef ég deilt forræði yfir þriggja ára dóttur minni. Ég fór frá því að sjá hana á hverjum einasta degi yfir í það að sjá hana aðra hverja viku.

Nokkrar hoppandi fótboltagórillur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt.

Varúð! Brasilíu-jinx! Ekki lesa!

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Óðurmaður skrifar. Ég eyddi öllum gærdeginum í að þvælast á milli sportvöruverslana í leit að sundskýlu í fánalitunum til að taka með til Brasilíu næsta sumar. Strax og flautað var til leiksloka á þriðjudagskvöld fór ég inn á expedia.com og tékkaði á flugi til Ríó.

Maður gengur inn á lögreglustöð

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Hvað segirðu? Varstu rændur?! Hljóp burt með peningana? Hver? Stúlka? Tuttugu þúsund? Hvaða peningar voru þetta? Bíddu nú aðeins hægur, ég skal nóta þetta niður hjá mér, andaðu rólega og byrjaðu á byrjuninni. Viltu kaffi? Vatn? Te?

Frelsið er yndislegt

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Guð er ekki til. Því hef ég trúað í einlægni frá því ég var um tvítugt. Áður en ég komst á þá skoðun var ég að vísu ekki sannkristinn, þannig séð, en ég útilokaði ekki neitt.

Kettir og krúttheit

Stígur Helgason skrifar

Það vantar ekki krúttlegu kisufréttirnar þessa dagana. Fyrst stingur stríðinn, danskur ævintýra- og hefðarköttur af úr einkaþotu og er leitað af heilli flugbjörgunarsveit næstu daga, kemst heilu og höldnu aftur til móðursjúks eiganda síns og allir lifa hamingjusamir til æviloka.

Tannburstaprófið

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig ólíkindafólk kemst í alls konar mikilvæg störf. Stöður sem krefjast hugsjóna, samkenndar og réttsýni.

Tilfinningaklám og sleggjudómar

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Ég er tiltölulega nýr bakþankahöfundur og hef rétt fengið smjörþefinn af því að þurfa að tjá mig reglulega um menn og málefni fyrir framan alþjóð. Í því felst spennandi ögrun – ekki síst fyrir fólk eins og mig, sem hefur ekki búið sig sérstaklega undir það að þurfa að hafa skoðanir á flestum hlutum.

Kæri Sigmundur Davíð

Saga Garðarsdóttir skrifar

Ég þekki þig ekki persónulega en tilgangur þessa bréfs er einmitt að breyta þeirri leiðu staðreynd. Ég kem mér bara beint að efninu: Viltu vera opinber pennavinur minn næstu fjögur árin?

Í hysteríulandi

Stígur Helgason skrifar

Ég er ekki sérfræðingur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Ég veit hins vegar að það er alveg einstakt afrek að takast að koma málum þannig fyrir að hálf þjóðin hefur horn í síðu samtaka sem berjast gegn því.

Tekið sem sjálfsögðum hlut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut.

Veflyklar, PIN, PUK, FÖKK

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Hvað er venjulegur maður með mörg lykil- og leyniorð í gangi? PIN-númer fyrir debet,- kreditkort og síma (og PUK ef maður gleymir PIN), lykil- og leyniorð fyrir skattinn, leyniorð fyrir vinnu- og heimatölvupóstfang, Facebook, Twitter, Amazon, FlickR

Þegar hættir að rigna

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ertu með harðsperrur? Þú labbar eitthvað svo harðsperrulega.“ Það kom aðeins á mig en ég gat ekki svarað játandi, var ekki með neinar fjandans harðsperrur. Hafði ekki mætt á æfingu svo vikum skipti. Vissi hann það?

Æskuminning að hausti

Sara McMahon skrifar

Það er komið haust. Trén fella lauf sín, grasið fölnar og það kólnar í veðri. Mér þykir þessi árstími einstaklega fallegur, jafnvel þótt gömul æskuminning sæki ætíð á mig á haustin.

Sjá næstu 50 greinar