Fleiri fréttir

Fjárfestingatekjur TM jukust um 224 prósent á fyrsta fjórðungi

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar á fyrstu þremur mánuðum ársins nam samtals 966 milljónum króna borið saman við aðeins 10 milljónir á sama tímabili í fyrra. Þar munar langsamlega mest um að fjárfestingatekjur félagsins voru 1.326 milljónir á fjórðungnum og jukust um 224 prósent á milli ára.

Íhuga að fækka útgáfudögum DV

Forsvarsmenn DV íhuga að fækka útgáfudögum úr tveimur í einn og mun blaðið þá einungis koma út sem helgarblað. Þetta herma heimildir Markaðarins og að breytingin muni taka gildi á næstu vikum.

Ríkið á óbeinan eignarhlut í Marel upp á 24 milljarða

Óbeinn eignarhlutur Landsbankans og Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, í Marel í gegnum Eyri Invest er metinn samanlagt á ríflega 24 milljarða króna en hlutabréfaverð fyrirtækisins hefur hækkað um 51 prósent frá áramótum.

FME skoðar bónusa sem Borgun greiddi út

Fjármálaeftirlitið skoðar hvort greiðslukortafyrirtækið Borgun hafi farið á svig við lög með greiðslu 900 þúsund króna launauppbótar til allra starfsmanna. Heildargreiðslan nam 126 milljónum en ekkert vitað um möguleg áhrif á Borgun

Íslenskir seðlar seljast dýrt

Átta íslenskir seðlar seldust fyrir tæplega tvær milljónir króna á uppboði hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen

Veitingafólk í Kvosinni bítur á jaxlinn

Framkvæmdir við Hafnartorg raska þjónustu á svæðinu töluvert. Forstjóri Bæjarins beztu segir minni traffík og minni sölu. Eigandi Hornsins segir framkvæmdir hafa áhrif á aðgengi og gangi hægt.

Ofmetin Costco-áhrif

Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun.

H&M opnar í Smáralind í ágúst

Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni.

Evran styrkist í kjölfar úrslita forsetakosninganna

Gengi evrunnar gagnvart dollaranum var í dag hæst um 1,102 en það hefur ekki verið hærra síðan eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Fjárfestar anda nú léttar.

Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda

Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær.

Sala Apple-snjallúra eykst

Apple seldi 3,5 milljónir snjallúra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það aukning um 59 prósent frá síðasta ári þegar 2,2 milljónir snjallúra fyrirtækisins seldust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Strategy Analytics sem Engadget greindi frá í gær.

Rísandi sól kínverskra snjallsíma

Kínverskir snjallsímar seljast betur en símar Apple og Samsung í heimalandinu. Símarnir eru ódýrari en búnir sama innvolsi. Seljast einnig vel á Indlandi.

Bolungarvík efst í strandveiðinni

Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja.

Eyðum meiri tíma í öppum

Snjallsímaeigendur eyða nú meiri tíma í að nota snjallsímaforrit, eða öpp, en áður og nota að meðaltali rúm þrjátíu öpp á hverjum mánuði. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn greiningarfyrirtækisins App Annie.

Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu

Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Rolls Royce frystitogaranna

Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon, S.A. um smíði á frystitogara á grundvelli tilboðs.

Skórisi skoðar samruna við Ellingsen

Heildverslunin S4S ehf., sem á meðal annars Steinar Waage, Ecco, Kaupfélagið og Skór.is, skoðar samruna við Ellingsen samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Sjá næstu 50 fréttir