Fleiri fréttir

Árin í Landakotsskóla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar.

Ágætur maður, á röngum tíma

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Síðasti föstudagur, 22. nóvember, var frábær fyrir menn eins og mig sem lifa á röngu tímaskeiði. Í fyrsta lagi þá eignaðist heimurinn nýjan heimsmeistara í skák og eyddi ég drjúgum hluta af deginum í að fylgjast með lokaskákinni.

Af frægu fólki og fanatík

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Þegar ég var lítil tók ég upp hvern einasta þátt af Norninni ungu og horfði svo á þá aftur og aftur. Fljótlega var ég orðin heltekin af persónunum í þáttunum og svo var ég komin með leikarana á heilann. Melissa Joan-Hart var brátt farin að taka óþarflega mikið blek úr litaprentaranum og pláss í myndaalbúmum.

Þú ert ógeð, blikkkarl

Sara McMahon skrifar

Kaldhæðni skilar sér ekki á blað,“ sagði bandaríska leikkonan Megan Fox eitt sinn. Ummælin lét hún falla eftir að hafa ítrekað orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir nokkuð sem hún hafði sagt í blaðaviðtölum. Fox hélt því fram að hún væri misskilin, að hún væri ekki hrokafull, vitlaus eða með sleggjudóma, heldur hefðu tilraunir hennar til kaldhæðni einfaldlega misfarist trekk í trekk.

Tölvuteiknaði hamborgarinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Ég stóð við afgreiðsluborð ónefndrar hamborgaraknæpu og skoðaði ljósmyndir af því sem var á matseðlinum á meðan ég beið eftir matnum mínum. Fljótlega tók ég eftir því að ekki var allt með felldu.

Þetta er staðan

Halldór Halldórsson skrifar

Forsætisráðherra laug sig inn í embætti. Enn sem komið er bendir nákvæmlega ekkert til annars. Helsta sönnunargagnið er hann sjálfur. Maðurinn sem barðist af eldmóði fyrir hagsmunum heimilanna fyrir kosningar hefur ekkert gert eftirtektarvert það sem af er kjörtímabilinu

Þau, eina ferðina enn

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Framkvæmdir í heimahúsi eru spennandi. Þó geta þær orðið þreytandi þegar verkið dregst. Ég þekki það vel, við hjónin teljum okkur þúsund þjala smiði og fáum reglulega nýjar hugmyndir sem við verðum að framkvæma, tafarlaust. Stundum erum við með mörg verk á könnunni í einu. Þau ganga misvel. Einhverjum þeirra ljúkum við strax með stæl meðan önnur geta tekið mánuði og jafnvel ár með tilheyrandi raski á heimilislífi og truflunum.

Kalli tímans ekki svarað

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að fólk nennir ekki á kjörstað. Niðurstaðan er líka vitnisburður um það að þeir fáu sem nenna – sem stundum eru kallaðir flokkshestar – eru ekki í takt við tímann.

Takk fyrir árin tíu, tussan þín

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Í ár eru akkúrat tíu ár síðan ég byrjaði að vinna á símanum á Fréttablaðinu. Ég var nýkomin heim úr reisu um Evrópu og vantaði vinnu. Tók í rauninni það fyrsta sem bauðst. Fékk svo lítið útborgað að það myndi varla duga fyrir einum poka í Bónus í dag.

Strákarnir okkar hvernig sem fer

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum.

Ég er ekki hræddur

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Öryggi á að koma í veg fyrir hræðslu. Því öruggari sem heimurinn er þeim mun óhræddara er fólk. Það er lógískt.

Lager af Land Cruiser

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Hraðbraut yfir hálendið var eitt af því sem ég grét að ekki var spreðað í í góðærinu. Hálendishraðbraut eða tvöföldun hringvegarins. Slík framkvæmd hefði sjálfsagt sligað okkar auma ríkissjóð en ég meina, af hverju ekki það eins og hvað annað? Það væri þá allavega búið og gert, komið til að vera og til brúks. Sjálfsagt er ekki gáfulegt að hugsa svona, en ég læt það eftir mér.

Að sigla lens

Sara McMahon skrifar

Móðir mín og stjúpi tóku upp á því fyrir fimm árum að flytja búferlum til Vestmannaeyja, en stjúpi minn er fæddur og uppalinn í Eyjum. Öllum fimm afkvæmum þeirra hjóna þótti þetta hið versta mál enda eigum við í nánu sambandi við foreldra okkar

Skorað á meistarann

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Um tuttugu ára draumur minn er loks orðinn að veruleika. Vöðvabúntin Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone leika nú saman í kvikmynd í fyrsta sinn, ef frá eru taldar tvær Stallone-myndir þar sem sá fyrrnefndi birtist í mýflugumynd. Í nýju myndinni, sem ber nafnið Escape Plan, er hetjunum gert jafn hátt undir höfði og ég er vandræðalega spenntur.

Kennsluhættir í Háskóla Íslands

Kjartan Atli Kjartansson skrifar

Menntamál eru vinsælt þrætuefni. Mikið hefur verið rætt um grunnskólamenntun hér á landi og þá yfirleitt í tengslum við kjör kennara. Svo virðist sem auðvelt sé að hafa skoðun á því.

Skömm er lykilatriði

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Stökkvi menn út úr brennandi húsi má svo sem færa rök fyrir því að það sé þeirra val. Að hrapa til dauða fremur en að brenna inni. Ég held samt að enginn mótmæli því að betur færi á að reyna að slökkva eldinn

Stjórnmálamaður hefði varla haft vit á að hætta

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Ég hélt strax með Jóni Gnarr og hans liði. Besta flokkinn skipaði margt vel menntað fólk, sem tók sig ekki of alvarlega og hafði unnið sigra í lífinu, ólíkt flokkshestum sumra annarra framboða. Það eina sem sætti furðu var að besta liðið vildi fara í pólitík yfirhöfuð.

Bless, Sigmundur Davíð

Saga Garðarsdóttir skrifar

Ég slæ þér þetta bréf með báðum höndum til að ljúka því sem aldrei varð. Ég hef ekki gefið upp öndina en ég hef gefist upp á þér. Sá illi grunur læðist að mér að seinagangi póstþjónustunnar sé ekki um að kenna að ég hef ekki fengið frá þér svar heldur hafir þú tekið meðvitaða ákvörðun um að leiða mig hjá þér.

Ég átti aldrei séns

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Ég er fædd og uppalin í Breiðholtinu. Þegar ég var krakki byrjaði ég að fitna. Og fitna. Og fitna. Síðan fékk ég gleraugu. Ekki krúttleg og pen dúllugleraugu heldur flöskubotna. Ég var líka góð í skóla.

Heilög Francisca

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

"Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda.

Sjá næstu 50 greinar